• SelhraunSudur

Selhraun suður

Þétting byggðar | Fjöldi íbúða um 200 | Fjöldi íbúa um 500

Aðalskipulagsbreyting og deildiskipulagsbreyting fyrir umræddar lóðir eru í auglýsingu

  • Þétting byggðar
  • Áætlaður fjöldi íbúða: 200
  • Áætlaður fjöldi íbúa: 500
  • Staða skipulagsmála: Aðalsskipulagsbreyting og deildiskipulagsbreyting eru í auglýsingu
  • Sérstaða: Hluti af atvinnuhverfi Selhrauns suður, næst Vallahverfi, breytist í íbúðabyggð. Vellirnir eru vinsælt og fjölskylduvænt hverfi með fjölbreyttum möguleikum til hreyfingar, afþreyingar og útivistar. Stutt í alla þjónustu. 

3ha svæði af heildarsvæði Selhrauns suður 

Uppbygging á svæðinu nær til 3ha svæðis af heildarsvæði Selhrauns suður, nánar tiltekið til  lóðanna Norðurhella 13-19 og Suðurhella 12-20.  Þessi hlutibreytist úr atvinnusvæði í íbúðabyggð. Í þegar byggðu húsi að Norðurhellu 13-19 er heimilað að vera með 67 íbúðir og er á lóðunum gert ráð fyrir leiksvæðum, sorp- og hjólageymslum. Við Suðurhellu 12-20 er gert ráð fyrir 132 íbúðum í fimm nýjum fjölbýlishúsum, 4-6 hæða. Á lóðunum er gert ráð fyrir leiksvæðum, sorp- og hjólageymslum. Bílageymslur eru undir húsum við Suðurhellu 14-18.


Var efnið hjálplegt? Nei