Önnur þétting
Þétting byggðar | Fjöldi íbúða um 43| Fjöldi íbúa um 100
Eldri hverfi verða stærri. Framkvæmdir byggja á skýrslu um þéttingarmöguleika í hverju hverfi
- Þétting byggðar
- Áætlaður fjöldi íbúða: 43
- Áætlaður fjöldi íbúa: 100
- Staða: Staðan er mismunandi á milli lóða. Sjá skýringu fyrir neðan.
Hafnarfjörður stækkar og þéttist
Ný hverfi verða til og eldri hverfi verða stærri og uppbyggingin í Hafnarfirði nær nýjum hæðum á næstu árum. Þétting er þegar farin af stað í grónum hverfum. Upptalningin byggir á samþykktu skipulagi fyrir Hafnarfjörð í febrúar 2022 og tekur ekki til þéttingar og nýrra hverfa sem enn eru á hugmyndastigi. Viðmið er uppbygging á tímabilinu 2017-2040 með áherslu á árin 2021-2031.
- Setberg - Stekkjarberg 9. Fjöldi íbúða: 13 (raðhús). Fjöldi íbúa: 32. Uppbygging hafin
- Hverfisgata 12. Fjöldi íbúða: 1 (einbýli). Fjöldi íbúa: 2,5. Lóð úthlutað
- Suðurgata 40. Fjöldi íbúða: 1 (einbýli). Fjöldi íbúa: 2,5. Lóð úthlutað
- Hrauntunga 5. Fjöldi íbúða: 5. Fjöldi íbúa: 12,5. Framkvæmdir hafnar
- Suðurgata 44. Fjöldi íbúða: 12-15
(fjölbýli). Fjöldi íbúa: 30-37. Heimild í skipulagi
- Hellubraut 5 og 7 . Fjöldi íbúða: 2 (einbýli). Fjöldi íbúa: 5. Framkvæmdir hafnar
- Hlíðarbraut 10. Fjöldi íbúða: 6 (einbýli og parhús). Fjöldi íbúa: 15. Lóðir í úthlutun 2022