• Hamranes1

Hamranes

Nýtt hverfi | Fjöldi íbúða um 1.650 | Fjöldi íbúa um 4.100

Framkvæmdir hafnar á vegum verktaka og Bjargs íbúðafélags. Þróunarreitir eru í deiliskipulagsferli. 

  • Nýtt hverfi
  • Áætlaður fjöldi íbúða: 1.650
  • Áætlaður fjöldi íbúa: 4.100
  • Staða: Framkvæmdir eru hafnar á vegum verktaka og Bjargs íbúðafélags. Þróunarreitir eru komnir mislangt í deiliskipulagsferlinu. 
  • Sérstaða: Fjölskylduvæn íbúðahverfi með grænu yfirbragði. Draumabyggð þeirra sem vilja leika og lifa í nánd við náttúruna

Nýtt íbúðahverfi sunnan Reykjanesbrautar yst í Hafnarfirði 

Hamranes er 25 hektara nýbyggingarsvæði sem rís sunnan Skarðshlíðarhverfis og Vallahverfis í Hafnarfirði. Framkvæmdir við lóðir í Hamranesi hófust í upphafi árs 2021 og mun þar rísa um 1.628 íbúða hverfi á næstu mánuðum og árum. Áætlaður íbúafjöldi er um 4.100. Í hverfinu er gert ráð fyrir að tveggja hliðstæðu grunnskóli og tveir fjögurra deilda leikskólar rísi auk hjúkrunarheimilis. Gefin hafa verið út byggingarleyfi fyrir rétt um 300 íbúðir sem ná til verktakalóða og Bjargs íbúðafélags. Á þróunarreitum á svæðinu munu rísa hátt í 1.400 íbúðir. Uppbygging í hverfinu er þegar hafin.  

Nybyggingarsvaedi1

Hátt í 2.300 íbúðir fyrir um 5.700 íbúa í tveimur nýjum hverfum

Samanlagt er áætlað að íbúafjöldi Hamraness og Skarðshlíðarhverfis verði um 5.000 í um 2.000 íbúðum. Í Vallahverfi sem stendur næst þessum hverfum búa rétt rúmlega 5.700 íbúar í dag. Þannig er gert ráð fyrir að heildarfjöldi á þessu svæði sunnan Reykjanesbrautar yst í Hafnarfirði tvöfaldist á næstu árum. 

HamranesGPArkitektar

Mikil innviðauppbygging

Mikil innviðauppbygging er að eiga sér stað samhliða aukinni eftirspurn og uppbyggingu og hefur þjónusta á svæðinu aukist til muna síðustu mánuði og ár. Á Ásvöllum er aðstaða til íþróttaiðkunar til fyrirmyndar og á árinu 2021 var fyrsta skóflustungan tekin að nýju og glæsilegu knattspyrnuhúsi sem eflir og styrkir aðstöðuna enn frekar. Opnað var fyrir umferð á tvöfaldri Reykjanesbraut í nóvember 2020 og Ásvallabraut, sem tengir ný íbúðahverfi við Kaldárselsveg, opnuð á haustmánuðum 2021. Grunnskóli, leikskóli og tónlistarskóli eru þegar í rekstri í Skarðshlíðarhverfi. 

Skardshlid2Fyrsta skóflustungan í Hamranesi var tekin í febrúar. Hér má sjá hvernig Ásvallabrautin liggur upp og yfir hálsinn. Hamraneshverfi er hér til hægri á mynd.


Var efnið hjálplegt? Nei