Uppbygging


Uppbygging

Hafnarfjörður stækkar!

Uppbygging á tímabilinu 2017-2040 með áherslu á árin 2021-2031

Ný hverfi verða til og eldri hverfi verða stærri. Þessi samantekt byggir á samþykktu skipulagi fyrir Hafnarfjörð eins og staðan er í febrúar 2022.  Vakin er sérstök athygli á því að á Flensborgarhöfn/Óseyrarsvæði og Hraun vestur (5 mínútna hverfið) liggur fyrir samþykkt rammaskipulag og gert ráð fyrir að uppbygging og  þétting byggðar gerist í áföngum. Samhliða mun vinna við deiliskipulag eiga sér stað. Að öðru leyti tekur samantektin ekki til þéttingar og nýrra hverfa sem enn eru á hugmyndastigi. Nýjum hverfum og áformum um þéttingu verður bætt við um leið og ákvarðanir liggja fyrir.

HafnarfjordrStaekkar2022

Yfirlit yfir uppbyggingu í Hafnarfirði 

Hafnarfjordur2020

Mikil eftirspurn er eftir íbúðarhúsalóðum í Hafnarfirði líkt og á höfuðborgarsvæðinu öllu. Mikil uppbygging hefur átt sér stað bæði í uppbyggingu á íbúðarhúsnæði og atvinnuhúsnæði í Hafnarfirði síðustu mánuði og ár. 

Uppbygging skili um 7.000 íbúðum með um 17.000 íbúum

Við áætlun á íbúafjölda er miðað við 2,5 íbúa á hverja íbúð. Séu öll svæði sem þegar eru komin á skipulag innan Hafnarfjarðar (ný hverfi og þétting byggðar) tekin saman er áætlaður fjöldi íbúa til framtíðar um 17.000. 

HafnarfjordurFjarhagsaetlun2021Nýjar íbúðir verða til með þéttari byggð, nýtingu á innviðum og vannýttum svæðum 

Ný hverfi með um 2.700 íbúðum og 6.750 íbúum

Þróunarreitir og fjölbýlishúslóðir í Hamranesi í Hafnarfirði fyrir alls um 1.600 íbúðir seldust hratt á árunum 2020-2021. Fyrsta skóflustungan í Hamranesi var tekin í febrúar 2021 og er uppbygging þar í fullum gangi. Síðustu sérbýlishúsalóðunum í Skarðshlíð, undir alls 285 íbúðir, var úthlutað í febrúar 2021. Í Skarðshlíðinni rísa einnig 26 fjölbýlishús með 231 íbúð. Frumbyggjar í Skarðshlíðarhverfi fluttu inn í hverfið sumarið 2020 og má gera ráð fyrir frumbyggjar í Hamranesi flytji inn á þessu ári. Gert er rá ðfyrir að fyrstu lóðunum í Áslandi 4 verði úthlutað á vormánuðum. Í þessum þremur nýju hverfum verða um 2.700 íbúðir og um 6.750 íbúar.

Þétting byggðar með um 4.000 íbúðum og 10.000 íbúum

Hafnarfjarðarbær hefur þegar samþykkt skipulag fyrir þéttingu og uppbyggingu á eftirfarandi svæðum. Áformum um aðra þéttingu verður bætt við um leið og ákvarðanir liggja fyrir.


Var efnið hjálplegt? Nei