Umsækjendur um alþjóðlega vernd


Umsækjendur um alþjóðlega vernd

Stoðdeild flóttamanna og umsækjenda um alþjóðlega vernd er deild innan fjölskyldu- og barnamálasviðs Hafnarfjarðar. Fimm manns starfa hjá deildinni og eru megin hlutverk deildarinnar að þjónusta umsækjendur um alþjóðlega vernd skv. samning við Útlendingastofnun ríkisins og að veita þjónustu til flóttamanna sem fengið hafa vernd.

Þjónustan er fólgin í að

  • veita aðstoð við leit að húsnæði
  • veita fjárhagsaðstoð
  • fræða fólkið um íslenskt samfélag

Markmiðið er að skjólstæðingar deildarinnar aðlagist vel að íslensku samfélagi og verði virkir þátttakendur í gegnum vinnu og afþreyingu.

Deildin fer einnig með vinnslu barnaverndarmála sem kunna að koma upp hjá skjólstæðingum og sinnir fylgdarlausum ungmennum sem hafa sótt um vernd í sveitarfélaginu.


Var efnið hjálplegt? Nei