Sérstakur húsnæðisstuðningur


Sérstakur húsnæðisstuðningur

Markmið húsnæðisbóta er að lækka húsnæðiskostnað efnaminni leigjenda með greiðslu húsnæðisbóta vegna leigu á íbúðarhúsnæði.

Sækja þarf um húsnæðisbætur til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar að Borgartúni 21 í Reykjavík eða rafrænt á hms.is. Réttur umsækjanda þarf að vera staðreyndur af sömu stofnun.

Sérstakur húsnæðisstuðningur

Hafnarfjarðarbær veitir sérstakan húsnæðisstuðning til þeirra sem búa við erfiðar fjárhagslegar og/eða félagslegar aðstæður. Sérstakur húsnæðisstuðningur er fjárstuðningur til greiðslu á húsaleigu umfram húsnæðisbætur.

Sérstakur húsnæðisstuðningur er reiknaður sem ákveðið hlutfall af húsnæðisbótum þannig að fyrir hverjar 1.000.- kr. í húsnæðisbætur fær leigjandi greiddar 900 kr. í sérstakan húsnæðisstuðning. Húsnæðisbætur og sérstakur húsnæðisstuðningur geta aldrei numið hærri fjárhæð en samtals 82.000 kr. og geta aldrei farið yfir 75% af húsnæðiskostnaði.

Ekki er greiddur sérstakur húsnæðisstuðningur þegar húsnæðiskostnaður að frádregnum húsnæðisbótum er 50.000 kr. eða lægri.

Skilyrði fyrir samþykki umsóknar:

  • Réttur umsækjanda til húsnæðisbóta skal hafa verið staðreyndur.
  • Umsækjandi skal vera orðinn 18 ára á umsóknardegi og eiga lögheimili í Hafnarfirði.
  • Leiguhúsnæði skal vera í Hafnarfirði nema um sé að ræða húsnæði fyrir 15- 17 ára börn, sem leigja herbergi á heimavist eða námsgörðum hér á landi vegna náms fjarri lögheimili.
  • Samanlagðar eignir umsækjanda og annarra heimilismanna, 18 ára og eldri, á síðastliðnu ári fyrir umsókn séu ekki hærri en 6.500.000 kr.

Umsókn um sérstakan húsnæðisstuðning

Var efnið hjálplegt? Nei