Félagslegt leiguhúsnæði
Fjölskyldu- og barnamálasvið tekur á móti umsóknum um félagslegt leiguhúsnæði en réttur til félagslegrar leiguíbúðar er bundinn ákveðnum skilyrðum.
Við mat á umsóknum er tekið tillit til tekna, húsnæðis og félagslegra aðstæðna. Endurnýja þarf umsókn á hverju ári. Líta ber á leigu í félagslegu leiguhúsnæði sem tímabundið úrræði og geta breytingar til að mynda á hjúskaparstöðu, fjölskyldustærð og fjárhagsstöðu leitt til endurskoðunar á leigurétti.
Símatími húsnæðisfulltrúa er á mánudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 9.00 – 9.30..