Hæfingarstöðin


Hæfingarstöðin

Hæfingarstöðin er þjónusta og þroskaþjálfun fyrir fólk með langvarandi stuðningsþörf

Hæfingarstöðin Bæjarhrauni

Hlutverk Hæfingar-stöðvarinnar Bæjarhrauni 2 er að þjóna fullorðnu fötluðu fólki með langvarandi stuðningsþörf. Með hæfingu er átt við starfs- og félagsþjálfun til þess að draga úr áhrifum fötlunar og auka hæfni til starfa og þátttöku í daglegu lífi.

Áhersla er lögð á þjálfun sem viðheldur og eykur starfsþrek, sjálfstæði í vinnubrögðum og félagslega færni. Stefnan er að auka möguleika skjólstæðinga í að þróa sína styrki, sem leiðir til frekari þátttöku í eigin lífi og samfélaginu.

Leiðarljós og gildin eru:

  • Virðing

  • Samvinna leiðir til árangurs

Tjáning er grundvallarmannréttindi allra

Til að fá nánari upplýsingar er hægt að hringja í síma 565 0446 eða senda tölvupóst á hallaharpa@hafnarfjordur.is.


Var efnið hjálplegt? Nei