Hæfingarstöðin


Hæfingarstöðin

Bæjarhraun 2 - Sími 565-0446 - Opið 8:00 - 16:00

Hæfingarstöðin bíður fólki með langvarandi stuðningsþarfir, 18 ára og eldri, upp á einstaklingsmiðaða þjónustu. Áhersla er lögð á þroskaþjálfun sem felst meðal annars í skynörvun og að efla notkun óhefðbundinna tjáskipta, þá fyrst og fremst Bliss-tungumálsins. Haft er að leiðarljósi - að tjáning er grundvallarmannréttindi - sem eykur lífsgæði og leiðir af sér meiri virkni í samfélaginu.
Innan Hæfingarstöðvarinnar er ekki verið að sinna vinnutengdum verkefnum og hefur Hæfingarstöðin því hvorki tengingu við vinnumarkaðinn né almenna skólakerfið. 

Stefna og gildi

Meginstefnan er að auka möguleika þjónustunotenda í að þróa styrkleika sína sem leiðir til frekari þátttöku í eigin lífi og þar með samfélaginu. Þjónustan skiptist í tvo þjónustuhluta, annars vegar Grunnþjálfun og hins vegar Tjáskiptaþjálfun.

Yfirmarkmið grunnþjálfunar er að auka möguleika þjónustunotenda á að efla grunnboðskipti sín, skynjun og hreyfingu með skipulögðu og viðurkenndu þjálfunarumhverfi og nálgunarleiðum.

Yfirmarkmið tjáskiptaþjálfunar er að þjónustunotendur efli notkun sína í óhefðbundnum tjáskiptum með viðeigandi forritum, hátæknibúnaði og nýjustu tjáskiptatölvum hverju sinni.

 Hugmyndafræðin og Nálgunarleiðir

Hugmyndafræðin er tekin úr ýmsum áttum og er lýsandi fyrir alla faglega vinnu og innri starfsemi. Fyrst og fremst er byggt á hugmyndafræðinni um ”gildisaukandi félagslegt hlutverk” sem Wolf Wolfensberger setti fram. Starfskenning þroskaþjálfa og siðareglur þeirra eru teknar meðvitað inn í allt starfið og síðast en ekki síst sáttmáli sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks með áherslu á virkni í samfélaginu. Formleg innleiðing Þjónandi leiðsagnar hófst vorið 2017 en segja má að hún sé hvorttveggja hugmyndafræði og nálgunarleið. Nálgunarleiðirnar eru einnig úr ýmsum áttum en má helst nefna “Intensive Interaction”.

Hæfingarstöðin er samstarfsaðili að Blissymbolics Communication International (BCI), sem eru góðgerðasamtök sem hafa réttindi um allan heim til notkunar og útgáfu Bliss tákna.

Framtíðarsýn og gildi byggja á yfirmarkmiðum þjónustutilboðanna og um leið að vera til fyrirmyndar á landsvísu í þjónustu við einstaklinga með langvarandi stuðningsþörf með það leiðarljós í huga að;
TJÁNING ER GRUNDVALLARMANNRÉTTINDI – FYRIR ALLA og þau gildi að;
VIRÐING OG SAMVINNA LEIÐIR TIL ÁRANGURS


Forstöðuþroskaþjálfi: Halla Harpa Stefánsdóttir, netfang: hallaharpa@hafnarfjordur.is

Umsókn um þjónustu: Allar umsóknir um þjónustu Hæfingarstöðvarinnar Bæjarhrauni fara í gegnum vef vinnumálastofnunar  


Var efnið hjálplegt? Nei