Stuðningsfjölskyldur


Stuðningsfjölskyldur

Fjölskyldur fatlaðra barna eiga kost á stuðningsfjölskyldu sem hefur það hlutverk að taka barnið í umsjá sína í skamman tíma til að létta álagi af fjölskyldu þess og veita barninu tilbreytingu. Stuðningsfjölskyldan hefur barnið í umsjón sinni að jafnaði tvo sólarhringa á mánuði.

Þörf fyrir þjónustu er metin út frá aðstæðum barns og fjölskyldu. Við matið er horft til fötlunar barnsins og umönnunarþarfar, sem og félagslegra aðstæðna fjölskyldunnar.


Var efnið hjálplegt? Nei