Stuðningsfjölskyldur


Stuðningsfjölskyldur

Fjölskyldur fatlaðra barna geta fengið stuðningsfjölskyldu til að létta á álagi og veita börnunum tilbreytingu og hvatningu.

Stuðningsfjölskyldur

Fjölskyldur fatlaðra barna eiga kost á stuðnings-fjölskyldu. Þar getur barnið dvalið í stuttan tíma til að gefa foreldrum þess tækifæri til hvíldar og veita barninu tilbreytingu, hvatningu og efla félagslega færni. Stuðnings-fjölskyldan hefur barnið að jafnaði tvo sólarhringa á mánuði.

Að sækja um

Sótt er um á Mínum síðum. Við mat á umsókn er horft til fötlunar barnsins, þörf þess fyrir umönnun og félagslegra aðstæðna fjölskyldunnar.


Sækja um stuðningsfjölskylduVar efnið hjálplegt? Nei