Starfsþjálfun og atvinna


Starfsþjálfun og atvinna

Markmiðið með hæfingu, starfsþjálfun og verndaðri vinnu er að veita fötluðu fólki þjálfun og stuðning til þess að taka þátt í daglegu lífi eða vinnumarkaði.

Vernduð vinna

Fatlað fólk getur sótt um vinnu á vernduðum vinnustað.

Vernduðum vinnustöðum er ætlað að:

  • veita fötluðu fólki launaða starfsþjálfun svo að það verði hæfara til að starfa á almennum vinnumarkaði.

  • veita fötluðu fólki föst störf.


Vinnan er launuð samkvæmt sérstökum kjarasamningi sem byggir á samkomulagi Alþýðusambands Íslands og Hlutverks–samtaka um vinnu og verkþjálfun.


Atvinna með stuðningi (AMS)

Vinnumálastofnun býður upp á sérhæfða þjónustu við fólk með skerta starfsgetu sem kallast Atvinna með stuðningi (AMS). Markmiðið er að aðstoða fólk við að finna heppilegt starf á almennum vinnumarkaði og stuðning við að sinna því.

Sótt er um AMS á vef Vinnumálastofnunar. Ef þú vilt vita meira geturðu sent spurningar á ams@vmst.is.


Styrkir fyrir námskostnaði og tækjakaupum

Fatlað fólk getur sótt um styrk fyrir námskostnaði sem er ekki greiddur samkvæmt öðrum lögum. Námið þarf að hafa gildi sem hæfing eða endurhæfing.

Einnig getur fatlað fólk, 18 ára og eldra, sótt um styrk til verkfæra- og tækjakaupa vegna heimavinnu eða sjálfstæðrar starfsemi.

Sækja um styrk fyrir námskostnaði eða tækjakaupum


Verkherinn

Atvinnutengt sumarúrræði fyrir ungt fatlað fólk

Verkherinn á Suðurgötu 14 er sumarstarf fyrir ungt fólk, 16–20 ára, með fötlun eða skerta starfsgetu. góður undirbúningur til að fara út á almennan vinnumarkað seinna á lífsleiðinni. Ungmennin fá tækifæri til að prufa nokkra vinnustaði og taka þátt í skemmtilegu námskeiði. Verkherinn er tóbakslaus vinnustaður.

Hver er vinnutími Verkhersins?

Það er unnið hálfan daginn. Hinn hluta dagsins er hægt að taka þátt í félags- eða frístundastarfi. Verkherinn byrjar 23. maí og endar 12 ágúst.

  • 16–17 ára geta unnið í 6 vikur (120 klukkustundir)

  • 18–20 ára geta unnið í 8 vikur (160 klukkustundir)

Það er hægt að skipta niður dögum og vikum yfir allt tímabilið eða taka allar vikurnar í einu.

Hvernig á að sækja um í Verkhernum?

Ungmenni sem búa í Hafnarfirði geta sótt um á ráðningarvef Hafnarfjarðar. Ungmenni sem búa í öðru bæjarfélagi þurfa að hafa samband við ráðgjafa þar sem aðstoðar með framhaldið.

Hvað er gert í Verkhernum?

Unnið er í samstarfi við fyrirtæki í bænum. Undanfarin ár hefur til dæmis verið samstarfi við Krambúðina, Bókasafn Hafnarfjarðar og Póstinn. Einnig er boðið upp á skapandi starf, hægt að aðstoða á leikjanámskeiði, sjá um umhverfið í kringum Húsið og önnur tilfallandi verkefni.


Geitungarnir

Aukin tækifæri fatlaðs fólks á vinnumarkaðinum

Geitungarnir á Suðurgötu 14 bjóða upp á nýsköpunar- og starfsþjálfun fatlaðs fólks. Þar getur fatlað fólk gert fengið starfsreynslu gegnum atvinnuþjálfun, líka fólk með miklar stuðningsþarfir. Þjálfunin fer fram á almennum vinnumarkaði og vinnustaðirnir eru valdir út frá áhugasviði hvers og eins.

Þau sem hafa ekki áhuga á starfsþjálfun nýta daginn í félagslega þjálfun og önnur verkefni. Til dæmis er farið í sund, íþróttir, gönguferðir og margt annað þar sem starfsfólk og þátttakendur njóta samveru hvers annars. Starfið fer fram mánudaga til föstudaga frá klukkan 8–17.

Framsækið nýsköpunar-starf fer fram í Geitungunum með sérhæfðum leiðbeinendum. Bæði er unnið í verkefnum í hópum og sem einstaklingar.

Dæmi um verkefni:

  • keramik

  • smíði

  • saumavinna

  • myndlist

  • rusl-bar

Unnið er markvisst að valdeflingu hvers og eins með fræðslu, vinnu og virkni. Þjónustan er einstaklings-miðuð út frá getu og áhugasviði hvers og eins. Unnið er eftir einstaklings-áætlun þar sem markmið eru skýr og raunsæ.

Nánari upplýsingar um starfið má finna á Facebook-síðu Geitunganna eða með tölvupósti á  thordisru@hafnarfjordur.is .

Þátttakendur ráða för

Verkefnið er unnið í samvinnu við þau sem taka þátt í starfinu. Þau völdu nafn á vinnustaðinn og tóku virkan þátt í að móta vinnu-umhverfið. Hugmyndir að vinnustöðum og val á fyrirtækjum og stofnunum fyrir starfsþjálfun koma frá þeim sem eru í Geitungunum. Einnig koma áherslur í fræðslu og hugmyndir að nýjum skapandi verkefnum frá þörfum og óskum þeirra.

Verslun Geitunganna

Geitungarnir eru með verslun í Húsinu að Suðurgötu 14. Þar eru seldar vörur sem Geitungar hafa framleitt, meðal annars með efnislega endurnýtingu að leiðarljósi. Búðin er opin frá 8–17 alla virka daga.Var efnið hjálplegt? Nei