Skammtímavistun


Skammtímavistun

Fjölskyldur fatlaðra barna geta fengið tímabundna dvöl fyrir börn og ungmenni með miklar ummönnunarþarfi.

Skammtímadvöl

Í skammtímadvöl er boðið upp á hvíld og afþreyingu, aðstoð og leiðbeiningar við athafnir daglegs lífs auk þess að undirbúa flutning úr foreldrahúsum.

Með þjónustunni er létt á álagi af fjölskyldum og stuðlað að því að börn geti búið sem lengst í heimahúsum. Fullorðið fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, sem býr í foreldrahúsum, getur einnig nýtt sér skammtímadvöl meðan beðið er eftir annarri þjónustu

Skammtímadvöl getur bæði verið reglubundin eða á ákveðnu tímabili. Dvalartíminn er breytilegur eftir aðstæðum hvers og eins en algengt að hann sé nokkrir sólarhringar í mánuði. Þjónusta í skammtímadvöl kostar ekkert. Einstaklingar eldri en 18 ára þurfa þó að borga matarkostnað. Sótt er um skammtímadvöl á Mínum síðum.

  • Móaflöt í Garðabæ er skammtímadvöl fyrir börn 16 ára og yngri.

  • Hnotuberg 19 í Hafnarfirði þjónustar einstaklinga frá 16 ára aldri. Um er að ræða sólarhringsþjónustu og 6 einstaklingar dvelja þar hverju sinni. Dvalartími er ýmist 3, 4 eða 7 sólarhringar á fjögurra vikna fresti.


SÆKJA UM SKAMMTÍMADVÖLVar efnið hjálplegt? Nei