NPA


NPA

NPA er þjónustuform sem ætlað er að uppfylla þarfir fatlaðs fólks fyrir aðstoð heima og úti í samfélaginu. Þjónustan er skipulögð á forsendum notandans og undir verkstjórn hans.

Með því að gera samning um NPA fær notandi greiðslur í stað þjónustu, velur aðstoðarfólk, er verkstjórnandi, ákveður sjálfur hvað hann vill gera og hvernig aðstoðarfólk nýtist.

Grundvallarskilyrði fyrir samningi um NPA er að þjónusta sem veitt er á grundvelli laga um félagsþjónustu sveitarfélaga fellur niður. NPA kemur í stað þessara þjónustuþátta.

Ráðgjafar í stuðnings- og stoðþjónustu hjá fjölskyldu- og barnamálasviði Hafnarfjarðar taka á móti umsóknum og veita upplýsingar og ráðgjöf um ferli umsókna. Samvinna er höfð við umsækjendur við mat á stuðningsþörf, gerð samkomulags og samnings um NPA. Umsækjendur eiga rétt á að tilnefna sér talsmann vegna umsóknarferilsins sé þess óskað.

Lög og reglur

Notendastýrð persónuleg aðstoð er þjónusta við fatlað fólk og byggir á lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018 .

Fjölskylduráð Hafnarfjarðarbæjar samþykkti á fundi 5.júní 2020 reglur Hafnarfjarðarbæjar um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA) . 


Var efnið hjálplegt? Nei