NPANPA

Notendastýrð persónuleg aðstoð er tilraunaverkefni sem byggir á bráðabirgðaákvæði IV í lögum um málefni fatlaðs fólk nr. 59/1992, sem kveður á um innleiðingu notendastýrðar persónulegrar aðstoðar (NPA).

Fjölskylduráð Hafnarfjarðarbæjar samþykkti á fundi 13. júní 2012 reglur Hafnarfjarðarbæjar um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA). 

NPA er þjónustuform sem ætlað er að uppfylla þarfir fatlaðs fólks fyrir aðstoð heima og úti í samfélaginu. Þjónustan er skipulögð á forsendum notandans og undir verkstjórn hans. Með því að gera samning um NPA fær notandi greiðslur í stað þjónustu, velur aðstoðarfólk, er verkstjórnandi, ákveður sjálfur hvað hann vill gera og hvernig aðstoðarfólk nýtist.

Boðið er upp á NPA til reynslu þar sem um tilraunaverkefni er að ræða. Í tilraunaverkefninu geta þeir tekið þátt sem eiga lögheimili í Hafnarfirði og falla undir lög um málefni fatlaðs fólks, nr. 59/1992 með síðari breytingum, eru á aldrinum 18-67 ára og þurfa daglega aðstoð. Foreldrar fatlaðra barna sem þurfa daglega aðstoð geta sótt um.

Vakin er athygli á því að:

  • Ekki er um  lögbundið þjónustuform að ræða, heldur sérstakt þróunarverkefni, en gert er ráð fyrir lögfestingu þess árið 2014.
  • Grundvallarskilyrði fyrir samningi um NPA er að þjónusta sem veitt er á grundvelli laga um málefni fatlaðs fólks og félagsþjónustu sveitarfélaga falli niður. NPA kemur í stað þessara þjónustuþátta.

Fjölskylduþjónusta Hafnarfjarðar tekur á móti umsóknum og veitir upplýsingar og ráðgjöf um ferli umsókna. Samvinna er höfð við umsækjendur við mat á stuðningsþörf, gerð samkomulags og samnings um NPA. Umsækjendur eiga rétt á að tilnefna sér talsmann vegna umsóknarferilsins sé þess óskað.

Reglur Hafnarfjarðarbæjar um NPA

Handbók um NPA

Leiðbeinandi reglur velferðarráðuneytis um NPA

Lög um málefni fatlaðs fólks nr, 59/1992 (Opnast í nýjum vafraglugga)

Lög um réttindagæslu fatlaðs fólks nr. 88/2011 (Opnast í nýjum vafraglugga)

Reglugerð um þjónustu við fatlað fólk á heimili sínu nr. 1054/2010 (Opnast í nýjum vafraglugga)Var efnið hjálplegt? Nei