Lækur


Lækur

Í Læk fá einstaklingar með geðrænar áskoranir athvarf

Athvarf fyrir fólk með geðrænar áskoranir

Lækur er athvarf fyrir einstaklinga með geðrænar áskoranir. Markmiðið með starfseminni er að draga úr félagslegri einangrun, auka lífsgæði og efla félagslega og líkamlega vellíðan.

Í Læk er boðið upp á fjölbreytta dagskrá þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Þar má nefna snyrtivörugerð, leikfimi, listsköpun og handverk. Á staðnum eru tölvur og þvotta- og baðaðstaða. Lögð er áhersla á heimilislegt og rólegt umhverfi í góðum félagsskap. Það á að vera gott að koma og slaka á eða taka þátt í dagskránni. Í boði er morgunverður, hádegisverður og kaffi gegn vægu gjaldi.

Hvenær má mæta í Læk?

Það er opið frá 9–16 alla virka daga nema föstudaga frá 10–16. Það þarf ekkert að skrá sig, bara mæta.

Hvar er Lækur?

Lækur er í Staðarbergi 6. Sími er 585 5770 eða 664 5746. Forstöðumaður er Brynja Rut Vilhjálmsdóttir, hægt er að senda henni tölvupóst á brynjarut@hafnarfjordur.


Var efnið hjálplegt? Nei