Félagsstarf


Félagsstarf

Hafnarfjörður býður upp á fjölbreytt frístundastarf fyrir fötluð börn og ungmenni á Suðurgötu 14

Kletturinn

Frístundastarf fyrir fötluð börn í 4.–10. bekk

Opnunartími: Alla virka daga, skólalokun–17

Tómstundir fyrir fötluð börn

Kletturinn býður upp á fjölbreytt tómstunda-starf fyrir börn og unglinga í 4.–10. bekk með fötlun eða greiningar. Kletturinn er staðsettur í Húsinu við Suðurgötu 14. Þar er lagt áhersla á faglega þjónustu sem skapar aðstæður og umhverfi til að þjálfa félagsfærni, samskiptafærni, styrkingu sjálfsmyndar og efla félagslega þátttöku og virkni. Reynt er að vinna með styrkleika hvers einstaklings og að koma til móts við ólíkar þarfir.

Skráning fyrir barn í starfið er á frístundavefnum Völu.

Opnunartími Klettsins

Kletturinn er opinn alla virka daga frá því að skóla lýkur til kl. 17. Á starfsdögum eða öðrum skertum skóladögum er Kletturinn opinn frá 8–17. Þá daga þarf að sækja um lengri viðveru hjá deildarstjóra á netfangið sandrabjork@hafnarfjordur.is eða í síma 565 5100. Í vetrarfríum er lokað.

Skrá barn í Klettinn


Vinaskjól

Frístundastarf fyrir 16–20 ára fötluð ungmenni

Opnunartími: Alla virka daga 12–17

Tómstundir fyrir fötluð ungmenni

Í Vinaskjóli geta 16–20 ára ungmenni sem eru í framhalds-skóla dvalið á daginn eftir að skóla lýkur. Þau sem mæta í Vinaskjól eru úr Hafnarfirði, Garðabæ, Kópavogi og Grindavík.

​​Markmið Vinaskjóls er að styðja ungmennin til sjálfstæðis, efla vald- og sjálfs-ákvörðunar-rétt þeirra, auka félagslega færni og almenna þátttöku. Með starfinu er lögð áhersla á eflingu sjálfs-trausts og sam-kenndar með öðrum, sem og skemmtilegum frítíma sem ungmennin taka þátt í að skipuleggja.

Skráning fer fram á frístundavefnum Völu eða með því að tala við ráðgjafa hjá sveitarfélagi sem ungmennið býr í.

Opnunartími Vinaskjóls

Vinaskjól er opið alla virka daga frá 12–17. Á starfsdögum eða öðrum skertum skóladögum er Vinaskjól opið frá 8–17. Þá daga þarf að sækja um lengri viðveru hjá deildarstjóra á netfangið sandrabjork@hafnarfjordur.is eða í síma 565 5100. Í vetrarfríum er lokað.

Skrá í Vinaskjól


Kvöldstarfið

Tómstundastarf fyrir fötluð ungmenni, 16–25 ára

Opnunartími: 

  • Mánudaga 18–21
  • Miðvikudaga 18–21
  • Annan hvern föstudag 18–21

Kvöldstarf fyrir fötluð ungmenni

Kvöldstarfið í Húsinu er tómstunda-starf fyrir fötluð ungmenni, 16–25 ára. Starfið er mótað að áhuga þeirra sem mæta og reynt er að tryggja að starfið sé fjölbreytt. Til dæmis er farið í sund, spilakvöld, ísbúð og haldin pitsa-partý. Áhersla er lögð á félagsleg tengsl og vináttuþjálfun.

Á Facebook-hóp Kvöldstarfsins er hægt að sjá upplýsingar um dagskrána.

Hvenær er Kvöldstarfið?

Kvöldstarfið er mánudaga, miðvikudaga og annan hvern föstudag frá 18–21. Starfið er frá ágúst–júní. Það þarf ekki að skrá sig, bara mæta.


Upplýsingar um frístundastarf fyrir fötluð börn og ungmenni

Nánari upplýsingar er hægt að fá í síma 565 5100 eða með tölvupósti á verkefnastjóra: sandrabjork@hafnarfjordur.is


Var efnið hjálplegt? Nei