Fjölmenning


Fjölmenning

Fjölmenningarráðið skal vera bæjarstjórn og nefndum og ráðum Hafnarfjarðarbæjar til ráðgjafar um málefni og hagsmuni bæjarbúa sem eru innflytjendur. 

Ráðið skal stuðla að hvers konar upplýsingagjöf og samstarfi Hafnarfjarðarbæjar við hagsmunasamtök hópsins, móta stefnu og gera tillögur til bæjarráðs sem varðar verksvið þess. Ráðið skal leitast við að tengja saman fjölmenningarleg samfélög í Hafnarfirði, byggja brýr á milli Íslendinga og innflytjenda, koma málefnum innflytjenda á framfæri og stuðla að friðsamlegu fjölmenningarlegu samfélagi.

Fjölmenningarráðið er vettvangur samráðs bæjarbúa sem eru innflytjendur, félagasamtaka þeirra, atvinnulífs og bæjaryfirvalda og er virkur þátttakandi í allri stefnumörkun málaflokksins. Fjölmenningarráðið er ráðgefandi fyrir starfsemi Hafnarfjarðarkaupstaðar í málaflokknum og stuðlar að eflingu félagsauðs og kynningu á þjónustu bæjarstofnana til bæjarbúa sem eru innflytjendur.

Í Hafnarfirði er starfandi fjölmenningarráð skipað fimm fulltrúum.

Netfang ráðsins er: fjolmenningarrad@hafnarfjordur.is

Fjölmenningarráð skipa eftirfarandi

  • Anna Karen Svövudóttir
  • Karólína Helga Símonardóttir
  • Sylwia Baginska
  • Aleksandra Julia Wegrzyniak
  • Laura Cervera

Varamenn

  • Hólmfríður Þórisdóttir
  • Erla Ragnarsdóttir

Samþykkt fyrir fjölmenningarráð Hafnarfjarðar


Var efnið hjálplegt? Nei