Fatlað fólkFatlað fólk

Hafnarfjarðarbær ber ábyrgð á þjónustu við fatlað fólk, stefnumótun, framkvæmd þjónustunnar og eftirliti með henni. Fatlað fólk á rétt á allri almennri þjónustu sveitarfélagsins en sé þjónustuþörf meiri er sértæk þjónusta veitt.

Hafnarfjarðarbær veitir margvíslega þjónustu, svo sem ráðgjöf og stuðning við fatlað fólk og foreldra fatlaðra barna, þjónustu á heimilum,hæfingu, starfsþjálfun, verndaða vinnu, stuðningsfjölskyldur fyrir fötluð börn, skammtímavistun og ferðaþjónustu.

 


Var efnið hjálplegt? Nei