Akstursþjónusta


Akstursþjónusta

Megintilgangur akstursþjónustu fatlaðs fólks er að notendur hennar geti stundað vinnu, nám, hæfingu, þjálfun og tómstundir og notið heilbrigðisþjónustu.

Akstursþjónustan er ætluð til afnota fyrir íbúa Hafnarfjarðar sem eru andlega og/eða líkamlega skertir og geta ekki nýtt sér almenningsfarartæki.

Gjald fyrir hverja ferð hjá akstursþjónustu fatlaðs fólks skal miðast við hálft almennt gjald hjá Strætó bs. samkvæmt gjaldskrá hverju sinni.verju sinni.

Almennar reglur um akstursþjónustu

  1. Aksturstími er alla virka daga frá kl. 06:30 til kl. 24:00 alla daga vikunnar. Akstur á stórhátíðum er frá 10.00 – 22.00. Miðað er við að ferðir hefjist innan þjónustutíma.
  2. Ferðir hjá Hópbílum eru pantaðar og afpantaðar hjá https://www.hopbilar.is/is/aksturthjonusta/ eða hjá þjónustuveri Hópbíla í síma er 599 6084.
  3. Símaþjónustan er opin alla virka daga frá kl. 07:00 til kl. 16.00. Laugardaga og sunnudaga frá 07:00 til 15:00. Hægt er að panta ferð með tveggja tíma fyrirvara. Ef ferð á að hefjast fyrir 9:30 að morgni þarf pöntun að hafa borist fyrir kl. 20:30 kvöldinu áður.
  4. Akstur miðast við ferð að og frá anddyri. Bílstjórar aðstoða ekki þar sem snjór, hálka eða aðrar hindranir eru á veginum. Aðstoð skal vera fyrir hendi við allar útitröppur sem liggja að anddyri.
  5. Farþegar skulu vera tilbúnir til brottfarar í anddyri á umsömdum tíma. Bílstjórar fara ekki í sendiferðir fyrir farþega. Ekki er beðið eftir farþega á meðan hann sinnir erindi sínu, sama hvers eðlis það er. Ein ferð telst frá A til B. Farþega sem ekið er til læknis er heimilt að hringja eftir akstri til baka að viðtali loknu enda hafi það ekki verið vitað fyrir fram hve langan tíma viðtalið tæki.
  6. Farþega er heimilt að hafa með sér annan farþega, fargjaldið gjaldfærist á skráðan farþega akstursþjónustunnar. Seta farþega í bíl getur orðið allt að 30-50 mínútur í hverri ferð eftir áfangastöðum. Ferðir geta tafist eða fallið niður vegna veðurs, bilana eða annarra ófyrirsjáanlegra orsaka.
  7. Geti farþegi ekki ferðast einsamall án þess að valda öðrum óþægindum getur akstursþjónusta Hópbíla krafist fylgdarmanns með honum. Viðkomandi sveitarfélag greiðir laun og annan ferðakostnað aðstoðarmanns. Fyrir aðstoðarmann er ekki greitt fargjald.
  8. Skila þarf skriflegri umsókn sjúkraþjálfara, læknis eða annars fagmanns um þörf á ferðaþjónustu, fjölda ferða og tímalengd þjálfunar eða endurhæfingar.

Reglur um akstursþjónustu fatlaðs fólks í Hafnarfirði

sækja um ferðaþjónustu

Var efnið hjálplegt? Nei