Stuðningsþjónusta


Stuðningsþjónusta

Mikilvægt er að eldra fólk geti haldið sjálfstæði sínu og búið sem lengst heima við sem eðlilegastar aðstæður.

Til að tryggja þessi markmið og þar með að fólk varðveiti færni sína og sjálfstæði miðast aðstoð við þau verkefni sem viðkomandi eða aðrir fullorðnir á heimilinu geta ekki sinnt. Veitt er dagþjónusta ásamt kvöld og helgarþjónustu.

Stuðningsþjónusta  er ætluð þeim sem búa í heimahúsum og geta ekki lengur séð hjálparlaust um heimilishald og persónulega umhirðu. Það getur verið  vegna skertrar getu, fjölskylduaðstæðna, veikinda, fötlunar, barnsburðar eða af öðrum ástæðum.  Þjónusta er veitt að undangengnu heildstæðu mati á þjónustuþörf umsækjanda.

 

Reglur um stuðningsþjónustu í Hafnarfirði

Umsókn um stuðningsþjónustu 


Var efnið hjálplegt? Nei