Dagdvöl aldraðra


Dagdvöl aldraðra

Forstöðumaður Helga Vala Gunnarsdóttir Sólvangur, Sólvangsvegi 2

dagdvol@solvangur.is Upplýsingar eru veittar í síma 590-6500. 

Upplýsingar eru veittar í síma 590-6500.

 • Dagdvölin er ætluð 67 ára og eldri sem búa í Hafnarfirði.
 • Opnunartími er frá kl: 9.30 til 15.30 virka daga.
 • Akstur er í boði til og frá heimili.
 • Boðið er upp á morgunverð, heitan hádegisverð og síðdegiskaffi.
 • Daggestir greiða ákveðið daggjald.
 • Sólvangur hefur leyfi fyrir 14 rýmum í almennri dagdvöl og 12 í sérhæfðri dagdvöl

Markmið dagdvalar

 • Að styðja aldraða einstaklinga til þess að geta búið á eigin heimilum sem lengst og rjúfa félagslega einangrun.
 • Að viðhalda og örva einstaklinga til betri andlegrar, líkamlegrar og félagslegrar heilsu
 • Áhersla er lögð á sjálfræði, samveru og samvinnu. 

Hrafnista, Hraunvangi 2.

Deildarstjóri Alma Ýr Þorbergsdóttir  alma.thorbergsdottir@hrafnista.is 

Upplýsingar eru veittar í síma 585 3000.

Hér er hægt að sækja um dagdvöl 

 • Dagdvölin er ætluð 67 ára og eldri. 
 • Opnunartími er frá kl. 9 – 16 alla virka daga. 
 • Daggestir greiða ákveðið daggjald. 
 •  Akstur er í boði til og frá heimili. 
 • Hrafnista hefur leyfi fyrir 26 rýmum í dagdvöl.  

Markmið dagdvalar

 •  Að viðhalda sjálfstæði einstaklingsins. 
 • Rjúfa félagslega einangrun. 

Drafnarhús, Strandgötu 75.

Forstöðumaður er Erla Einarsdóttir hjúkrunarfræðingur drafnarhus@alzheimer.is.  Upplýsingar eru veittar í síma 534 1080 og  534 1081.

Markmið dagþjálfana í rekstri FAAS er að:

Viðhalda sjálfstæði einstaklingsins eins lengi og kostur er með því að styrkja líkamlega og vistmunalega hæfni hans og  stuðla þannig að því að hann geti búið sem lengst heima.

Rjúfa félagslega einangrun og efla þátttöku í daglegum athöfnum.

 • Létta undir með aðstandendum.
 • Fylgjast með daglegu heilsufari.
 • Efla sjálfstraust, draga úr vanlíðan og vanmáttarkennd.
 • Drafnarhús hefur leyfi fyrir 22 rýmum í dagdvöl.

Tekið er mið af getu hvers og eins þannig að einstaklingurinn fái að njóta sín og finni fyrir öryggi og vellíðan.  Fastir liðir í þjálfuninni eru meðal annars:

 • Samverustundir.
 • Upplestur og söngur.
 • Hreyfing, Leikfimi, gönguferðir og útivera.
 • Virkni eins og aðstoð í eldhúsi, hannyrðir og kertagerð.
 • Heimsókn frá presti og barnakór.
 • Vinabandið kemur einu sinni í mánuði og spilar fyrir dansi.
 • Dagsferðir


Var efnið hjálplegt? Nei