Búsetukostir


Búsetukostir

Í Hafnarfirði eru rekin tvö hjúkrunar- og dvalarheimili.

Hjúkrunarheimilið Sólvangur með 60 hjúkrunarrýmisplássum og Hrafnista með 187 hjúkrunarrýmisplássum og 8 plássum í dvalarrými.

Fyrsta skrefið í umsóknarferlinu er að  sækja um færni- og heilsumat til Færni- og heilsumatsnefndar höfuðborgarsvæðisins, Þönglabakka 1, 109 Reykjavík.

Starfsmenn nefndarinnar svara öllum almennum fyrirspurnum um umsóknarferlið og umsóknir í vinnslu. Einnig veita þeir ráðgjöf um val á hjúkrunarheimilum. 

Símatími er alla virka daga milli kl. 11:00 og 12:00, í síma 513-6819.


Var efnið hjálplegt? Nei