Eldri borgarar


Eldri borgarar

Þjónusta við eldri borgara hjá Hafnarfjarðarbæ er fjölbreytt, bæði inni á heimilum og utan þeirra og miðar að því að fólk geti búið í sjálfstæðri búsetu sem lengst.

Stuðningsþjónusta

Í boði er aðstoð við heimilisþrif, félagslegur stuðningur og hvatning í formi innlits, innlit kvöld og helgar og aðstoð við innkaup. Tvö mötuneyti eru í bænum og hægt að fá heimsendan mat.

Eldri borgarar sem búa sjálfstætt og eru ófærir um nota almenningssamgöngur vegna langvarandi hreyfihömlunar og hafa ekki aðgang að eigin farartæki geta sótt um akstursþjónustu. Með akstursþjónustu eldri borgara er átt við nauðsynlegar ferðir til læknis, í sjúkraþjálfun/endurhæfingu eða félagslega virkni.

Þjónandi leiðsögn

Hafnarfjarðarbær leggur ríka áherslu á að þjónandi leiðsögn verði í fyrirrúmi í allri vinnu með fólk sem nýtir þjónustu í skammtímadvöl, stuðningsþjónusta og heimilum fólks með fötlun. Lögð er áhersla á stuðning við fólk, að skapa aðstæður í stað stýringar, skapa félaga í stað starfsmanna og hlúa að eðli einstaklingsins svo hann geti notið sín sem hann sjálfur. 

Þar er fjallað nánar um hugmyndafræði þjónandi leiðsagnar, grunnstoðir hennar sem og verkfæri.

HANDBÓK - ÞJÓNANDI LEIÐSÖGN

Félagsstarf

Félagsstarf eldri borgara er rekið í Hraunseli, Flatahrauni 3 og er starfsemin fjölbreytt. Dagdvalir í Hafnarfirði þrjár. Á Sólvangi er almenn og sérhæfð dagdvöl fyrir minnissjúka, á Hrafnistu er almenn dagdvöl og í Drafnarhúsi er sérhæfð dagdvöl fyrir minnissjúkt fólk.

Hjúkrunar- og dvalarheimili í Hafnarfirði

Í Hafnarfirði eru rekin tvö hjúkrunar- og dvalarheimili; Sólvangur og Hrafnista.

Fyrsta skrefið í umsóknarferlinu er að sækja um færni- og heilsumat til Færni- og heilsumatsnefndar höfuðborgarsvæðisins, Þönglabakka 1, 109 Reykjavík.

Styrkur við íþrótta- og tómstundaiðkun eldri borgara

Hafnarfjarðarbær niðurgreiðir íþrótta- og tómstundaiðkun íbúa á aldrinum 67 ára og eldri í samræmi við reglur þar um. Niðurgreiðslur eru tekjutengdar og eru veittar til þeirra sem eru með tekjur samkvæmt skattframtali 2021, samtals undir 426.825.- á mánuði. Markmið með niðurgreiðslum er að stuðla að heilsueflingu bæjarbúa og efla almennt heilbrigði og hreysti þess aldurshóps.

Niðurgreiðsla er 4.000.- fyrir hvern iðkanda á mánuði eða allt að 48.000.- í heildargreiðslu á árinu.

sækja um styrk vegna íþrótta- og tómstundaiðkun eldri borgara

Öldungaráð

Öldungaráði er ætlað að gæta hagsmuna eldri borgara í Hafnarfirði og vera bæjarstjórn til ráðgjafar um þau málefni. Ráðið skal hafa sem víðtækast samráð við samtök aldraðra í Hafnarfirði og aðra þá aðila sem láta málefni þeirra til sín taka.


Var efnið hjálplegt? Nei