Eldri borgararEldri borgarar

Þjónusta við aldraða hjá Hafnarfjarðarbæ er fjölbreytt, bæði inni á heimilum og utan þeirra. Þjónustan miðar að því að aldraðir geti búið í sjálfstæðri búsetu sem lengst.

Stuðningsþjónusta við eldra fólk  hjá Hafnarfjarðarbæ er fjölbreytt, bæði inni á heimilum og utan þeirra. Þjónustan miðar að því að fólk geti búið í sjálfstæðri búsetu sem lengst.

Í boði er aðstoð við heimilisþrif, félagslegur stuðningur og hvatning í formi  innlits, innlit kvöld og helgar og aðstoð við innkaup. Tvö mötuneyti eru í bænum og heimsendur matur. Einnig er í boði akstursþjónusta og félagsstarf. Félagsstarf eldri borgara er rekið á þremur stöðum í bænum og er starfsemin fjölbreytt. Dagdvalir í Hafnarfirði eru á Sólvangi, á Hrafnistu og í Drafnarhúsi, en sú dagdvöl er fyrir minnissjúkt fólk.

Styrkur við íþrótta- og tómstundaiðkun eldri borgara

Hafnarfjarðarbær niðurgreiðir íþrótta- og tómstundaiðkun íbúa á aldrinum 67 ára og eldri. Markmiðið með niðurgreiðslunum er að gera eldri íbúum í Hafnarfirði kleift að taka þátt í íþrótta- og tómstundastarfi óháð efnahag og að efla almennt heilbrigði og hreysti þessa aldurshóps. Niðurgreiðsla er kr. 4000.- fyrir hvern iðkenda á mánuði eða allt að kr. 48.000 í heildargreiðslu á árinu. 

Reglur um frístundarstyrki, 67 ára og eldri


Var efnið hjálplegt? Nei