Eldri borgarar
Þjónusta við aldraða hjá Hafnarfjarðarbæ er fjölbreytt, bæði inni á heimilum og utan þeirra. Þjónustan miðar að því að aldraðir geti búið í sjálfstæðri búsetu sem lengst.
Í boði er aðstoð við heimilisþrif, félagslegur stuðningur og hvatning í formi innlits, innlit kvöld og helgar, aðstoð við innkaup. Tvö mötuneyti eru í bænum og heimsendur matur. Fyrir aldraða er einnig í boði akstursþjónusta og félagsstarf. Félagsstarf aldraðra er rekið á þremur stöðum í bænum og er starfsemin fjölbreytt og áhugaverð. Dagdvalir í Hafnarfirði eru á Sólvangi, á Hrafnistu og í Drafnarhúsi, en sú dagdvöl er fyrir minnissjúka aldraða.