BarnaverndBarnavernd

Tilkynning til barnaverndar

Á þessari síðu er hægt að senda tilkynningar til barnaverndar þegar ástæða er til að ætla að barn búi við óviðunandi uppeldisaðstæður, verði fyrir áreitni, ofbeldi eða stofni heilsu sinni og þroska í alvarlega hættu. Einnig ef ástæða er til að ætla að atferli manns, sem starfa sinna vegna hefur samskipti við börn, sé stórlega ábótavant.

Hlutverk barnaverndar 

Hlutverk barnaverndar er að tryggja að börn sem búa við óviðunandi aðstæður eða börn sem stofna heilsu sinni og þroska í hættu fái nauðsynlega aðstoð.

Barnavernd leitast við að styrkja fjölskyldur í  uppeldishlutverki sínu og beita úrræðum til verndar einstökum börnum þegar það á við.

Verkefni barnaverndar er vinnsla mála skv. barnaverndarlögum nr. 80/2002, félagsráðgjöf í tengslum við fjölskyldur og barnavernd, umsagnir í umgengnis- og ættleiðingarmálum, úttektir á fósturfjölskyldum og stuðningsfjölskyldum, sumardvalir barna og forvarnastarf. Starfsmenn barnaverndar vinna í umboði barnaverndarnefndar.

Tilkynning til barnaverndarnefndar er ekki kæra heldur fremur beiðni um aðstoð fyrir viðkomandi barn eða fjölskyldu sem tilkynnandi telur að sé hjálparþurfi. Hægt er að senda tilkynningu með því að nota formin hér á síðunni eða senda tölvupóst á barnavernd@hafnarfjordur.is  

Sameiginleg bakvakt barnaverndar Hafnarfjarðar, Kópavogs og Garðabæjar, sem sinnir börnum sem eiga þar lögheimili eða eru þar dvalföst (búsett). Samband við bakvakt fer í gegnum neyðarlínuna 112

Vilt þú vera stuðningsfjölskylda?

Tilgangur með stuðningsfjölskyldu er að draga úr álagi á heimili barna, veita börnum tilbreytingu og stuðning auk þess  að gefa þeim kost á auknum félagslegum tengslum. Um er að ræða störf 1-2 helgar í mánuði þar sem börnin dvelja á heimili stuðningsfjölskyldunnar. Greiðslur til stuðningsfjölskyldu eru  verktakagreiðslur. 

Áhugasamir vinsamlega sendið póst á: hafnarfjordur@hafnarfjordur.is  

Við mat á þörf fyrir að tilkynna aðstæður barna og unglinga

 • Líkamleg og tilfinningaleg vanræksla
 • Líkamlegt, andlegt eða kynferðislegt ofbeldi og misnotkun
 • Ung börn skilin eftir gæslulaus eða í umsjá annarra barna
 • Eldri börn skilin eftir gæslulaus langtímum saman og þurfa að sjá um sig sjálf
 • Léleg skólasókn, skólaskyldu ekki sinnt
 • Afbrot, árásargirni
 • Heilsugæslu eða læknisaðstoð ekki sinnt þrátt fyrir þörf
 • Endurtekin slys og óhöpp sem hægt hefði verið að fyrirbyggja
 • Endurteknir áverkar sem barn á erfitt með að útskýra
 • Vannæring
 • Lélegur fatnaður og umhirða sem samræmist ekki aðstæðum
 • Óeðlileg útivist og endurtekin brot á útivistarreglum
 • Áfengis- eða vímuefnaneysla foreldra
 • Almennt vanhæfi foreldra

Atriði sem sérstaklega varða unglinga

 • Áfengis- og vímuefnaneysla
 • Léleg skólasókn
 • Endurtekin afbrot
 • Ofbeldishegðun
 • Þunglyndi, geðræn vandkvæði, sjálfsvígshugleiðingar

Lög og reglur


Var efnið hjálplegt? Nei