BarnaverndBarnavernd

Hlutverk barnaverndar er að tryggja að börn sem búa við óviðunandi aðstæður eða börn sem stofna heilsu sinni og þroska í hættu fái nauðsynlega aðstoð.

Barnavernd leitast við að styrkja fjölskyldur í  uppeldishlutverki sínu og beita úrræðum til verndar einstökum börnum þegar það á við.

Verkefni barnaverndar er vinnsla mála skv. barnaverndarlögum nr. 80/2002, félagsráðgjöf í tengslum við fjölskyldur og barnavernd, umsagnir í umgengnis- og ættleiðingarmálum, úttektir á fósturfjölskyldum og stuðningsfjölskyldum, sumardvalir barna og forvarnastarf. Starfsmenn barnaverndar vinna í umboði barnaverndarnefndar.

Tilkynning til barnaverndarnefndar er ekki kæra heldur fremur beiðni um aðstoð fyrir viðkomandi barn eða fjölskyldu sem tilkynnandi telur að sé hjálparþurfi. Hægt er að senda tilkynningu á netfangið: barnavernd@hafnarfjordur.is  

Sameiginleg bakvakt barnaverndar Hafnarfjarðar, Kópavogs og Garðabæjar, sem sinnir börnum sem eiga þar lögheimili eða eru þar dvalföst (búsett). Samband við bakvakt fer í gegnum neyðarlínuna 112

Vilt þú vera stuðningsfjölskylda?

Tilgangur með stuðningsfjölskyldu er að draga úr álagi á heimili barna, veita börnum tilbreytingu og stuðning auk þess  að gefa þeim kost á auknum félagslegum tengslum. Um er að ræða störf 1-2 helgar í mánuði þar sem börnin dvelja á heimili stuðningsfjölskyldunnar. Greiðslur til stuðningsfjölskyldu eru  verktakagreiðslur. 

Áhugasamir vinsamlega sendið póst á: hafnarfjordur@hafnarfjordur.is  

Við mat á þörf fyrir að tilkynna aðstæður barna og unglinga

 • Líkamleg og tilfinningaleg vanræksla
 • Líkamlegt, andlegt eða kynferðislegt ofbeldi og misnotkun
 • Ung börn skilin eftir gæslulaus eða í umsjá annarra barna
 • Eldri börn skilin eftir gæslulaus langtímum saman og þurfa að sjá um sig sjálf
 • Léleg skólasókn, skólaskyldu ekki sinnt
 • Afbrot, árásargirni
 • Heilsugæslu eða læknisaðstoð ekki sinnt þrátt fyrir þörf
 • Endurtekin slys og óhöpp sem hægt hefði verið að fyrirbyggja
 • Endurteknir áverkar sem barn á erfitt með að útskýra
 • Vannæring
 • Lélegur fatnaður og umhirða sem samræmist ekki aðstæðum
 • Óeðlileg útivist og endurtekin brot á útivistarreglum
 • Áfengis- eða vímuefnaneysla foreldra
 • Almennt vanhæfi foreldra

Atriði sem sérstaklega varða unglinga

 • Áfengis- og vímuefnaneysla
 • Léleg skólasókn
 • Endurtekin afbrot
 • Ofbeldishegðun
 • Þunglyndi, geðræn vandkvæði, sjálfsvígshugleiðingar

 

Lög og reglur

Barnaverndarlög nr. 80/2002

Barnalög nr. 76/2003

Lög um umboðsmann barna nr. 83/1994

Reglugerð um málsmeðferð fyrir barnaverndarnefnd nr. 56/2004

Reglugerð um úrræði á ábyrgð sveitarfélaga samkvæmt ákvæðum barnaverndarlaga nr. 652/2004

Reglugerð um fóstur nr. 804/2004 

Reglugerð um barnaverndarstofu nr. 264/1995

Reglugerð um meðferðarstöð ríkisins fyrir unglinga nr. 271/1995, sbr. reglugerð nr. 474/1998

Reglugerð um vistun barna á vegum annarra en barnaverndarnefnda samkvæmt ákvæðum barnaverndarlaga (sumarbúðir o.fl.) nr. 366/2005

Reglugerð um málsmeðferð fyrir barnaverndarnefnd nr. 56/2004

Framkvæmdaráætlun Hafnarfjarðar í barnaverndarmálum


Var efnið hjálplegt? Nei