Stuðningsþjónusta


Stuðningsþjónusta

Félagsleg stuðningsþjónusta er fyrir fólk sem býr í heimahúsum og getur ekki séð hjálparlaust um heimilishald eða persónulega umhirðu.

Þjónustan veitir aðstoð á heimilinu við hluti sem fólk getur ekki sinnt vegna skertrar getu, fjölskylduaðstæðna, veikinda, barnsburðar eða fötlunar. Þjónustan tekur mið af aðstæðum, óskum og þörfum hvers og eins og hjálpar fólki til sjálfsbjargar. Þjónustan er í boði á daginn, kvöldin og um helgar.

Aðstoð sem boðið er upp á:

  • Heimilisþrif.

  • Heimsending á mat.

  • Aðstoð við innkaup.

  • Persónulegt hreinlæti.

  • Félagslegur stuðningur.

  • Hvatning í formi innlits.

Reglur um stuðningsþjónustu í Hafnarfirði

Umsóknir:

Umsóknir um þjónustu eru aðgengilegar á netinu. Við mat á þjónustuþörf er stuðst við alþjóðlegt matstæki Rai Home Care. Óskað er eftir vottorði frá fagaðila ef þörf er á. 

 Sækja um stuðningsþjónustu

Kostnaður:

Aðstoð við þrif er gjaldskyld og er kostnaðurinn tekjutengdur. Notandi greiðir fyrir hverja klukkustund, miðað við gildandi gjaldskrá. Þjónusta umfram tíu vinnustundir á mánuði á hvert heimili er endurgjaldslaus. Öll umönnun önnur en þrif auk kvölds- og helgarþjónustu er endurgjaldslaus.

Senda má fyrirspurnir um heimaþjónustu á heimathjonusta@hafnarfjordur.is


Var efnið hjálplegt? Nei