StuðningsþjónustaStuðningsþjónusta

Félagsleg stuðningsþjónusta er fyrir Hafnfirðinga á öllum aldri sem búa í heimahúsum og geta ekki séð hjálparlaust um heimilishald og persónulega umhirðu vegna skertrar getu, fjölskylduaðstæðna, veikinda, barnsburðar eða fötlunar
Markmið með stuðningsþjónustu er að efla einstaklinga til sjálfsbjargar óháð ástæðu færnisskerðinga. Þjónustan tekur mið af aðstæðum, óskum og þörfum hvers og eins. Þjónustan á að aðstoða einstaklinga við að ráða lífi sínu og aðstæðum, styrkja stöðu sína og auka lífsgæði
Stuðningsþjónustu er ætlað að veita stuðning við:

  • Almennt heimilishald
  • Persónulega umhirðu
  • Félagslegan stuðning

Stoðþjónustu kemur til viðbótar stuðningsþjónustu. Stoðþjónustu er ætlað að veita sérstakan stuðning við ýmsar athafnir í daglegu lífi einstaklinga. Markmið stoðþjónustu er að styðja enn frekar við fatlað fólk og gera þeim kleift að búa eins og því hentar best.

Umsóknir:

Umsóknir um þjónustu eru aðgengilegar á netinu. Við mat á þjónustuþörf er stuðst við alþjóðlegt matstæki Rai Home Care. Óskað er eftir vottorði frá fagaðila ef þörf er á. Hér á að vera hægt að smella á og fá upp umsókn.

Kostnaður:

Aðstoð við þrif er gjaldskyld og er kostnaðurinn tekjutengdur. Notandi greiðir fyrir hverja klukkustund, miðað við gildandi gjaldskrá. Þjónusta umfram tíu vinnustundir á mánuði á hvert heimili er endurgjaldslaus. Öll umönnun önnur en þrif auk kvölds- og helgarþjónustu er endurgjaldslaus.

Senda má fyrirspurnir um heimaþjónustu á heimathjonusta@hafnarfjordur.is

umsókn um heimaþjónustu

 


Var efnið hjálplegt? Nei