FjárhagsaðstoðFjárhagsaðstoð

Umsókn um fjárhagsaðstoð skal leggja fram hjá félagsþjónustunni í lögheimilissveitarfélagi umsækjanda. Hægt er að sækja um fjárhagsaðstoð með því að fylla út beiðni um þjónustu á Mínar síður. Ráðgjafi hefur samband í kjölfarið og veitir frekari upplýsingar.  

Þegar gögn berast á tímabilinu 20-26. hvers mánaðar vegna yfirstandandi mánaðar verður fjárhagsaðstoð afgreidd síðasta virka dag þess mánaðar. Ef gögn berast síðar þá verður fjárhagsaðstoð greidd næsta miðvikudag á eftir. 

Allir umsækjendur um fjárhagsaðstoð eiga rétt til þjónustu út frá einstaklingsbundnu mati á aðstæðum og hagsmunum umsækjanda. 

ÁFRAM til virkni og vinnu með þátttöku atvinnulífsins

ÁFRAM verkefni Hafnarfjarðarbæjar miðar að því að bjóða einstaklingum, sem aðstæðna sinna vegna þiggja fjárhagsaðstoð hjá sínu sveitarfélagi, upp á möguleika til að virkja hæfileika sína og getu í samstarfi við atvinnulífið og skapa þannig raunhæf tækifæri til innkomu eða endurkomu á vinnumarkað. Meginregla verkefnis er vinna eða virkni í stað bóta.  

Reglur um fjárhagsaðstoð hjá Hafnarfjarðarbæ

Nánari upplýsingar veitir Soffía Ólafsdóttir, deildarstjóri hjá fjölskylduþjónustu: 585-5500 soffiao@hafnarfjordur.is


Var efnið hjálplegt? Nei