FjárhagsaðstoðFjárhagsaðstoð

Hafnarfjörður hefur gert grundvallarbreytingar á reglum og verkferlum bæjarins varðandi fjárhagsaðstoð. Tilgangur hennar er aðstoð til virkni, vinnu og sjálfsbjargar. Allir umsækjendur um fjárhagsaðstoð eiga rétt til þjónustu út frá einstaklingsbundnu mati á aðstæðum og hagsmunum umsækjanda þar sem virkni og virðing fyrir hverjum og einum eru höfð að leiðarljósi.

Vinnufærir umsækjendur fá tilboð um tímabundið starf í stað styrks. Umsækjendur með skerta vinnufærni fá tilboð um virka aðstoð til endurkomu á vinnumarkað með virkniúrræðum samhliða hlutastarfi eða starfsendurhæfingu. Þetta er gert með boði um úrræði í samstarfi við Vinnumálastofnun, boði um starfsendurhæfingu í samstarfi við VIRK/Starfsendurhæfingu Hafnarfjarðar, boði um vímuefnameðferð í samstarfi við SÁÁ eða boði um önnur úrræði eftir þörfum hvers og eins.

Umsókn um fjárhagsaðstoð skal leggja fram hjá félagsþjónustunni í lögheimilissveitarfélagi umsækjanda. Í neyðartilfellum er heimilt að leggja umsókn fram í dvalarsveitarfélagi.

Fjárhagsaðstoð er veitt í eðlilegum tengslum við önnur úrræði félagsþjónustunnar, svo sem ráðgjöf og leiðbeiningar.

Hægt er að sækja um fjárhagsaðstoð með því að fylla út beiðni um þjónustu á Mínum síðum. Ráðgjafi hefur samband í kjölfarið og veitir frekari upplýsingar.

Reglur um fjárhagsaðstoð hjá Hafnarfjarðarbæ


umsókn um fjárhagsaðstoð


Var efnið hjálplegt? Nei