FasteignagjöldFasteignagjöld

Hægt er að nálgast álagningarseðla fasteignagjalda á Mínum síðum og á www.island.is.

Gjalddagar fasteignagjalda í Hafnarfirði eru tíu og er fyrsti gjalddaginn 1. febrúar og síðan fyrsta hvers mánaðar til 1. nóvember.  Í þeim tilvikum sem fasteignagjöld ársins eru kr. 25.000 eða lægri er öll upphæðin innheimt á fyrsta gjalddaga ársins þann 1. febrúar. Eindagi fasteignagjaldanna er 30 dögum eftir gjalddaga.

Fasteignagjöldin eru til innheimtu í heimabönkum og greiðslu- og álagningarseðlar fasteignagjalda eru ekki sendir út í pappírsformi nema til gjaldenda sem eru eldri en 68 ára og til lögaðila. Hægt er að óska eftir að fá greiðsluseðil sendan heim og eins geta þeir sem fá sendan seðil óskað eftir að því verði hætt.

Álagning fasteignaskatts og lóðarleigu fyrir árið 2020

Reglur um tekjutengdan afslátt af fasteignagjöldum hjá elli- og örorkulífeyrisþegum í Hafnarfirði 2020

Reglur um styrki til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka 

Upplýsingar um álagningarseðla

Var efnið hjálplegt? Nei