Fasteignagjöld
Hægt er að nálgast álagningarseðla fasteignagjalda á Mínum síðum og á www.island.is.
Gjalddagar fasteignagjalda í Hafnarfirði eru tíu og er fyrsti gjalddaginn 1. febrúar og síðan fyrsta hvers mánaðar til 1. nóvember. Í þeim tilvikum sem fasteignagjöld ársins eru kr. 25.000 eða lægri er öll upphæðin innheimt á fyrsta gjalddaga ársins þann 1. febrúar. Eindagi fasteignagjaldanna er 30 dögum eftir gjalddaga.
Fasteignagjöldin eru til innheimtu í heimabönkum og greiðslu- og álagningarseðlar fasteignagjalda eru ekki sendir út í pappírsformi.
Álagning fasteignaskatts og lóðarleigu fyrir árið 2021
Reglur um styrki til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka