Upplýsingar
Foreldrar hafa sjálfir samband við dagforeldra þegar leitað er eftir plássi fyrir barnið. Mælt er með að foreldrar tali við tvo eða fleiri dagforeldra áður en ákvörðun um vistun er tekin. Dagforeldrar sjá sjálfir um innritun barna.
Hafnarfjarðarbær niðurgreiðir vistun hjá dagforeldrum utan Hafnarfjarðar, kjósi foreldrar að fara með börn sín til dagforeldris utan Hafnarfjarðar.
Niðurgreiðsla
Skilyrði fyrir niðurgreiðslu er að foreldri eigi lögheimili í Hafnarfirði, að viðkomandi dagforeldri hafi starfsleyfi skv. reglugerð um daggæslu í heimahúsum, að barn sé slysatryggt og að vistunarsamningur sé gerður milli foreldra og dagforeldris og samþykktur af daggæslufulltrúa. Niðurgreiðsla hefst þegar barn hefur náð 9 mánaða aldri hjá foreldrum í sambúð eða frá 6 mánaða aldri hjá einstæðum foreldrum og námsmönnum. Námsmenn þurfa að skila inn staðfestingu á skólavist frá skóla.
Viðbótarniðurgreiðsla og afslættir
Foreldrar eiga einungis rétt á einum afsláttarkosti í senn og njóta alltaf besta kostsins.
Viðbótarniðurgreiðsla
Greidd er viðbótarniðurgreiðsla skv. tekjuviðmiðum sem tiltekin eru í reglum (sjá reglur fyrir neðan). Foreldrar þurfa að sækja um viðbótarniðurgreiðslu á Mínum síðum á vef Hafnarfjarðarbæjar og skila inn viðeigandi fylgiskjölum.
Systkinaafsláttur
Foreldrar fá afslátt af dvalargjaldi leikskóla eða frístundaheimilis ef þeir eru með börn samtímis í leikskóla eða frístund. Taka þarf fram nafn, kennitölu og vistunarstað (leikskóla eða frístundaheimili) eldra systkinis á vistunarsamningi og sendir þá daggæslufulltrúi staðfestingu á viðeigandi stað.
Greiddur er sérstakur systkinaafsláttur vegna systkina sem eru bæði í daggæslu í heimahúsi. Sjá nánar í reglum fyrir neðan.
15 mánaða niðurgreiðsla
Við 15 mánaða aldur hækkar grunnniðurgreiðsla. Ekki er greitt fyrir meira en 8,5 klst vistun á dag. Greiðslur hefjast næsta mánuði eftir að barn hefur náð 15 mánaða aldri.
Reglur um greiðslur vegna dvalar barna úr Hafnarfirði hjá dagforeldrum
Reglur Hafnarfjarðar við útgáfu starfsleyfa til dagforeldra
Vistunarsamningur Vista skjalið svo hægt sé að fylla það út.
Hægt er að vista skjalið með að hægri smella á tengil og velja save as eða save target
Breyting á vistun barns hjá dagforeldri
Uppsögn á vistun barns hjá dagforeldri
Gjaldskrá