Dagforeldra námskeið


Dagforeldra námskeið

Námsflokkar Hafnarfjarðar standa fyrir starfsréttindanámskeiðum fyrir verðandi dagforeldra samkvæmt gildandi reglugerð um daggæslu barna í heimahúsum.

Áætlað er að námskeið séu haldin tvisvar sinnum á ári, ef næg þátttaka fæst. Nánari upplýsingar veitir skrifstofa mennta- og lýðheilsusviðs, netfang: mariaba@hafnarfjordur.is. eða menntaoglydheilsusvid@hafnarfjordur.is

Markmiðið með námskeiðinu er að veita hnitmiðaða og vel uppbyggða fræðslu um m.a. uppeldi og umönnun barna, þarfir þeirra og þroska, barnasjúkdóma, slys í heimahúsum og fyrstu hjálp, eldvarnir og öryggi barna.

Skráning fer fram hjá dagvistunarfulltrúum sveitarfélaga.


Var efnið hjálplegt? Nei