Vinnuskólinn • UngmenniHreinsaBaeinn

Vinnuskóli Hafnarfjarðar

Skrifstofa í gamla hjálparsveitahúsinu að Hrauntungu 5

Vinnuskóli Hafnarfjarðar býður unglingum bæjarins uppá skemmtilega og fræðandi sumarvinnu.


Sækja um starf í vinnuskólanum

Starfsmenn á skrifstofu Vinnuskólans eru:

Bára Kristín Þorgeirsdóttir
Forstöðumaður 
barak@hafnarfjordur.is 

Reglur Vinnuskóla Hafnarfjarðar


Reglur gilda fyrir alla starfsmenn jafnt á vinnutíma sem og við félagsstörf á vegum skólans.

 • Flokksstjóri er verkstjóri á vinnustað. Næsti yfirmaður hans er yfirflokksstjóri.
 • Öllu starfsfólki ber að vera vinnusamt, stundvíst, heiðarlegt og kurteist.
 • Veikindi og önnur forföll ber að tilkynna hið fyrsta til flokkstjóra eða skrifstofu
 • Vinnuskólans.  
 • Notkun tóbaks er bönnuð. Sama gildir um áfengi og önnur vímuefni.
 • Sjoppu og búðaferðir eru ekki leyfðar á vinnutíma, þ.m.t. kaffitíma.
 • Nemendum ber að ganga vel og þrifalega um á vinnustaðinn.
 • Starfsmenn bera viðeigandi kostnað ef þeir fremja skemmdarverk  á eigum Vinnuskólans og annarra.
 • Í kaffitímum er ætlast til að starfsfólk hafi hollt og gott nesti. Ekki er leyfilegt að vera með gos- og orkudrykki.
 • Notkun farsíma er ekki leyfileg á vinnutíma. Sama gildir um Ipod/Mp3 nema flokkstjóri gefi leyfi um annað sem telst til undantekningar. Starfsmenn bera sjálfir ábyrgð á slíkum tækjum
 • Allir starfsmenn útvega sjálfir hlífðarfatnað og bera starfsmenn ábyrgð á eigin eigum

Brot á reglum Vinnuskólans

Þegar vandamál koma upp er flokksstjórum uppálagt að tala við viðkomandi starfsmann og setja sig í samband við forráðamenn. Flokksstjóra ber jafnframt að láta yfirmenn vinnuskóla vita af málinu án þess að þeir komi að því að öðru leyti nema þess sé óskað. Ef viðkomandi starfsmaður bætir ekki ráð sitt má eiga von á frekari áminningu og tímabundinni brottvísun sem venjulega er þrír dagar. Í stöku tilfellum dugir þetta ekki til og er þá starfsmanni vísað frá vinnu það sem eftir er af vinnutímabilinu. Það skal þó tekið fram að yfirleitt tekst að leysa vandamál áður en grípa þarf til frekari aðgerða. Reynslan sýnir að samvinna milli starfsmanna vinnuskóla og forráðamanna er lykilatriði við úrlausn hina ýmsu mála sem upp kunna að koma.

Vilji forráðamenn taka eitthvað sérstaklega fram geta þeir sett sig í samband við starfsfólk vinnuskólans.


Var efnið hjálplegt? Nei