Vinnuskólinn  • UngmenniHreinsaBaeinn

Vinnuskóli Hafnarfjarðar

Skrifstofan er staðsett í ungmennahúsinu Hamrinum að Suðurgötu 14.

Sími:  565-1899    |   Netfang: vinnuskoli@hafnarfjordur.is  | Vinnuskólinn á Facebook

Vinnuskóli Hafnarfjarðar býður unglingum bæjarins uppá skemmtilega og fræðandi sumarvinnu.

 

Sækja um starf í vinnuskólanum 


Vinnuskóli Hafnarfjarðar býður unglingum bæjarins upp á skemmtilega og lærdómsríka sumarvinnu.

Allir unglingar á 14. aldursári og eru búsettir í Hafnarfirði er boðin vinna öll sumur til 17 ára aldurs. Hlutverk Vinnuskólans er að veita starfsmönnum uppbyggileg sumarstörf ásamt fræðslu í öruggu starfsumhverfi. Lögð er áhersla á að veita starfsmönnum skemmilega og ánægjulega innsýn inn í atvinnulífið meðfram því að undirbúa starfsmenn undir það sem koma skal á hinum almenna vinnumarkaði. Áhersla Vinnuskólans er að starfsumhverfið sé hvetjandi og gefandi en einnig að starfsmönnum hans, íbúum og gestum Hafnarfjarðar sé sýnd kurteisi og virðing.

Skrifstofur Vinnuskóla Hafnarfjarðar eru staðsettar í ungmennahúsinu Hamrinum að Suðurgötu 14 og eru opnar alla virka daga milli 08:00 -16:00. Einnig er hægt að ná í starfsmenn skrifstofunnar í síma 565-1899 og á tölvupóstfangið vinnuskoli@hafnarfjordur.is .

Vinnutímabil

Vinnutímabil unglinga er misjafnt eftir aldri. Unglingar fæddir á árunum 2004-2006 hefja allir vinnu 10. júní 2020.

  • 14 ára unglingar vinna 81 tíma yfir sumarið.
  • 15 ára unglingar vinna 105 tíma yfir sumarið.
  • 16 ára unglingar vinna 135 tíma yfir sumarið.
  • 17 ára unglingar vinna 220 tíma yfir sumarið.

Daglegur vinnutími

Daglegur vinnutími unglinga fer eftir aldri.

Vinnutími hjá 14 ára unglingum miðast við 12 klst. á viku eða 3 tíma á dag, mánudaga – fimmtudaga. Aðra hverja viku er unnið fyrir hádegi (kl. 09-12) og eftir hádegi hina vikuna (kl. 13-16).

Vinnutími 15 og 16 ára unglinga er einnig mánudaga – fimmtudaga. Aðra hverja viku er unnið fyrir hádegi (kl. 09-12) og eftir hádegi hina vikuna (kl. 13-16). Einhverja daga vinna unglingarnir allan daginn, til að ná að klára tímana sína.

Helstu verkefni

  • Götu og hverfahreinsun
  • Gróðursetning sumarblóma
  • Beðahreinsun
  • Sláttur og rakstur
  • Tyrfing

 


Var efnið hjálplegt? Nei