AtvinnumiðstöðAtvinnumiðstöð

Atvinnumiðstöðin sinnir þjónustu við atvinnuleitendur og fólk sem verið hefur án atvinnu um langt skeið og aðstoðar það við að verða á ný virkir þátttakendur á vinnumarkaði.

Opnunartími
Mán - fim  09:00-15:00
Föstudaga 09:00-12:00    

Atvinnumiðstöð Hafnarfjarðar er við Strandgötu 4 og er samstarfsverkefni Hafnarfjarðarbæjar og Vinnumálastofnunar.  

Fyrirtæki geta einnig nýtt sér þjónustu Atvinnumiðstöðvarinnar og fengið aðstoð við að finna hæft starfsfólk úr hópi atvinnuleitenda.

Guðjón Árnason er verkefnastjóri hjá Atvinnumiðstöðinni.  Hann hvetur fyrirtæki í Hafnarfirði til að hafa samband og nýta sér þau tækifæri og úrræði sem í boði eru.

Netfang:  gaui@hafnarfjordur.is  Sími :  585 5565

Sérhæfðir náms- og starfsráðgjafar frá Vinnumálastofnun hafa fasta viðveru á opnunartíma Atvinnumiðstöðvarinnar og eru atvinnuleitendur hvattir til að nýta sér þjónustu þeirra.

ráðningarvef Hafnarfjarðarbæjar


Var efnið hjálplegt? Nei