Fréttir

12NyRymi_1563385928589

17.7.2019 Fréttir : Tólf ný sérhæfð dagdvalarrými opnuð í Hafnarfirði

Heilbrigðisráðherra hefur veitt Hafnarfjarðarbæ rekstrarheimild fyrir tólf nýjum dagdvalarrýmum fyrir fólk með heilabilun. Hafnarfjarðarbær mun útvega húsnæði fyrir reksturinn og ábyrgjast að þjónusta við notendur verði veitt á faglegum grunni í samræmi við þarfir fólks með alzheimer og aðra minnissjúkdóma. 

FormlegOpnunSolvangur

17.7.2019 Fréttir : Nýtt hjúkrunarheimili á Sólvangi opnað í dag

Nýtt og glæsilegt 60 rýma hjúkrunarheimili í Hafnarfirði, sem leysir af hólmi gamla Sólvang var formlega opnað í dag. Ráðgert er að fyrstu íbúarnir flytji inn í byrjun ágúst. Gamli Sólvangur mun áfram gegna hlutverki í þágu aldraðra og þegar upp er staðið fjölgar hjúkrunarrýmum á Sólvangi úr 59 í 93.

IMG_3949

16.7.2019 Fréttir : Hátt í 80 ummerki afmáð á Helgafelli

Landverðir hjá Umhverfisstofnun og sjálfboðaliðar úr hópi Veraldarvina, sem staðsettir eru á Íslandi þessa dagana, héldu á Helgafellið í morgun til að afmá fangamörk, merki og nöfn sem rist hafa verið í móbergið á fjallinu síðustu vikur og mánuði.

Skipulag

16.7.2019 Skipulag í kynningu : Hraun-vestur

Skipulagslýsing

Skipulag

16.7.2019 Skipulag í kynningu : Öldutún 4

Deiliskipulagsbreyting

HafnarfjordurAslandid

12.7.2019 Fréttir : Rafmagnsleysi innan Hafnarfjarðar á sunnudag kl. 4

Aðfaranótt sunnudagsins 14.júlí kl.4 mun verða rafmagnsleysi á öllu veitusvæðinu innan Hafnarfjarðarbæjar og Garðabæjar. Þá munu HS Veitur gera nauðsynlegar rekstursbreytingar í dreifikerfinu. Áætlað er að rafmagn muni vera komið á alla notendur um klukkustund síðar eða um kl. 5.

Fréttasafn


Viðburðir framundan

Sudurneslina2Frestur2019

Suðurnesjalína 2 - frestur til athugasemda 18.7.2019 Hafnarfjörður

Landsnet hefur tilkynnt til umfjöllunar Skipulagsstofnunar frummatsskýrslu um Suðurnesjalinu 2. Tillaga að ofangreindri framkvæmd og skýrsla um mat á umhverfisáhrifum hennar liggur frammi til kynningar frá 5. júní 2019 til 18. júlí 2019. Frestur til athugasemda er 18. júlí.

 
Í sumar verður boðið upp á göngur öll fimmtudagskvöld kl. 20

Stekkjarhraun 18.7.2019 20:00 - 21:00

Jónatan Garðarsson leiðir göngu um Stekkjarhraun upp að Lækjarbotnum.

 
Í sumar verður boðið upp á göngur öll fimmtudagskvöld kl. 20

Krýsuvík 25.7.2019 20:00 - 21:00

Minjaganga um byggðahverfið í Krýsuvík, höfuðbólið og kirkjustaðinn.

 
Í sumar verður boðið upp á göngur öll fimmtudagskvöld kl. 20

Húsameistarinn í Hafnarfirði 1.8.2019 20:00 - 21:00

Pétur H. Ármannsson arkitekt leiðir göngu milli húsa sem Guðjón Samúelsson arkitekt og húsameistari ríkisins teiknaði í Hafnarfirði og ræðir einnig hugmyndir Guðjóns um skipulag bæjarins. Pétur vinnur nú að bók um Guðjón og sýningu sem sett verður upp í Hafnarborg í vetur.

 
Í sumar verður boðið upp á göngur öll fimmtudagskvöld kl. 20

Bókmenntabærinn Hafnarfjörður 8.8.2019 20:00 - 21:00

Hjalti Snær Ægisson bókmenntafræðingur stýrir göngu um slóðir hafnfirskra rithöfunda og ljóðskálda. Við stöldrum við fyrir utan heimili nokkurra þekktra höfunda, spjöllum um eftirminnilegar bækur og lesum brot úr völdum verkum. Lögð verður sérstök áhersla á tímabilið 1940-1980 í sagna- og ljóðagerð og rætt um bókmenntaverk þar sem Hafnarfjörður er sögusviðið.

 

Vegan festival 11.8.2019 12:00 - 15:00

Samtök grænkera standa fyrir Vegan Festivali á Thorsplani í Hafnarfirði sunnudaginn 11. ágúst 2019

 

Fleiri viðburðir