Fréttir

0K1A0902

2.12.2021 Fréttir : Komdu að starfa með okkur. Fjölbreytt störf í boði!

Á ráðningarvef Hafnarfjarðarbæjar er að finna yfirlit yfir öll þau fjölbreyttu störf sem í boði eru hjá sveitarfélaginu. Um er að ræða framtíðarstörf, fullt starf eða hlutastörf sem tilvalin eru með skóla. Einnig jafnvel störf til skemmri tíma. 

0K1A7424

1.12.2021 Fréttir : Heimur ljóss og hús tækifæranna í Hellisgerði

Hellisgerði í Hafnarfirði stimplaði sig skemmtilega inn á aðventunni 2020 sem heimur ljóss og upplifunar. Þessi fallegi skrúðgarður Hafnfirðinga er, líkt og í fyrra, orðinn að heillandi og aðlaðandi ævintýralandi í aðdraganda jólanna og mun með ljósum sínum gleðja gesti og gangandi á aðventunni. Stóra rauða jólahjartað við innganginn frá Reykjavíkurvegi markar andann og tekur hlýlega á móti gestum. Svo tekur við ævintýraveröld ljósa þar sem fallegar seríur og ljósafígúrur gleðja augað og andann. Töfrandi litla kaffihúsið í Hellisgerði og gróðurhúsin tvö sem sett voru upp síðsumars verða opin allar helgar á aðventunni.

IMG_0247

30.11.2021 Fréttir : Einstök jólastemning allan desember í athvarfinu Læk

Starfsfólk Lækjar og gestir eru að detta í jólagírinn og ætla í jólamánuðinum að skapa saman einstaka jólastemningu í nýju og glæsilegu húsnæði athvarfsins að Staðarbergi 6. Boðið verður upp á jólaföndur og jólabakstur í hverri viku ásamt einstökum viðburðum á borð við bíókvöld, jólaglögg og konfektgerð.

Hafnarborg-jolakortamynd_1616057410777

30.11.2021 Fréttir : Jóladagatal Hafnarborgar – Hvar er Völundur?

Hafnarborg telur niður dagana fram að jólum með því að sýna jóladagatalið Hvar er Völundur? milli kl. 16 og 17 alla opnunardaga safnsins í desember fram að jólum. Hvar er Völundur? er jóladagatal sem framleitt var af RÚV árið 1996 og er löngu orðið klassískt. Höfundur þess er Þorvaldur Þorsteinsson listamaður en yfirlitssýning á verkum hans stendur nú yfir í safninu.

5O5A3913

30.11.2021 Fréttir : Jóladagatal bókasafnsins - bærinn og bæjarbragurinn

Í ár býður Bókasafn Hafnarfjarðar upp á splunkunýtt, frumsamið jóladagatal. Þættir dagatalsins eru 18 talsins og miðast þeir við virka daga svo að hægt sé að nýta þá í kennslu. Í þáttunum þarf Lestrar-lemúrinn, lukkudýr barna- og ungmennadeildar, að finna bókasafnið á ný eftir að hafa verið stolið af frekum máv. Snert er á helstu kennileitum bæjarins og einkennum hans, ásamt því að fjalla um þjóðsagnaarfinn og þjóðtrúna sem mótað hefur bæjarbraginn.

FlensborgarskoliSjodur2021

29.11.2021 Fréttir : Fræðslusjóður í Flensborg - opið fyrir umsóknir

Opið er fyrir umsóknir um styrk úr Fræðslusjóði Jóns Þórarinssonar. Allir þeir sem lokið hafa fullnaðarprófi frá Flensborgarskólanum og eru í framhaldsnámi geta sótt um styrk. Umsóknir verða að berast rafrænt eigi síðar en á miðnætti föstudaginn 3. desember 2021. Umsóknin skal merkt Fræðslusjóður Jóns Þórarinssonar. Umsókn þarf að fylgja staðfest gögn um námsferil eftir að námi í Flensborgarskólanum lauk auk annarra upplýsinga sem umsækjendur telja að styðji þeirra umsókn.

Fréttasafn


Auglýsingar

HamranesSkipulagNov2021

29.11.2021 : Hamranes reitur 4A

Nýtt deiliskipulag

Lesa meira
OseyrarbrautDeiliskipulagsNov2021

29.11.2021 : Óseyrarbraut 27B

Deiliskipulagsbreyting 

Lesa meira
Skipulag

10.11.2021 : Hellnahraun

Skipulagslýsing vegna aðalskipulagsbreytinga 

Lesa meira

Fleiri auglýsingar


Tilkynningar

Lokunvidgerd2Des2021

Truflun á afhendingu vatns í hluta Norðurbæjar

Fimmtudagurinn 2. desember frá kl. 10-16 

Lesa meira
Asvellir

Uppbygging á íþróttasvæði Hauka á Ásvöllum

Hægt að skila inn athugasemdum vegna matsáætlunar til og með 28. desember  Lesa meira

Bæjarstjórnarfundur 24. nóvember

Fundur bæjarstjórnar Hafnarfjarðar verður haldinn í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg, 24. nóvember 2021 og hefst kl. 14:00.

Lesa meira

Fleiri tilkynningar


Viðburðir framundan

Glergallerí - Eva Ágústa með ljósmyndasýningu

Glergalleríið – Óskrifað blað 1.11.2021 - 5.1.2022 17:00 - 19:00 Bókasafn Hafnarfjarðar

Ljósmyndarinn Eva Ágústa opnar sýningu í Glerrýminu.

 

Heimur ljóss og hús tækifæranna í Hellisgerði 2.12.2021 18:00 - 21:00

Hellisgerði í Hafnarfirði stimplaði sig skemmtilega inn á aðventunni 2020 sem heimur ljóss og upplifunar. Þessi fallegi skrúðgarður Hafnfirðinga er, líkt og í fyrra, orðinn að heillandi og aðlaðandi ævintýralandi í aðdraganda jólanna og mun með ljósum sínum gleðja gesti og gangandi á aðventunni. Stóra rauða jólahjartað við innganginn frá Reykjavíkurvegi markar andann og tekur hlýlega á móti gestum. 

 
Jólabókadagskrá Bókasafns Hafnarfjarðar - seinna kvöld

Kynstrin öll! – Jólabókakvöld – Seinni hluti 2.12.2021 20:00 - 22:00 Bókasafn Hafnarfjarðar

Höfundar kvöldsins eru: Eiríkur Örn Norðdahl, Kamilla Einarsdóttir og Sigrún Pálsdóttir. Arndís Þórarinsdóttir stýrir umræðum. Samúel Reynisson sér um tónlistarflutning. 

 

Heimur ljóss og hús tækifæranna í Hellisgerði 3.12.2021 13:00 - 18:00

Hellisgerði í Hafnarfirði stimplaði sig skemmtilega inn á aðventunni 2020 sem heimur ljóss og upplifunar. Þessi fallegi skrúðgarður Hafnfirðinga er, líkt og í fyrra, orðinn að heillandi og aðlaðandi ævintýralandi í aðdraganda jólanna og mun með ljósum sínum gleðja gesti og gangandi á aðventunni. Stóra rauða jólahjartað við innganginn frá Reykjavíkurvegi markar andann og tekur hlýlega á móti gestum. 

 

Heimur ljóss og hús tækifæranna í Hellisgerði 4.12.2021 12:00 - 17:00

Hellisgerði í Hafnarfirði stimplaði sig skemmtilega inn á aðventunni 2020 sem heimur ljóss og upplifunar. Þessi fallegi skrúðgarður Hafnfirðinga er, líkt og í fyrra, orðinn að heillandi og aðlaðandi ævintýralandi í aðdraganda jólanna og mun með ljósum sínum gleðja gesti og gangandi á aðventunni. Stóra rauða jólahjartað við innganginn frá Reykjavíkurvegi markar andann og tekur hlýlega á móti gestum. 

 
jólasveinar á bókasafninu

Jólagleði / Przygotowania do świąt 4.12.2021 13:00 - 15:00 Bókasafn Hafnarfjarðar

Kertasníkir og Święty Mikołaj heimsækja Bókasafn Hafnarfjarðar.

 

Fleiri viðburðir