Fréttir

27.3.2020 Fréttir : Covid19. Upplýsingar. Information. Informacje

Important information about the municipality´s services during Covid19. Ważne informacje o wpływie Covid 19 na usługi gminy. Hafnarfjarðarbær hefur sett í loftið upplýsingasíðu um áhrif Covid19 á þjónustu sveitarfélagsins ásamt því að birta þar yfirlit yfir allar fréttir á vefnum sem tengjast Covid19. 

IMG_5136

28.5.2020 Fréttir : Sumarstörf fyrir námsmenn - opið fyrir umsóknir

Opið er fyrir umsóknir um ný sumarstörf fyrir námsmenn 18 ára og eldri sem eru á milli námsanna. Sumarstörfin eru fjölbreytt og skemmtileg, s.s. á sviði umhverfis- og framkvæmdamála, upplýsingatækni, fræðslumála, fjölskyldumála, menningarmála og heilsueflandi samfélags. Umsóknarfrestur rennur út mánudaginn 1. júní. 

BlindrafelagidSamningur

28.5.2020 Fréttir : Samið um ferðaþjónustu fyrir lögblinda Hafnfirðinga

Hafnarfjarðarbær og Blindrafélagið hafa gert með sér þjónustusamning sem felur í sér að Blindrafélagið taki að sér að reka ferðaþjónustu fyrir íbúa Hafnarfjarðar. Með þessum samningi stígur Hafnarfjarðarbær stórt skref í þjónustu við lögblinda íbúa bæjarins.

101560063_2517273445249677_5273214696881651712_n

28.5.2020 Fréttir : 14 tonn af garðúrgangi skiluðu sér í gáma við grunnskólana

Íbúar í Hafnarfirði voru duglegir að nýta sér þá þjónustu að geta farið með garðaúrganginn í sérstaka gáma við grunnskólana um liðna helgi. Talið er að hátt í 14 tonn af úrgangi hafi skilað sér í gámana. Íbúar sem enn eru með poka við lóðarmörkin og hafa verið síðustu vikur eru hvattir til að koma pokunum beint á Sorpu.

Fulltrúar ungmennaráðs kynntu tillögur sínar fyrir bæjarstjórn

28.5.2020 Fréttir : Þrettán tillögur frá Ungmennaráði Hafnarfjarðar

Ungmennaráð Hafnarfjarðar lagði tólf tillögur fyrir bæjarstjórn Hafnarfjarðar á fundi bæjarstjórnar í gær sem taka til málefna sem viðkemur unga fólkinu okkar á einn eða annan hátt; skólastarfs, tómstundastarfs og skipulags á nánasta umhverfi. Bæjarstjórn tók jákvætt í allar tillögur Ungmennaráðs og samþykkti samhljóða að vísa þeim til umræða og afgreiðslu í viðeigandi ráðum.

Tonlistarskoli2020

28.5.2020 Fréttir : Allir skólar Hafnarfjarðar fá viðurkenningu fræðsluráðs

Viðurkenning fræðsluráðs Hafnarfjarðar er veitt á hverju ári fyrir verkefni í skólastarfi sem ýta undir skólaþróun, fagsamvinnu og samstarf. Í ár var ákveðið að veita öllum skólum í Hafnarfirði, leiksskólum, grunnskólum og tónlistarskóla, viðurkenningu fyrir það stóra verkefni að halda uppi öflugu og skapandi skólastarfi á óvissutímum, fyrir að standa í framlínunni og sinna starfi sínu af mikilli álúð og öryggi.

Fréttasafn


Auglýsingar

13.5.2020 : Hamranes

Aðalskipulagsbreyting

Lesa meira
Skipulag

8.5.2020 : Hjallabraut

Deiliskipulagsbreyting

Lesa meira
Skipulag

20.4.2020 : Hlíðarbraut 10

Aðal- og deiliskipulagsbreyting

Lesa meira

Fleiri auglýsingar


Tilkynningar

Reykjanesbraut_1

Lokun á frárein frá Reykjanesbraut að Kaldárselsvegi

Frá og með þriðjudeginum 26.05.2020 mun verktaki loka frárein frá Reykjanesbraut að Kaldárselsvegi í austurátt. Hjáleiðir eru um frárein frá Reykjanesbraut að Ástorgi, og um Ásbraut. Gera má ráð fyrir að þessi lokun standi yfir í 4 vikur.

Lesa meira

Bæjarstjórnarfundur 27. maí

Fundur bæjarstjórnar Hafnarfjarðar
verður haldinn í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg, 27. maí 2020 og hefst kl. 14:00

Lesa meira

Bæjarstjórnarfundur 13. maí

Fundur bæjarstjórnar Hafnarfjarðar
verður haldinn í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg, 13. maí 2020 og hefst kl. 14:00

Lesa meira

Fleiri tilkynningar


Viðburðir framundan

Hafnarfjörður á hernámsárunum 1940 – 1945 27.5.2020 - 31.8.2020

Byggðasafn Hafnarfjarðar hefur sett upp nýja ljósmyndasýningu á strandstígnum meðfram höfninni

 

Fataskiptimarkaður á Bókasafni Hafnarfjarðar 30.5.2020 11:30 - 14:30 Bókasafn Hafnarfjarðar

Laugardaginn 30. maí milli 11:30-14:30 mun Bókasafn Hafnarfjarðar í samvinnu við nokkra vel valda og hressa einstaklinga standa fyrir fataskiptamarkaði. Endilega hafið í huga að fötin þurfa að vera þvegin/hrein og heil og að það má koma með allskonar föt, en einning skó og fylgihluti, jafnt fyrir fullorðna sem börn.

 

Opnun nýrrar sýningar - efni:viður 30.5.2020 - 23.8.2020 12:00 - 17:00

Laugardaginn 30. maí opnar ný sýning í Hafnarborg í tilefni af HönnunarMars, sem mun nú fara fram dagana 24.–28. júní. Sýning Hafnarborgar á HönnunarMars í ár ber titilinn efni:viður og verður viðurinn sem efni einmitt í forgrunni á sýningunni. Þar verður sjónum enn fremur beint að mörkum listgreina sem hafa orðið sífellt óljósari á síðustu árum og eru jafnvel að einhverju marki hætt að skipta máli.

 

Fleiri viðburðir