Fréttir

IMG_4868

24.3.2018 Fréttir : Vorboðarnir eru víða

Vorið er sannarlega komið í Hafnarfjörðin og vorboðarnir eru víða. Í Lækjargötunni er verið að setja niður niður stétt upp götuna beggja vegna og þar voru verktakar í óða önn að leggja hellur og ganga frá fyrir helgi en því  verki líkur vonandi fyrir Bjarta daga. 

24.3.2018 Fréttir : Götuþvottur á fullu í Hafnarfirði

Þessa daganna er verið að vinna götuþvott af fullum krafti. Vinnan hefur staðið yfir alveg frá því í byrjun mars þar sem þvegnar hafa verið stofnbrautir. Hér að neðan er svo áætlun sem verið er að vinna eftir en um er að ræða allsherjar sópun á Hafnarfirði samkvæmt eftirfarandi plani.

19.3.2018 Skipulag í kynningu : Tillaga að aðal- og deiliskipulagsbreytingu við Suðurgötu 40-44

Á fundi bæjarstjórnar Hafnarfjarðar  þann 30.8.2017 var samþykkt að auglýsa tillögu að breyttri landnotkun í aðalskipulagi Hafnarfjarðar í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.  Jafnframt samþykkti bæjarstjórn tillögu að breyttu deiliskipulag fyrir Suðurgötu 40-44 og að auglýsa hana í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Tillögurnar verða auglýstar samhliða líkt og 2.mgr. 41. gr. skipulagslaga 123/2010 veita heimild til.

19.3.2018 Skipulag í kynningu : Tillaga að deiliskipulagsbreytingu við Hrauntungu 5

Á fundi bæjarstjórnar Hafnarfjarðar þann 7.6.2017 var samþykkt að auglýsa tillögu að deiliskipulagsbreytingu við lóðina að Hrauntungu 5 í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.  Á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 6.3.2018 var samþykkt  að málsmeðferð tillögunar verði í samræmi við 1. mgr. 43 gr. skipulagslaga 123/2010. Jafnframt að grenndarkynna skuli deiliskipulagstillöguna.

678FF3FC8C8B1E71A218EA659D7AD9F618F2FC298B89C2DD6AA9E8F58EBC4D04_713x0

15.3.2018 Fréttir : Bóka- og bíóhátíð barnanna í Hafnarfirði tileinkuð Guðrúnu Helgadóttur

Hetjurnar úr "Víti í Vestmannaeyjum" bjóða í vítaspyrnukeppni

13.3.2018 Fréttir : Andri Steinar Johansen Setbergskóla bar sigur út bítum lokakeppni Stóru upplestrarkeppninnar

Andri Steinar Johansen Setbergskóla bar sigur út bítum lokakeppni Stóru upplestrarkeppninnar sem fram fór núna undir kvöld í Hafnarborg í Hafnarfirði í. Keppnin var nú haldin í 22. skipti en keppnin í Hafnafirði var sú fyrsta sem haldin var en núna eru systur keppnir hennar haldnar um allt land.

Fréttasafn


Viðburðir framundan