Fréttir

Vinningstillaga3Dvergur

26.7.2017 Fréttir : Uppbygging á Lækjargötu 2 - vinningstillaga

TRÍPÓLÍ og KRADS í samstarfi við Landmótun hlutu um miðjan júlí fyrstu verðlaun í samkeppni um nýja blandaða byggð á Dvergsreitnum svokallaða við Lækjargötu í Hafnarfirði. Tillagan var unnin fyrir GG verk. Miklar breytingar eru framundan á reitnum, breytingar sem hafa það að leiðarljósi að tengja með fallegum hætti nýja byggð við eldri byggð. 

HellisgerdiMynd

25.7.2017 Fréttir : Tré ársins 2017 er í Hellisgerði

Skógræktarfélag Íslands, í samstarfi við IKEA á Íslandi, útnefnir beyki í Hellisgerði í Hafnarfirði sem Tré ársins 2017, við hátíðlega athöfn laugardaginn 29. júlí kl. 15:00. Boðið verður upp á fjölbreytta og skemmtilega dagskrá. Allir velkomnir.
IMG_7472

14.7.2017 Fréttir : Frístundaakstur hefst í haust

Fræðsluráð samþykkti á fundi sínum í dag að hefja gjaldfrjálsan frístundaakstur fyrir sex og sjö ára börn í Hafnarfirði í haust. Til að byrja með verður ekið með börnin á æfingar hjá Fimleikafélaginu Björk, FH og Haukum.  
IMG_7288

14.7.2017 Fréttir : Gjaldfrjáls skóli í Hafnarfirði

Fræðsluráð Hafnarfjarðar samþykkti í dag að greiða fyrir skólagögn allra grunnskólabarna. Fræðsluráð leggur til að frá og með komandi hausti muni bærinn útvega nemendum námsgögn, þ.e ritföng og stílabækur, þeim að kostnaðarlausu

Sandskeidslina

14.7.2017 Fréttir : Framkvæmdaleyfi fyrir Sandskeiðslínu 1

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum þann 21. júní sl. að veita framkvæmdaleyfi til Landsnets hf. vegna framkvæmdarinnar Sandskeiðslína 1, 220/400 kV háspennulína (einnig nefnd Lyklafellslína 1). Samkvæmt umsókn er talið nauðsynlegt að ráðast í umrædda framkvæmd og reisa nýja háspennulínu sem annað gæti orkuflutningi til Hafnarfjarðar í stað Hamraneslína 1 og 2, sem teknar verða úr notkun og rifnar niður eftir að Sandskeiðslína 1 hefur verið tekin í notkun.

Skardshlid

14.7.2017 Fréttir : Lausar lóðir í fjölskylduvænu umhverfi

Hafnarfjarðarbær er nú með í auglýsingu 69 lóðir í nýju og vistvænu íbúðarhverfi í Skarðshlíð. 13 einbýlishúslóðir og 18 parhúsalóðir eru til úthlutunar og geta einungis einstaklingar sótt um þessar lóðir. Samhliða er óskað eftir tilboðum lögaðila í 26 tvíbýlishúsalóðir og 12 raðhúsalóðir. Frestur er til 15. ágúst.

Fréttasafn


Viðburðir framundan

WorlScoutMoot2017

World Scout Moot - alþjóðlegt skátamót 25.7.2017 - 2.8.2017 8:00 - 17:00 Víðistaðaskóli

Stærsta skátamót Íslandssögunnar verður haldið næstu níu dagana þegar yfir 5.000 skátar frá 95 löndum taka þá í hinu alþjóðlega skátamóti World Scout Moot. Mótið er fyrir þátttakendur á aldrinum 18- 25 ára og það sem haldið verður hérlendis er það 15. í röðinni.

 
Aqua-zumba-2017

Aqua Zumba í Suðurbæjarlaug 26.7.2017 18:30 - 20:00 Suðurbæjarlaug

Zumba veislan síðasta miðvikudag fór fram úr björtustu vonum og því hefur verið ákveðið að blása til veislu nr. 2 og það á morgun miðvikudag kl. 18:30. Aqua Zumba er þjálfun í vatni, þar sem þátttakendur skemmta sér með suðuramerískum hreyfingum og tónlist. 

 

Fleiri viðburðir