Fréttir

14.8.2019 Fréttir : Gjótur - reitir 1.1 og 1.4

Athugasemdafrestur um breytingu á deiliskipulagi hluta hverfis austan Reykjavíkurvegar í Hafnarfirði Gjótur – reitir 1.1 og 1.4. sbr. rammaskipulag samþ. 15.5. 2018 hefur verið framlengdur til 1. september 2019. 

14.8.2019 Fréttir : Skólabyrjun 2019

Formlegt skólastarf nemenda í grunnskólum Hafnarfjarðar hefst fimmtudaginn 22. ágúst. Rétt rúmlega 4.000 börn setjast á skólabekk þetta haustið, þar af eru um 350 börn að hefja nám í 1. bekk.

2

9.8.2019 Fréttir : Nýr leikskóli opnar í Skarðshlíð

Starfsfólk í nýjum leikskóla í Skarðshlíðarhverfi tekur á móti fyrstu börnunum um miðjan ágúst en formleg opnun á leikskólanum fór fram í dag. Skarðshlíðarleikskóli bætist þar með í hóp þeirra sautján leikskóla sem starfræktir eru í Hafnarfirði og mun hann starfa undir sama þaki og grunnskóli hverfisins, tónlistarskóli og íþróttamiðstöð. Fyrirkomulagið er til þess fallið að opna á aukin tækifæri og fjölbreyttar leiðir fyrir nemendur og kennara til lærdóms og samvinnu.

Samtokin78

8.8.2019 Fréttir : Transbarnið - handbók fyrir fjölskyldur og fagfólk

Hagsmunasamtök foreldra og aðstandenda trans barna og ungmenna á Íslandi - Trans vinir var stofnað í vetur. Samtökin vilja benda á bókina Trans barnið, handbók fyrir fjölskyldur og fagfólk.   

IMG_5729

8.8.2019 Fréttir : Áfram veginn í átt að fullu jafnrétti. Gleðilega Hinsegin daga 2019!

Hafnarfjarðarbær mun halda áfram að ryðja veginn í átt að fullu jafnrétti - lagalegu og samfélagslegu og mun, líkt og aðrir landsmenn, fagna fjölbreytileikanum laugardaginn 17. ágúst. Jafningjafræðsla Vinnuskóla Hafnarfjarðar hefur málað Linnetstíginn í miðbæ Hafnarfjarðar í öllum regnbogans litum sem lið í því að fagna fjölbreytileikanum og mun á meðan á Hinsegin dögunum stendur standa fyrir viðburði í Hamrinum - ungmennahúsi Hafnarfjarðar. 

Fréttasafn


Viðburðir framundan

Vellir

Íbúafundur: Frárennslismál á Völlunum 22.8.2019 17:00 - 18:30 Norðurhella 2

Boðað er til íbúafundar þar sem tillaga að legu stofnlagna Valla verður kynnt. Fyrirhuguð leið nýrrar lagnar liggur frá Nóntorgi að Hraunvallaskóla. Á fundinum verður farið yfir með hvaða hætti fyrirhuguð lögn muni liggja um hverfið og framkvæmdatími verkefnisins.

 
Í sumar verður boðið upp á göngur öll fimmtudagskvöld kl. 20

Álfaganga um Hafnarfjörð 22.8.2019 20:00 - 21:00

Bryndís Björgvinsdóttir þjóðfræðingur leiðir göngu þar sem nokkrir sögu- og álfasteinar í Hafnarfirði verða heimsóttir, saga þeirra rakin og sett í samhengi við ýmsar kenningar um álfatrú Íslendinga. Reynt verður að svara spurningum um muninn á álfum, huldufólki og dvergum, og hvar og hvenær álfar birtast helst okkur mannfólkinu, samkvæmt þjóðtrúnni.

 
RafithrottirFH2

Rafíþróttanámskeið: Counter-Strike 23.8.2019 - 25.8.2019 Hafnarfjörður

FH býður upp á námskeið í rafíþróttum (eSports) eða tölvuleikjaspilun fyrir börn og unglinga í ágúst. Fortnite námskeið í boði dagana 6. - 9. ágúst og FIFA dagana 17. - 18. ágúst. Counter-strike í boði 23. - 25. ágúst.

 
Skipulag

Íbúafundur: Uppbygging við Ásvelli 29.8.2019 17:00 - 18:30 Norðurhella 2

Íbúafundur vegna skipulagsbreytinga er varða uppbyggingu við Ásvelli. Boaða er til fundar þar sem farið verður yfir breytingartillögurnar og uppbyggingu við Ásvelli.

 
Í sumar verður boðið upp á göngur öll fimmtudagskvöld kl. 20

Gamli bærinn 29.8.2019 20:00 - 21:00

Björn Pétursson bæjarminjavörður leiðir sögugöngu um gamla bæinn. Gengið frá Pakkhúsinu

 
IdnadarmennIslands

Fljótasti iðnaðarmaður Íslands 31.8.2019 Helgafell

Keppnin fljótasti iðnaðarmaður Íslands er ekki keppni um hver er fljótastur að saga spítu eða úrbeina naut! Fljótasti iðnaðarmaður Íslands er ný íþróttakeppni á vegum iðnaðarmenn Íslands og er stefnt að því að gera þetta árlega.

 

Fleiri viðburðir