Fréttir

IMG_7021

5.10.2022 Fréttir : Maxímús heimsækir Hafnarfjörð

Maximús Músíkús heimsótti Hafnarfjörð í lok síðustu viku. Kannski ekki í orðsins fyllstu en saga Maxa í máli og myndum og tónar hljómuðu í Hásölum í eyru hátt í 500 barna frá leik- og grunnskólum bæjarins og kennara þeirra. Sinfóníuhljómsveit Tónlistarskóla Hafnarfjarðar, undir faglegri stjórn Ármanns Helgasonar, sá um tónlistina og sögumaður var Björgvin Franz Gíslason.

HljomaSamstarfssamningur

4.10.2022 Fréttir : Músíkmeðferð fyrir börn og ungmenni

Núverið undirrituðu Hafnarfjarðarbær og Hljóma músíkmeðferð samstarfssamning um músíkmeðferð fyrir börn og ungmenni í Hafnarfirði. Hljóma, undir stjórn Ingu Bjarkar Ingadóttur, veitir músíkmeðferð fyrir börn og ungmenni með margvíslegan vanda, svo sem andlega eða líkamlega fötlun, geðrænan vanda, áföll, félagslegar aðstæður og tilfinningalegan vanda.

StrandgataFjardargataUppbygging

3.10.2022 Viðburðir framundan : Strandgata 26-30 (Fjarðargata 13-15): Opin kynning

Opin kynning fyrir alla áhugasama um uppbyggingu og framkvæmdir í miðbæ Hafnarfjarðar 

Hafnarfjordur2020

3.10.2022 Fréttir : Starf sviðsstjóra laust til umsóknar

Laust er til umsóknar starf sviðsstjóra fjölskyldu- og barnamálasviðs Hafnarfjarðarbæjar. Leitað er að öflugum leiðtoga til að stýra daglegum rekstri sviðsins og leiða áfram þau mikilvægu og fjölbreyttu verkefni sem heyra undir sviðið.

BleikKvoldopnun

30.9.2022 Fréttir : Bleik kvöldopnun í hjarta Hafnarfjarðar

Árlegt árvekni- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélags Íslands, Bleika slaufan, undir slagorðinu „SÝNUM LIT“ hefst í dag. Þjónustuaðilar í hjarta Hafnarfjarðar taka fagnandi á móti bleikum október með bleikri opnun í kvöld til kl. 21. 

LifumBeturUmhverfisveisla2022_1663062231950

30.9.2022 Fréttir : Hafnarfjarðarbær tekur þátt í Lifum betur

Hafnarfjarðarbær tekur virkan þátt umhverfis- og heilsuveislu í Hörpunni. 20 reynsluboltar fjalla um allt sem tengjast heilsu og umhverfi, 50 sýningaraðilar kynna umhverfisvænar og heilsueflandi vörur og þjónustu auk þess sem boðið er upp á örnámskeið. Allir þátttakendur í veislunni eiga það sameiginlegt að bjóða upp á umhverfisvænar og heilsueflandi vörur, þjónustu, menntun og lausnir.

Fréttasafn


Auglýsingar

Skipulag_1645177027280

22.9.2022 : Hamranes, götur, stígar, stofnanalóðir og veitur, breyting á lóð fyrir farsímaloftnet

Nýtt deiliskipulag fyrir Hamranes, götur, stígar, stofnanalóðir og veitur.

 

Lesa meira
Skipulag_1645177027280

14.9.2022 : Straumsvík og Kapelluhraun

Aðalskipulag, deiliskipulag og matslýsing

Lesa meira
IMG_4982

12.9.2022 : Styrkir vegna náms og tækjakaupa fatlaðs fólks

Hafnarfjarðarbær vekur athygli á möguleika fatlaðs fólks sem þarfnast sértæks stuðnings vegna fötlunar sinnar til að sækja um styrki. 

Lesa meira

Fleiri auglýsingar


Tilkynningar

Bæjarstjórnarfundur 27. september

Fundur bæjarstjórnar Hafnarfjarðar verður haldinn í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg, 27. september 2022 og hefst kl. 14:00.

Lesa meira
VeiturHeitaVatnid

Endurnýjun á hitaveitu í miðbæ

Framkvæmdir ná til Austurgötu, Mjósunds, Strandgötu og Fjarðargötu frá 26. september - áramóta 2022/2023 

Lesa meira

Bæjarstjórnarfundur 14. september

Fundur bæjarstjórnar Hafnarfjarðar verður haldinn í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg, 14. september 2022 og hefst kl. 14:00.

Lesa meira

Fleiri tilkynningar


Viðburðir framundan

LifumBeturUmhverfisveisla2022_1663062231950

Lifum betur! Umhverfis- og heilsuveisla í Hörpu 7.10.2022 - 9.10.2022 15:00 - 17:00 Harpan

Sýning, fyrirlestrar og örnámskeið 

 
bókasafn hafnarfjarðar 100 ára

100 ára afmæli Bókasafns Hafnarfjarðar! 15.10.2022 13:00 - 15:00 Bókasafn Hafnarfjarðar

Bókasafnið býður öllum til veislu

 
Sjonarhorn

Sjónarhorn – fræðslustund fyrir eldra fólk í Hafnarborg 19.10.2022 14:00 - 15:00

Sjónarhorn er dagskrá ætluð eldra fólki, sem hefur áhuga á menningu og listum, til að fræðast um starfsemi Hafnarborgar, yfirstandandi sýningar eða einstök verk úr safneign.

 
SnuumThessuVid

Snúum þessu við - fræðsla í beinu streymi 2.11.2022 20:00 - 21:00

Hagnýt ráð til foreldra 0-3ja ára barna til að efla mál og læsi 

 
Fundur_1665051185998

Stafræn umbreyting í Hafnarfirði – 1160 dagar 10.11.2022 13:00 - 17:00 Bæjarbíó

Starfsfólk og fleiri góð gefa innsýn í stafræna vegferð sveitarfélagsins síðustu 1160 dagana  

 
Sjonarhorn

Sjónarhorn – fræðslustund fyrir eldra fólk í Hafnarborg 16.11.2022 14:00

Sjónarhorn er dagskrá ætluð eldra fólki, sem hefur áhuga á menningu og listum, til að fræðast um starfsemi Hafnarborgar, yfirstandandi sýningar eða einstök verk úr safneign.

 

Fleiri viðburðir