Fréttir

IMG_9155

15.11.2019 Fréttir : Dellukall sem fékk listrænt uppeldi

Eiríkur ræðir í þessu spjalli Vitans um mikilvægi tónlistar í stóra samhenginu, lífið sem Hundur í óskilum og þá sköpun sem er að eiga sér stað í Tónlistarskóla Hafnafjarðar alla daga. Tónlistarskóli Hafnarfjarðar er stór tónlistarskóli sem er alltaf að prófa sig áfram og þróun og nýsköpun í skólastarfi með virkri þátttöku starfsfólks og nemenda.

14.11.2019 Fréttir : Framkvæmdir í Seltúni

Þessa dagana standa yfir framkvæmdir í Seltúni og má gera ráð fyrir að framkvæmdir á morgun, föstudaginn 14. nóvember, geti haft töluverðar raskanir eða lokanir í för með sér. Unnið er að því að loka borholu á svæðinu. 

13.11.2019 Fréttir : Sterk fjárhagsstaða og stöðugleiki

Áhersla verður lögð á að nútímavæða og þróa þjónustu sveitarfélagsins með hagnýtingu upplýsingatækni og skýrari verkferlum. Aukin þjónusta við íbúa og fyrirtæki verður áfram grundvallarverkefni sveitarfélagsins þar sem forvarnir verða í forgrunni og áfram unnið að stórum fjölbreyttum innleiðingarverkefnum.

SamstarfSamgongustofa

13.11.2019 Fréttir : Samstarf við Samgöngustofu um umferðarmál

Grunnskólar Hafnarfjarðar verða í sérstöku samstarfi við Samgöngustofu á skólaárinu 2019-2020. Samgöngustofa tekur þátt í að styðja grunnskóla bæjarins við að efla umferðarfræðslu í skólunum með ráðgjöf og kennslu.

IMG_8881

13.11.2019 Fréttir : Endurskinsmerki aðgengileg í sundlaugum

Öll sex ára börn fengu endurskinsmerki að gjöf frá Heilsubænum Hafnarfirði í haust þegar grunnskólaganga þeirra hófst. Verkefnið er til þess fallið að auka öryggi barnanna og gera þau sýnilegri á ferðum sínum um bæinn.

Skipulag

13.11.2019 Skipulag í kynningu : Suðurgata 73

Deiliskipulagsbreyting

Fréttasafn


Viðburðir framundan

Bókasafn Hafnarfjarðar

Foreldramorgnar Bókasafns Hafnarfjarðar 19.11.2019 10:00 - 12:00

Foreldramorgnar Bókasafns Hafnarfjarðar eru annan hvern þriðjudagsmorgunn yfir vetrartímann, milli klukkan 10 og 12 í fjölnotasal safnsins. Nú verður fjallað um málþroska ungra barna.

 
Hafnarfjörður sumarkvöld

Opinn íbúafundur um miðbæ Hafnarfjarðar 19.11.2019 17:00 - 19:00 Hásalir í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar

Boðað er til opins íbúa- og vinnufundar vegna fyrirhugaðrar endurskoðunar á deiliskipulagi miðbæjar í Hásölum Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 19. nóvember nk. kl.17 – 19.

 

Kynstrin öll - fyrra upplestrarkvöld 21.11.2019 20:00 - 23:00

Fimmtudaginn 21. nóvember kl. 20 er upplestrarkvöld á Jóladagskrá Bókasafns Hafnarfjarðar

 

Kynstrin öll - Upplestur fyrir yngri börn 23.11.2019 12:00 - 13:00

Laugardaginn 23. nóvember kl. 12 er upplestur fyrir yngri börn á jóladagskrá Bókasafns Hafnarfjarðar

 

Kynstrin öll - Upplestur fyrir eldri börn 26.11.2019 17:00 - 18:30

Fimmtudaginn 26. nóvember er upplestur fyrir eldri börn á jóladagskrá Bókasafns Hafnarfjarðar

 

Fróðleiksmolar Byggðasafnsins 28.11.2019 20:00 - 21:30

Byggðasafn Hafnarfjarðar stendur í vetur fyrir fyrirlestraröðinni „Fróðleiksmolar“. Fróðleiksmolarnir verða í boði síðasta fimmtudag hvers mánaðar í vetur og hefjast kl. 20:00 í Bookless Bungalow, Vesturgötu 32.

 

Fleiri viðburðir