Fréttir

Menntastefna

16.9.2019 Fréttir : Gerð menntastefnu Hafnarfjarðar 2020-2030

Á undanförnum mánuðum hefur farið fram vinna í starfshópi við vinnulag við gerð menntastefnu Hafnarfjarðar og samþykkt í fræðsluráði að hefja vinnu við gerð sjálfrar menntastefnunnar nú á haustdögum. Menntastefna Hafnarfjarðar á að hafa samhljóm með gildandi lögum og reglugerðum sem gilda um nám, kennslu, frístundastarf og alla almenna vellíðan og þroska barna og ungmenna í Hafnarfirði.

Suðurbæjarlaug

16.9.2019 Fréttir : Suðurbæjarlaug lokuð vegna viðhaldsframkvæmda

Sundlaugarsvæði Suðurbæjarlaugar verður lokað frá og með mánudeginum 16. september til og með föstudeginum 20.september vegna viðhaldsframkvæmda. Tekur þetta til allra lauga og klefa á svæðinu. Gym H líkamsræktin í lauginni verður opin á þessu tímabili.

HafnarfjordurFallegur

16.9.2019 Fréttir : Bæjarstjórnarfundur 18. september

Boðað hefur verið til bæjarstjórnarfundar miðvikudaginn 18. september. Formlegur fundur hefst kl. 14:00 í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg, Strandgötu 34.

13.9.2019 Fréttir : Hrafnista bar sigur úr býtum

Fulltrúar bæjarstjórnar Hafnarfjarðar öttu kappi við heimilisfólk Hrafnistu í árlegu púttmóti sem fram fór í dag. Keppt var um farandbikar og lagði heimilisfólkið bæjarfulltrúana að velli, líkt og fyrri ár.

Nr1BjornPetursson

13.9.2019 Fréttir : VITINN - nýtt hlaðvarp Hafnarfjarðarbæjar

Hafnarfjarðarbær kynnir til sögunnar Vitann, nýtt hlaðvarp Hafnarfjarðarbæjar. Um er að ræða tilraunaverkefni og nýja og spennandi leið í upplýsingagjöf til íbúa og allra þeirra sem áhugasamir eru um sveitarfélagið, viðfangsefni þess, verkefni og þjónustu. 

Hraunvestur-tekid-fra-kaplakrika-sed-yfir-flatahraunid-og-fjardarhraunid

12.9.2019 Fréttir : Hraun vestur - Gjótur. Frestur til athugasemda framlengdur

Skipulags- og byggingarráð hefur samþykkt að framlengja frest til athugasemda vegna deiliskipulags Hraun vestur. Bréf þess efnis hefur verið sent til hagsmunaaðila. Vakin er athygli hagsmunaaðila og nágranna á þessu og eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillöguna.

Fréttasafn


Viðburðir framundan

Flensborgarhlaup-1280x640

Flensborgarhlaupið 2019 17.9.2019 17:30 - 19:00 Flensborgarskóli

Flensborgarhlaupið fer fram í Hafnarfirði þann 17. september næstkomandi. Allur ágóði af Flensborgarhlaupinu 2019 rennur til Bergsins Headspace, en Bergið mun veita einstaklingsmiðaða ráðgjöf og þjónustu til ungmenna upp að 25 ára aldri. Ætlunin er að aðstoða þau við að finna leiðir að bættri líðan og efla virkni ungmenna í samfélaginu. Hlaupið hefst við Íþróttahúsið við Strandgötu þriðjudaginn 17. september 2019 kl. 17:30.

 
Hafnarfjörður sumarkvöld

Íbúafundur: Staða mála og næstu skref í skipulagi miðbæjar 17.9.2019 17:30 - 19:00 Bæjarbíó

Opinn fundur fyrir íbúa og aðra áhugasama um stöðu mála og næstu skref í skipulagi miðbæjar Hafnarfjarðar. Vinna við skipulag miðbæjar er enn á hugmyndastigi og með drögum að skýrslu er verið að marka aðferðafræðina og næstu skref. 

 

Söguganga um Krýsuvík 18.9.2019 18:00 - 19:30 Krýsuvíkurkirkja

Jónatan Garðarsson leiðir göngu upp Arnarfellið í Krýsuvík. Gengið frá Krýsuvíkurkirkju.

 
Í sumar verður boðið upp á göngur öll fimmtudagskvöld kl. 20

Ævintýraganga 25.9.2019 20:00 Hafnarfjörður

Ævintýraganga í nærumhverfi félagsmiðstöðva. Gengið frá öllum félagsmiðstöðvum grunnskóla Hafnarfjarðar og frá ungmennahúsinu Hamrinum.

 
IMG_6125

Fræðslufundur fyrir foreldra um mikilvægi málþroska 25.9.2019 20:00 - 21:30 Víðistaðaskóli

Hafnarfjarðarbær heldur fræðslufundi um mikilvægi málþroska fyrir foreldra 6 - 24 mánaða barna í Hafnarfirði. Góður málþroski er mikilvæg undirstaða fyrir læsi og styður við góðan námsárangur.

 
IMG_6125

Fræðslufundur fyrir foreldra um mikilvægi málþroska 26.9.2019 17:00 - 18:30 Öldutúnsskóli

Hafnarfjarðarbær heldur fræðslufundi um mikilvægi málþroska fyrir foreldra 6 - 24 mánaða barna í Hafnarfirði. Góður málþroski er mikilvæg undirstaða fyrir læsi og styður við góðan námsárangur.

 

Fleiri viðburðir