Fréttir

27.3.2020 Fréttir : Upplýsingar um áhrif Covid19 á þjónustu sveitarfélagsins

Hafnarfjarðarbær hefur sett í loftið upplýsingasíðu um áhrif Covid19 á þjónustu sveitarfélagsins ásamt því að birta þar yfirlit yfir allar fréttir á vefnum sem tengjast Covid19. 

Norðurbakki um vetur

27.3.2020 Fréttir : Hafnfirðingar duglegir að hreyfa sig í samkomubanni

Fjöldi þeirra sem hafa farið gangandi og hjólandi um Strandstíginn í mars er nú þegar meiri en allan marsmánuð í fyrra.

Hafnarborg-jolakortamynd

27.3.2020 Fréttir : Styrkúthlutanir myndlistar- og safnasjóðs 2020

Tilkynntar hafa verið styrkúthlutanir myndlistar- og safnasjóðs fyrir árið 2020. Hafnarborg fagnar og þakkar fyrir þá styrki sem veittir eru til verkefna safnsins. Úr safnasjóði hlaut Hafnarborg styrk til tveggja verkefna.

26.3.2020 Auglýsingar : Oddrúnarbær – frábært tækifæri í Hellisgerði

Hafnarfjarðarbær óskar eftir rekstraraðila að Oddubæ í bæjargarði Hafnfirðinga í Hellisgerði sem er um 20 fermetrar að stærð og byggt árið 1905.

Samstarf

26.3.2020 Fréttir : Sameiginleg bakvarðasveit velferðarþjónustu

Í ljósi atburða síðustu daga og vikna er varðar heimsfaraldur Covid-19 og með hliðsjón af fyrirliggjandi upplýsingum frá landlækni gæti útbreiðsla veirunnar orðið til þess að valda erfiðleikum í veitingu þjónustu og skapað skyndilegt álag á vissum svæðum. Mikilvægt er að allir aðilar sem hafi með höndum þjónustu og ráðgjöf við einstaklinga séu með áætlun um aðgerðir til að lágmarka smit á milli fólks en einnig til þess að lágmarka rof í þjónustu og þá sérstaklega þjónustu við viðkvæmustu hópa samfélagsins.

VefHFJ

25.3.2020 Fréttir : Hvað finnst þér um vefinn okkar?

Nemendur í vefmiðlun í Háskóla Íslands eru að vinna að verkefni sem felst í greiningu á vef Hafnarfjarðarbæjar. Í loftinu er netkönnun þar sem kallað er eftir viðhorfum við vefsins og upplýsingum um notkun. 

Fréttasafn


Auglýsingar

27.3.2020 : Viltu vera með á umhverfisvaktinni?

Markmið með umhverfisvaktinni  er að efla umhverfisvitund íbúa, fegurri bær og aukin hreinsun. Félögum og hópum í Hafnarfirði stendur til boða að vakta umhverfið, þ.e. taka að sér að sjá um hreinsun á skilgreindu landsvæði, gegn fjárstyrk til starfseminnar. Umsóknarfrestur er 16. apríl. 

Lesa meira

26.3.2020 : Oddrúnarbær – frábært tækifæri í Hellisgerði

Hafnarfjarðarbær óskar eftir rekstraraðila að Oddubæ í bæjargarði Hafnfirðinga í Hellisgerði sem er um 20 fermetrar að stærð og byggt árið 1905.

Lesa meira

21.3.2020 : Viltu veita börnum umhyggju og öryggi?

Barnavernd Hafnarfjarðar leitar að tveimur fjölskyldum sem eru tilbúnar að taka á móti börnum sem vista þarf utan heimilis í skemmri tíma.

Lesa meira

Fleiri auglýsingar


Tilkynningar

Sorpa

Tímabundin breyting: Plast beint á Sorpu eða í grenndargáma

Höldum áfram að flokka samviskusamlega og skilum beint í endurvinnslu. Umhverfisstofnun ákvað nýlega, að höfðu samráði við sóttvarnarlækni, að leggja til að flokkun úrgangs með loftblæstri verði hætt tímabundið til að draga úr smithættu vegna COVID-19 veirunnar. Það þýðir að ekki má nýta Kára vindflokkara fyrir plast í pokum í móttöku- og flokkunarstöð SORPU á meðan þetta ástand varir. 

Lesa meira
Salernid-er-ekki-ruslatunna

Klósettið er EKKI ruslatunna - The Toilet is NOT a Trash Can

Á hverjum degi berst gríðarlegt magn af rusli í fráveitukerfi bæjarins sem veldur stíflum í kerfinu og oft á tíðum miklu tjóni. Mikil vinna og kostnaður felst í því að hreinsa og losa þessar stíflur og skipta um eða lagfæra dælur sem stöðvast við álagið og gefa sig í einhverju tilfellum. Ef allir íbúar og starfsmenn stofnana og fyrirtækja í Hafnarfirði taka sig saman þá væri hægt að minnka magn óæskilegra hluta/efna sem berast í fráveituna og jafnvel koma alfarið í veg fyrir það til lengri tíma litið.

Lesa meira
Sund1

Sundlaugum, íþróttamiðstöðvum og söfnum lokað

<<ENGLISH BELOW>> Frá og með þriðjudeginum 24. mars verður sundlaugum og söfnum sveitarfélagsins lokað. Nær þetta til allra þriggja sundlauganna, Bókasafns Hafnarfjarðar, Byggðasafns Hafnarfjarðar og Hafnarborgar.

Lesa meira

Fleiri tilkynningar


Viðburðir framundan

Image00008

Samtal um skipulag Vesturbæjar - seinni fundur 31.3.2020 17:00 - 18:30

Hafnarfjarðarbær býður til samráðsfunda vegna skipulagsvinnu er snýr að Vesturbæ Hafnarfjarðar og Verndarsvæðis í byggð. Seinni fundinum verður streymt á vef og Facebook síðu Hafnarfjarðarbæjar þriðjudaginn 31. mars næstkomandi frá kl. 17:00 - 18:30.

 

Bjartir dagar 2020 22.4.2020 - 26.4.2020

Menningarhátíðin Bjartir dagar verður haldin dagana 22.-26. apríl.

 

Fróðleiksmolar Byggðasafnsins 30.4.2020 20:00 - 21:30

Fróðleiksmolar Byggðasafnsins verða í boði síðasta fimmtudag hvers mánaðar í vetur.

 

Fleiri viðburðir