Fréttir

27.3.2020 Fréttir : Covid19. Upplýsingar. Information. Informacje

Important information about the municipality´s services during Covid19. Ważne informacje o wpływie Covid 19 na usługi gminy. Hafnarfjarðarbær hefur sett í loftið upplýsingasíðu um áhrif Covid19 á þjónustu sveitarfélagsins ásamt því að birta þar yfirlit yfir allar fréttir á vefnum sem tengjast Covid19. 

2.6.2020 Fréttir : Menningar- og heilsugöngur 2020

Í sumar er boðið upp á bæjargöngur með leiðsögn alla fimmtudaga kl. 20. Flestar göngur taka um klukkstund, þátttaka er ókeypis og allir velkomnir.

1.6.2020 Fréttir : Til hamingju með afmælið!

Hafnarfjörður fagnar í dag 112 ára afmæli en sveitarfélagið fékk kaupstaðaréttindi þann 1. júní 1908. Ári seinna, þann 1. júní 1909, bjuggu 1469 manns í bænum og voru 109 börn skráð í barnaskóla bæjarins. Í dag búa í kringum 30.000 íbúar í Hafnarfirði og eru nemendur í leik- og grunnskólum sveitarfélagsins orðnir tæplega 6000 í heild.

Sund-fixed

29.5.2020 Fréttir : Opnunartímar sundstaða um hvítasunnuhelgina

Sundlaugarnar í Hafnarfirði verða opnar um hvítasunnu.

Grasleppukarlasyningin

29.5.2020 Fréttir : Tvær nýjar sýningar opnaðar á afmælisdegi bæjarins

Sumaropnun hefst á Byggðasafni Hafnarfjarðar á 112 ára afmælisdegi bæjarins 1.júní með opnun á tveimur nýjum sýningum. Þemasýning um grásleppukarla opnar í Pakkhúsi og ný hernámssýning hefur verið sett upp á Strandstíg. Aðgangur að öllum söfnum Byggðasafns er ókeypis og eru öll fimm hús safnsins opin frá kl. 11-17 alla daga yfir sumartímann.

IMG_5136

28.5.2020 Fréttir : Sumarstörf fyrir námsmenn - opið fyrir umsóknir

Opið er fyrir umsóknir um ný sumarstörf fyrir námsmenn 18 ára og eldri sem eru á milli námsanna. Sumarstörfin eru fjölbreytt og skemmtileg, s.s. á sviði umhverfis- og framkvæmdamála, upplýsingatækni, fræðslumála, fjölskyldumála, menningarmála og heilsueflandi samfélags. Umsóknarfrestur rennur út mánudaginn 1. júní. 

Fréttasafn


Auglýsingar

Skipulag

2.6.2020 : Reykjavíkurvegur 24

Deiliskipulagsbreyting

Lesa meira

2.6.2020 : Hvaleyrarbraut 3

Deiliskipulagsbreyting

Lesa meira

13.5.2020 : Hamranes

Aðalskipulagsbreyting

Lesa meira

Fleiri auglýsingar


Tilkynningar

Reykjanesbraut_1

Lokun á frárein frá Reykjanesbraut að Kaldárselsvegi

Frá og með þriðjudeginum 26.05.2020 mun verktaki loka frárein frá Reykjanesbraut að Kaldárselsvegi í austurátt. Hjáleiðir eru um frárein frá Reykjanesbraut að Ástorgi, og um Ásbraut. Gera má ráð fyrir að þessi lokun standi yfir í 4 vikur.

Lesa meira

Bæjarstjórnarfundur 27. maí

Fundur bæjarstjórnar Hafnarfjarðar
verður haldinn í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg, 27. maí 2020 og hefst kl. 14:00

Lesa meira

Bæjarstjórnarfundur 13. maí

Fundur bæjarstjórnar Hafnarfjarðar
verður haldinn í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg, 13. maí 2020 og hefst kl. 14:00

Lesa meira

Fleiri tilkynningar


Viðburðir framundan

Hafnarfjörður á hernámsárunum 1940 – 1945 27.5.2020 - 31.8.2020

Byggðasafn Hafnarfjarðar hefur sett upp nýja ljósmyndasýningu á strandstígnum meðfram höfninni

 

Opnun nýrrar sýningar - efni:viður 30.5.2020 - 23.8.2020 12:00 - 17:00

Laugardaginn 30. maí opnar ný sýning í Hafnarborg í tilefni af HönnunarMars, sem mun nú fara fram dagana 24.–28. júní. Sýning Hafnarborgar á HönnunarMars í ár ber titilinn efni:viður og verður viðurinn sem efni einmitt í forgrunni á sýningunni. Þar verður sjónum enn fremur beint að mörkum listgreina sem hafa orðið sífellt óljósari á síðustu árum og eru jafnvel að einhverju marki hætt að skipta máli.

 

Sumarlestur á Bókasafni Hafnarfjarðar 1.6.2020 - 31.8.2020 10:00 - 19:00 Bókasafn Hafnarfjarðar

Sumarlestur Bókasafns Hafnarfjarðar hefst þann 1. júní og allir hressir krakkar geta skráð sig til leiks á bit.ly/sumarlestur2020 og verið með. Það skiptir ekki máli hvort að við lesum sjálf eða einhver lesi fyrir okkur, aðalmálið er að vera með. Lestrardagbækur er hægt að fá í grunnskólunum og svo á bókasafninu. Þeir sem vilja geta líka skrifað bókaumsagnir og komið til bókasafnsins í þartilgerðan kassa.

 

Fleiri viðburðir