Fréttir

281120_Jolathorpid-26-of-44-

25.11.2021 Fréttir : Jólaþorpið í Hafnarfirði opnar um helgina

Jólaþorpið í Hafnarfirði verður opnað á morgun kl. 17, fyrsta föstudag í aðventu, og verður opið alla laugardaga og sunnudaga á aðventunni auk opnunar á Þorláksmessukvöld. Ljósin verða tendruð á jólatrénu á miðju Thorsplani fyrr um daginn í fámenni og er jólatréð sem fyrr gjöf frá Cuxhaven, vinabæ Hafnarfjarðar í Þýskalandi. Færri komust að en vildu í jólahúsunum í Jólaþorpinu í ár og ljóst að þessi vinalegi og vinsæli jólamarkaður hefur stimplað sig inn í hug og hjörtu margra og er orðinn hluti af hefðum aðventunnar, bæði hjá söluaðilum í fallegu jólahúsunum og hjá gestum og gangandi.

RosaAdventukvedja2021

24.11.2021 Fréttir : Njótum aðventunnar í hlýlega og heillandi jólabænum

Aðventukveðja frá bæjarstjóra. Jólaljósin mild og fögur eru farin að lýsa upp tilveruna í Hafnarfirði og við öll að komast í sannkallað hátíðarskap. Jólabærinn stendur undir nafni og skín skærar en nokkru sinni. Hafnarfjörður hefur á undanförnum árum ,,slegið í gegn“ sem jólabær, þar sem fallega skreytt jólaþorpið og jólahúsin, skemmtilegar sérverslanir og fjölbreyttir veitingastaðir, menningarhúsin og nú síðast Hellisgerði í jólabúningi, hefur laðað gesti að alls staðar frá. Hlýleiki og vinalegt andrúmsloft hefur mikið aðdráttarafl og á þessum tíma árs er gott að leita í notalega og afslappaða stemningu eins og við höfum náð að skapa hér í Hafnarfirði.

0K1A7552

24.11.2021 Fréttir : Þú finnur jólaandann í jólabænum Hafnarfirði!

Jólablað Hafnarfjarðar er þessa dagana að detta inn um lúgur Hafnfirðinga og vina Hafnarfjarðar í Reykjavík, Garðabæ og Kópavogi. Jólablaðið hefur þann eina og sanna tilgang að kynna jólabæinn Hafnarfjörð fyrir öllum áhugasömum, fyrir gestum og gangandi og varpa ljósi á þann hlýleika og fjölbreytileika sem býr með fólkinu og fyrirtækjunum í jólabænum Hafnarfirði. Jólabærinn hefur allt til alls m.a. þegar kemur að upplifun, afþreyingu, verslun og þjónustu

StJo

23.11.2021 Fréttir : Vilt þú verða hluti af samfélaginu á St. Jó?

Lífsgæðasetrið er samfélag einstaklinga og fyrirtækja sem eiga það sameiginlegt að auka lífsgæði fólks með forvörnum, heilsurækt, ráðgjöf, fræðslu og sköpun.

UNGVika2021

15.11.2021 Fréttir : Töfrar félagsmiðstöðva og ungmennahúsa

Félagsmiðstöðva- og ungmennahúsavikan er haldin hátíðleg dagana 15.-19. nóvember. Vikan hefur það að markmiði að varpa ljósi á mikilvægi og virði þessa vettvangs fyrir börn og ungmenni með hvatningu um að sem flestir (foreldrar, forráðamenn, systkini, vinir og aðrir aðstandendur) kynni sér starfsemi stöðvanna í sínu hverfi. Í dag eru skráðar 126 félagsmiðstöðvar og 11 ungmennahús sem aðildarfélög Samfés á landsvísu. Þar af eru 9 félagsmiðstöðvar í Hafnarfirði og 2 ungmennahús. 

Alfholt-EyrarholtNov21

15.11.2021 Fréttir : Endurbætur á opnum leikvöllum

Í Hafnarfirði eru fjölmargir og fjölbreyttir leik- og sparkvellir og á hverju ári er markvisst unnið að viðhaldi og endurnýjun þeirra út frá ákveðinni forgangsröðun. Síðastliðnar vikur hefur m.a. verið unnið að endurbótum á leikvelli milli Álfholts og Eyrarholts og á Akurvöllum. 

Fréttasafn


Auglýsingar

Skipulag

10.11.2021 : Hellnahraun

Skipulagslýsing vegna aðalskipulagsbreytinga 

Lesa meira
Led

5.11.2021 : LED götulampar

Útboð 

Lesa meira

22.10.2021 : Miðbær vegna Suðurgötu 18

Deiliskipulagsbreyting 

Lesa meira

Fleiri auglýsingar


Tilkynningar

Bæjarstjórnarfundur 24. nóvember

Fundur bæjarstjórnar Hafnarfjarðar verður haldinn í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg, 24. nóvember 2021 og hefst kl. 14:00.

Lesa meira
Vatnsleysi15112021

Vatnslaust vegna viðgerða 16. nóv frá kl. 9-12

Nær til húsa við Hringbraut, Lynghvamm, Reynihvamm og Birkihvamm Lesa meira
Jolablad015

Ásvallalaug lokuð um helgina vegna sundmóts

Lokað föstudag, laugardag og sunnudag 

Lesa meira

Fleiri tilkynningar


Viðburðir framundan

Glergallerí - Eva Ágústa með ljósmyndasýningu

Glergalleríið – Óskrifað blað 1.11.2021 - 5.1.2022 17:00 - 19:00 Bókasafn Hafnarfjarðar

Ljósmyndarinn Eva Ágústa opnar sýningu í Glerrýminu.

 
Margrét Jóna - Jafnvægi

Jafnvægi - Margrét Jóna Þórhallsdóttir 28.11.2021 13:00 - 17:00 Litla Gallerý

Helgina 26. - 28. nóvember n.k. verður einkasýning á verkum Mjónu - Margréti Jónu Þórhallsdóttur í Litla Gallerý Strandgötu 19 Hafnarfirði.

 

Jólaþorpið í Hafnarfirði 28.11.2021 13:00 - 18:00

Jólaþorpið í Hafnarfirði er opið allar helgar á aðventunni frá kl. 13-18 og til kl. 22 á Þorláksmessu

 
Fuglar Havana

Leiðsagnir um nýjar sýningar Hafnarborg 28.11.2021 14:00 - 15:00 Hafnarborg

Katrín Elvarsdóttir, listamaður, og Daría Sól Andrews, sýningarstjóri sýningarinnar, taka á móti gestum og segja frá sýningunni Söngfuglum, sem stendur nú yfir í Sverrissal Hafnarborgar.

 
Þorvaldur Þorsteinsson banner

Lengi skal manninn reyna - Sýningastjóraspjall 28.11.2021 14:00 - 15:00 Hafnarborg

 

Ágústa Kristófersdóttir, sýningarstjóri og fyrrverandi forstöðumaður Hafnarborgar, tekur á móti gestum og segir frá sýningunni og lífi og list Þorvalds Þorsteinssonar á þessari yfirlitssýningu verka hans.

 
Jólabókadagskrá Bókasafns Hafnarfjarðar - fyrra kvöld

Kynstrin öll! – Jólabókakvöld – Fyrri hluti 1.12.2021 20:00 - 22:00 Bókasafn Hafnarfjarðar

Höfundar kvöldsins eru: Hallgrímur Helgason, Ingólfur Eiríksson og Jónína Leósdóttir. Arndís Þórarinsdóttir stýrir umræðum. Hallvarður og Konstantín sjá um tónlistina. 

 

Fleiri viðburðir