Fréttir

Rampur nr. 50 settur upp í Hafnarfirði
Verkefnið Römpum upp Ísland er mætt til Hafnarfjarðar og tveir rampar hafa að jafnaði verið settir upp á dag í hjarta Hafnarfjarðar síðustu daga. Rampur nr. 50 var settur upp við Ísbúð Vesturbæjar við Fjarðargötu í Hafnarfirði í dag og þótti viðeigandi að fá fulltrúa ungu kynslóðarinnar til að vígja rampinn formlega. Ísbúð er frábært dæmi um fjölsóttan og vinsælan viðkomustað barna og ungmenna og fjölskyldunnar allrar. Breyting á hæð og halla við inngang í ísbúð var ekki umfangsmikil en áhrif á aðgengi mikil.

Trjágróður, garðaúrgangur og skjólveggir við lóðamörk
Á þessum tíma árs er mikilvægt að minna íbúa á nokkur atriði sem vert er að hafa í huga varðandi trjágróður við lóðamörk, garðaúrgang og byggingu skjólveggja.

Nýtt farþegahjól fyrir fatlaða gefur og gleður
Nýverið rættist draumur starfsfólks og þjónustuþega Hússins í Hafnarfirði um að eignast farþegahjól. Húsið eignast hjólin fyrir tilstuðlan viðspyrnuaðgerða stjórnvalda sem ætlað var að efla félagslega þátttöku geðfatlaðra og fatlaðs fólks á tímum Covid. Í samtali starfsfólks og þjónustuþega í Húsinu var ákveðið að nýta styrkinn í verkefni sem væru til þess fallin að auka frelsi og gefa fötluðu fólki tækifæri til að upplifa og lifa lífinu lifandi.

Römpum upp Ísland mætt til Hafnarfjarðar
Verkefni "Römpum upp Ísland" hófst handa við að rampa upp Hafnarfjörð í dag. Búið er í fyrsta fasa að marka 28 staði í miðbæ Hafnarfjarðar og gera forsvarmenn verkefnis ráð fyrir að leggja ramp nr. 50 í hjarta Hafnarfjarðar strax í næstu viku.

Viðhaldsframkvæmdir sundstaða sumarið 2022
Mánudaginn 27. júní hefjast viðhaldsframkvæmdir við Suðurbæjarlaug og Ásvallalaug sem hafa áhrif á opnunartíma lauganna. Vegna þessa verður aukið við opnun í Sundhöll Hafnarfjarðar og hún opin um helgar á meðan framkvæmdum stendur.

Börn og furðufiskar á Flensborgarhöfn
Dorgveiðikeppni sumarnámskeiða Hafnarfjarðarbæjar við Flensborgarhöfn hefur með árunum orðið að keppni sem enginn á aldrinum 6-12 ára vill missa af. Hátt í 400 börn og ungmenni tóku þátt í dorgveiðikeppninni í ár og er óhætt að segja að spennustigið hafi verið hátt, eftirvæntingin mikil og tilburðir bæði líflegir og skemmtilegir.
Auglýsingar
Tilkynningar
Viðburðir framundan

Kynningarfundur: Nýtt skipulag Óseyrarhverfis
Nýtt deiliskipulag er í auglýsingu til og með 22. júlí 2022

Dualis Arcana - Terézia & Enaldo í Litla Gallerý
Dagana 30. júní - 3. júlí n.k. verður samsýning á verkum Teréziu & Enaldo í Litla Gallerý Strandgötu 19 Hafnarfirði. Sýningin ber heitið Dualis Arcana og tekið úr latínu og merkir tvíþætt leyndarmál.

Dualis Arcana - Terézia & Enaldo í Litla Gallerý
Dagana 30. júní - 3. júlí n.k. verður samsýning á verkum Teréziu & Enaldo í Litla Gallerý Strandgötu 19 Hafnarfirði. Sýningin ber heitið Dualis Arcana og tekið úr latínu og merkir tvíþætt leyndarmál.

Dualis Arcana - Terézia & Enaldo í Litla Gallerý
Dagana 30. júní - 3. júlí n.k. verður samsýning á verkum Teréziu & Enaldo í Litla Gallerý Strandgötu 19 Hafnarfirði. Sýningin ber heitið Dualis Arcana og tekið úr latínu og merkir tvíþætt leyndarmál.

Leiðarljós - Íslensk einsöngslög - Sönghátíð í Hafnarborg
Íslensk einsöngslög eftir fjölmörg tónskáld verða flutt á Sönghátíð í Hafnarborg.

Dualis Arcana - Terézia & Enaldo í Litla Gallerý
Dagana 30. júní - 3. júlí n.k. verður samsýning á verkum Teréziu & Enaldo í Litla Gallerý Strandgötu 19 Hafnarfirði. Sýningin ber heitið Dualis Arcana og tekið úr latínu og merkir tvíþætt leyndarmál.