Fréttir

Hellisgerdiadventa2020

25.10.2021 Fréttir : Jólin færast yfir Hafnarfjörð – gleðilegan vetur!

Hafnarfjarðarbær fagnar vetri með undirbúningi jóla. Það stefnir allt í að aðventan verði ekki bara björt og fögur heldur einnig afar lífleg og fjörug og líklega laus við takmarkanir. Jólabærinn Hafnarfjörður stimplaði sig rækilega inn í hug og hjörtu Hafnfirðinga og vina Hafnarfjarðar um land allt um síðustu jól með samhentu og góðu átaki allra; íbúa, fyrirtækja og stofnana í öllum hverfum bæjarins. 

Hafnarfjordur2020

22.10.2021 Fréttir : Stefnumótun fyrir Hafnarfjörð til 2035

Hafnarfjarðarbær er nú að stíga fyrstu skref í heildstæðri stefnumótun samkvæmt samþykkt bæjarráðs Hafnarfjarðar frá 12. ágúst 2021. Verkefnið snýst um að móta framtíðarsýn fyrir Hafnarfjörð til ársins 2035 og á þeim grunni byggja upp meginmarkmið sem styðja við mótun áherslna til skemmri tíma.

Mynd3Asvallabraut

21.10.2021 Fréttir : Ásvallabraut opnar fyrir umferð

Ný Ásvallabraut í Hafnarfirði opnaði fyrir umferð í dag en framkvæmdir við brautina hófust vorið 2020. Með opnun Ásvallabrautar frá Skarðshlíð að Áslandi 3 eru tengd saman byggðasvæði sitt hvoru megin Ásfjalls og þar með verða Skarðshlíð og hverfin ofarlega á Völlum betur tengd Kaldárselsvegi og Reykjanesbraut. Einnig mun Ásvallabraut þjóna Hamranesi, nýju hverfi gegnt Skarðshlíð sem er í hraðri uppbyggingu og þeim hverfum sem fyrirhuguð eru í Áslandinu í náinni framtíð.

Oldu43

21.10.2021 Fréttir : Til hamingju með 60 árin Öldutúnsskóli!

Öldutúnsskóli fagnaði í gær 60 ára afmæli en það var þann 20. október árið 1961 sem kennsla hófst í tveimur kennslustofum við skólann. Í lok þess árs voru rúmlega 200 nemendur í skólanum. Nemendur og starfsfólk héldu upp á stórafmælið með söng og almennri gleði. Deginum lauk með ánægjulegri afmælisgöngu nemenda og starfsfólks um hverfið.

Takmarkanir-framlengdar5Okt2021_1633444120080

19.10.2021 Fréttir : Verulegar afléttingar strax og að fullu 18. nóvember

Almennar fjöldatakmarkanir verða 2.000 manns, grímuskyldu verður aflétt, opnunartími veitingastaða lengdur um klukkustund og skráningarskyldu gesta aflétt. Regla um nándarmörk verður áfram 1 metri. Stefnt er að fullri afléttingu samkomutakmarkana innanlands frá og með 18. nóvember.

246261261_349415976975709_6005806653010281110_n-1-

19.10.2021 Fréttir : Nemendaráð í grunnskólum hittast, fræðast og skipuleggja

Árlega er haldin sameiginleg nemendafræðsla fyrir öll nemendaráð í grunnskólum Hafnarfjarðar sem eru með unglingadeild. Slík fræðsla var haldin nú í upphafi vikunnar þar sem hóparnir komu saman og lærðu um jákvæð samskipti, hlutverk nemendaráða, hvernig á að framkvæma þær hugmyndir sem koma, áhrifamátt ungmenna ásamt því að fara í leiki og skipuleggja eigin viðburði á staðnum. 

Fréttasafn


Auglýsingar

22.10.2021 : Miðbær vegna Suðurgötu 18

Deiliskipulagsbreyting 

Lesa meira

19.10.2021 : Áshamar reitir 1.A-2.A, 8.A og 9.A

Deiliskipulagsbreyting 

Lesa meira

19.10.2021 : Smyrlahraun 41a og miðbær

Aðalskipulagsbreyting 

Lesa meira

Fleiri auglýsingar


Tilkynningar

Suðurbæjarlaug

Suðurbæjarlaug lokuð hluta úr degi

Mánudaginn 25. október frá kl. 8:30 - 17 vegna heitavatnsleysis 

Lesa meira
VeiturHeitaVatnid

Heitavatnslaust í suðurbæ Hafnarfjarðar og nágrenni

Þann 25. október frá kl. 9 - 17. Tilkynning frá Veitum  Lesa meira

Fleiri tilkynningar


Viðburðir framundan

Guðrún frá Lundi

„Kerling eins og ég ætti ekki að skrifa svona mikið“ 26.10.2021 17:00 - 18:00 Bókasafn Hafnarfjarðar

Marín Guðrún Hrafnsdóttir, bókmenntafræðingur og langömmubarn Guðrúnar, heldur fyrirlestur um skáldkonuna Guðrúnu frá Lundi.

 

Fróðleiksmolar Byggðasafns Hafnarfjarðar 27.10.2021 20:00 - 21:00

Byggðasafn Hafnarfjarðar stendur í vetur fyrir fyrirlestraröð síðasta miðvikudag í hverjum mánuði í vetur sem hefjast kl. 20:00 í Bookless Bungalow, Vesturgötu 32.

 
SnuumThessuVid

Snúum þessu við - fræðsla fyrir foreldra 27.10.2021 20:00 - 21:30 Hafnarfjörður

Kynningarfundur um hagnýt ráð til foreldra 0-3ja ára til að efla málþroska 

 
Hafnarfjordur2020

Heildarstefnumótun – samtal við atvinnulífið 28.10.2021 15:00 - 16:30

Fulltrúar fyrirtækja eru hvattir til þátttöku í mótun framtíðarsýnar til 2035 

 
Fyrirlestur um hrollvekjur

Hrollvekjur og hryllingsskrif – Fyrirlestur með Emil H. Petersen 30.10.2021 13:00 - 14:00 Bókasafn Hafnarfjarðar

Emil Hjörvar Petersen, rithöfundur og hryllingsgúrú, flytur fyrirlestur um hrollvekjur og hryllingsskrif í tilefni af hrekkjavökunni.

 
Glergallerí - Eva Ágústa með ljósmyndasýningu

Glergalleríið – Óskrifað blað; Ljósmyndasýning eftir Evu Ágústu 1.11.2021 - 5.1.2022 17:00 - 19:00 Bókasafn Hafnarfjarðar

Ljósmyndarinn Eva Ágústa opnar sýningu í Glerrýminu mánudaginn 1. nóvember kl 17:00. Verkin verða til sýnis til og með 5. janúar 2022.

 

Fleiri viðburðir