Fréttir

Lydheilsusjodur2017

26.6.2017 Fréttir : Styrkur úr Lýðheilsusjóði 2017

Hafnarfjarðarbær fékk á föstudaginn 500.000.- styrk frá Lýðheilsusjóði í Heilsubæinn Hafnarfjörð.  Verkefnið snýr að innleiðingu á markvissri heilsueflingarstefnu  fyrir sveitarfélagið í þverfaglegri samvinnu um heilsueflingu og forvarnir á sviði næringar, geðræktar og áfengis- og vímuvarna og tóbaksvarna fyrir bæjarbúa. 
Sumarlestur2017Mynd

23.6.2017 Fréttir : Sumarlestur 2017

Öllum krökkum sem farnir eru að lesa sjálfir er boðið að taka þátt í sumarlestri Bókasafns Hafnarfjarðar sem stendur yfir frá 1. júní til 18. ágúst.  Allar lestrardagbækur sem berast fyrir eða á uppskeruhátíðinni 2. september verða settar í pott og dregnir verða út vinningar. 

IMG_0865

23.6.2017 Fréttir : Í bæjarfréttum er þetta helst...

Bæjarstjóri hefur ákveðið að hafa það sem fastan lið að setja saman nokkur orð um mánaðarmót og segja frá áhugaverðum verkefnum sem í gangi eru innan sveitarfélagsins og upp og ofan af áskorunum, hugmyndum, heimsóknum og fundum mánaðarins. Af mörgu er að taka en með þessu vill bæjarstjóri upplýsa bæjarbúa og aðra hagsmunaaðila betur um gang mála og fyrirætlanir innan sveitarfélagsins.

_A122285

23.6.2017 Fréttir : Útboð: Lækjargata - endurnýjun 2017

Hafnarfjarðarbær óskar eftir tilboðum í framkvæmdir við endurnýjun á um 200m kafla Lækjargötu frá Fjarðargötu að Austurgötu. Útboðsgögn eru seld í Þjónustuveri. Tilboð verða opnuð 11. júlí kl. 11. Verklok eru 15. nóvember 2017

_A122285

22.6.2017 Fréttir : Skipulagbreyting - Einhella 6

Breytingin felst í því að byggingarreitur á lóð er fækkað úr tveimur í einn. Hámarks byggingarmagn verður 1500m² í stað 2600m². Tillögur eru til sýnis frá 22.06.2017 – 03.08.2017. 

IMG_6337

21.6.2017 Fréttir : Hafnarfjarðarbær eignast St. Jósefsspítala

Bæjarstjórn Hafnarfjarðarbæjar samþykkti á fundi sínum í dag að ganga að fyrirliggjandi kaupsamningi á húsnæði St. Jósefsspítala og þar með frá kaupum á eigninni. Sérstakur starfshópur mun skoða hugmyndir um starfsemi í húsinu.

Fréttasafn


Viðburðir framundan

HarryPotter

Harry Potter veisla 26.6.2017 10:00 - 19:00 Bókasafn Hafnarfjarðar

Í tilefni af því að 20 ár eru liðin síðan Harry Potter leit fyrst dagsins ljós, í bókinni Harry Potter and the Philosopher's Stone, ætlar Bóksafn Hafnarfjarðar að slá upp Harry Potter veislu, mánudaginn 26. júní! Endilega kíkið við!

 
Hafnarborg

Sönghátíð í Hafnarborg 1.7.2017 - 9.7.2017 9:00 - 17:00 Hafnarborg

Sönghátíð í Hafnarborg er ný hátíð sem verður haldin í fyrsta skipti dagana 1. – 9. júlí 2017 í Hafnarfirði. Hátíðin er helguð klassískri sönglist, ljóða-, óperu- og kórsöng. Markmið hátíðarinnar er að heiðra klassíska söngtónlist og auka almenna þekkingu á list raddarinnar með tónleikum og námskeiðahaldi.

 

Fleiri viðburðir