Fréttir

AgustaKristofersdottirMenningarneysla

24.2.2020 Fréttir : Menning og listir eru heilsueflandi

Verkefnið Heilsueflandi samfélag hefur staðið yfir í Hafnarfirði í fimm ár með ýmsum áherslum. Oft er talað um að menning skipti máli og Ágústa Kristófersdóttir, forstöðumaður Hafnarborgar, menningar- og listamiðstöðvar Hafnarfjarðar, kynnti sér verkefni í tengslum við heilsueflandi menningu. 

SaraOgSigmarIIII

24.2.2020 Fréttir : Þetta er besti dagurinn í lífinu!

Nýverið fór fram Grunnskólahátíð Hafnarfjarðar, þar sem um það bil 800 unglingar mættu, dönsuðu og skemmtu sér án nokkurra vandkvæða og voru til mikillar fyrirmyndar. Sara Pálmadóttir og Sigmar Ingi Sigurgeirsson verkefnastjórar hátíðarinnar, eru einnig deildarstjórar tveggja af níu (með NÚ) tómstundamiðstöðva grunnskólanna í Hafnarfirði. 

Hljodon2019

24.2.2020 Fréttir : Hljóðön - Íslensku tónlistarverðlaunin 2020

Hljóðön – sýning tónlistar, sem stóð yfir í Hafnarborg 26. janúar–3. mars síðasta árs, hefur hlotið tilnefningu sem tónlistarviðburður ársins (einstakir tónleikar) í flokki sígildrar og samtímatónlistar á Íslensku tónlistarverðlaununum 2020

Hersir-Gislason_1580745695178

24.2.2020 Fréttir : Lokun á Strandgötu sunnan Reykjanesbrautar

Dagana 25. - 28. febrúar, milli kl 10-16, mun verktaki loka Strandgötu sunnan Reykjanesbrautar vegna framkvæmda. Hjáleiðir eru um Krýsuvíkurgatnamót og Kaldárselsveg.

KristrunSigurjonsdottir

21.2.2020 Fréttir : Hafnfirsk hugsjónamanneskja í ráðgefandi hlutverki

Kristrún Sigurjónsdóttir er listakokkur og stundar sína hugleiðslu við bakstur og eldamennsku sem vinir og ættingjar sækja í. Hún er með nám á meistarastigi í fjölmenningu, hnattrænum tengslum og fólksflutningum og starfar sem kennsluráðgjafi hjá Hafnarfjarðarbæ þar sem hún sinnir ráðgefandi hlutverki á sviði fjölmenningar í öflugu samstarfi við leik- og grunnskóla sveitarfélagsins og aðra hagsmunaaðila.

Ásvallalaug

21.2.2020 Fréttir : Barnalaugar í Ásvallalaug lokaðar fram yfir helgi

Vakin er sérstök athygli á því að 16 m kennslulaug, vaðlaug og rennibraut í Ásvallalaug eru lokaðar frá þriðjudeginum 18. febrúar til og með mánudeginum 24. febrúar vegna viðhaldsframkvæmda og lagfæringa.

Fréttasafn


Viðburðir framundan

Foreldramorgunn - Svefnráðgjöf 25.2.2020 10:00 - 12:00 Bókasafn Hafnarfjarðar

Þann 25. Febrúar næstkomandi kemur Soffía Bæringsdóttir, svefnráðgjafi og doula til okkar með erindi um svefn og svefnvenjur ungbarna. 

 

Hlaupasería FH og BOSE 27.2.2020 19:00 - 20:00

Bráðskemmtilegt 5 km hlaup fyrir alla aldurshópa með flögumælingu. Þrjú hlaup sem hlaupin eru í janúar, febrúar og mars 2020.

 

Fróðleiksmolar Byggðasafnsins 27.2.2020 20:00 - 21:30

Byggðasafn Hafnarfjarðar stendur í vetur fyrir fyrirlestraröðinni „Fróðleiksmolar“. Fróðleiksmolarnir verða í boði síðasta fimmtudag hvers mánaðar í vetur og hefjast kl. 20:00 í Bookless Bungalow, Vesturgötu 32.

 

Perlukóðun |Krakkaforritun 29.2.2020 12:00 - 14:00 Bókasafn Hafnarfjarðar

Tölvunarfræðinemar stýra forritunarnámskeiði fyrir krakka þar sem kennd verður tvíundakóðun (e. binarycode) með perlum.

 
UppMedSokkana2020

Upp með sokkana - Mottumars 1.3.2020 11:00 - 13:00 Harpan

Karlahlaup Krabbameinsfélagsins markar upphaf Mottumars. Karlahlaupið er 5 km hlaup sem hentar öllum, afreksmönnum, skokkurum, göngufólki, hægum og hröðum, ungum og öldnum. 

 

Hádegistónleikar í Hafnarborg - Diddú 3.3.2020 12:00 - 12:30

Þriðjudaginn 3. mars kl. 12 mun Sigrún Hjálmtýsdóttir, sópran, best þekkt sem Diddú, koma fram á næstu hádegistónleikum í Hafnarborg, þar sem hún mun flytja uppáhaldsaríurnar sínar, ásamt Antoníu Hevesi, píanóleikara og listrænum stjórnanda tónleikaraðarinnar.

 

Fleiri viðburðir