Fréttir

14.8.2019 Fréttir : Gjótur - reitir 1.1 og 1.4

Athugasemdafrestur um breytingu á deiliskipulagi hluta hverfis austan Reykjavíkurvegar í Hafnarfirði Gjótur – reitir 1.1 og 1.4. sbr. rammaskipulag samþ. 15.5. 2018 hefur verið framlengdur til 1. september 2019. 

14.8.2019 Fréttir : Skólabyrjun 2019

Formlegt skólastarf nemenda í grunnskólum Hafnarfjarðar hefst fimmtudaginn 22. ágúst. Rétt rúmlega 4.000 börn setjast á skólabekk þetta haustið, þar af eru um 350 börn að hefja nám í 1. bekk.

2

9.8.2019 Fréttir : Nýr leikskóli opnar í Skarðshlíð

Starfsfólk í nýjum leikskóla í Skarðshlíðarhverfi tekur á móti fyrstu börnunum um miðjan ágúst en formleg opnun á leikskólanum fór fram í dag. Skarðshlíðarleikskóli bætist þar með í hóp þeirra sautján leikskóla sem starfræktir eru í Hafnarfirði og mun hann starfa undir sama þaki og grunnskóli hverfisins, tónlistarskóli og íþróttamiðstöð. Fyrirkomulagið er til þess fallið að opna á aukin tækifæri og fjölbreyttar leiðir fyrir nemendur og kennara til lærdóms og samvinnu.

Samtokin78

8.8.2019 Fréttir : Transbarnið - handbók fyrir fjölskyldur og fagfólk

Hagsmunasamtök foreldra og aðstandenda trans barna og ungmenna á Íslandi - Trans vinir var stofnað í vetur. Samtökin vilja benda á bókina Trans barnið, handbók fyrir fjölskyldur og fagfólk.   

IMG_5729

8.8.2019 Fréttir : Áfram veginn í átt að fullu jafnrétti. Gleðilega Hinsegin daga 2019!

Hafnarfjarðarbær mun halda áfram að ryðja veginn í átt að fullu jafnrétti - lagalegu og samfélagslegu og mun, líkt og aðrir landsmenn, fagna fjölbreytileikanum laugardaginn 17. ágúst. Jafningjafræðsla Vinnuskóla Hafnarfjarðar hefur málað Linnetstíginn í miðbæ Hafnarfjarðar í öllum regnbogans litum sem lið í því að fagna fjölbreytileikanum og mun á meðan á Hinsegin dögunum stendur standa fyrir viðburði í Hamrinum - ungmennahúsi Hafnarfjarðar. 

Fréttasafn


Viðburðir framundan

RafithrottirFH2

Rafíþróttanámskeið: FIFA 17.8.2019 - 18.8.2019 Hafnarfjörður

FH býður upp á námskeið í rafíþróttum (eSports) eða tölvuleikjaspilun fyrir börn og unglinga í ágúst. Fortnite námskeið í boði dagana 6. - 9. ágúst og FIFA dagana 17. - 18. ágúst. Counter-strike í boði 23. - 25. ágúst.

 
Vellir

Íbúafundur: Frárennslismál á Völlunum 22.8.2019 17:00 - 18:30 Norðurhella 2

Boðað er til íbúafundar þar sem tillaga að legu stofnlagna Valla verður kynnt. Fyrirhuguð leið nýrrar lagnar liggur frá Nóntorgi að Hraunvallaskóla. Á fundinum verður farið yfir með hvaða hætti fyrirhuguð lögn muni liggja um hverfið og framkvæmdatími verkefnisins.

 
Í sumar verður boðið upp á göngur öll fimmtudagskvöld kl. 20

Álfaganga um Hafnarfjörð 22.8.2019 20:00 - 21:00

Bryndís Björgvinsdóttir þjóðfræðingur leiðir göngu þar sem nokkrir sögu- og álfasteinar í Hafnarfirði verða heimsóttir, saga þeirra rakin og sett í samhengi við ýmsar kenningar um álfatrú Íslendinga. Reynt verður að svara spurningum um muninn á álfum, huldufólki og dvergum, og hvar og hvenær álfar birtast helst okkur mannfólkinu, samkvæmt þjóðtrúnni.

 
RafithrottirFH2

Rafíþróttanámskeið: Counter-Strike 23.8.2019 - 25.8.2019 Hafnarfjörður

FH býður upp á námskeið í rafíþróttum (eSports) eða tölvuleikjaspilun fyrir börn og unglinga í ágúst. Fortnite námskeið í boði dagana 6. - 9. ágúst og FIFA dagana 17. - 18. ágúst. Counter-strike í boði 23. - 25. ágúst.

 
Skipulag

Íbúafundur: Uppbygging við Ásvelli 29.8.2019 17:00 - 18:30 Norðurhella 2

Íbúafundur vegna skipulagsbreytinga er varða uppbyggingu við Ásvelli. Boaða er til fundar þar sem farið verður yfir breytingartillögurnar og uppbyggingu við Ásvelli.

 
Í sumar verður boðið upp á göngur öll fimmtudagskvöld kl. 20

Gamli bærinn 29.8.2019 20:00 - 21:00

Björn Pétursson bæjarminjavörður leiðir sögugöngu um gamla bæinn. Gengið frá Pakkhúsinu

 

Fleiri viðburðir