Fréttir

27.3.2020 Fréttir : Covid19. Upplýsingar. Information. Informacje

Important information about the municipality´s services during Covid19. Ważne informacje o wpływie Covid 19 na usługi gminy. Hafnarfjarðarbær hefur sett í loftið upplýsingasíðu um áhrif Covid19 á þjónustu sveitarfélagsins ásamt því að birta þar yfirlit yfir allar fréttir á vefnum sem tengjast Covid19. 

Eyglo1

5.4.2020 Fréttir : Hefur starfað með 12 bæjarstjórum

Eygló Hauksdóttir hefur starfað hjá Hafnarfjarðarbæ frá árinu 1977, í tíð 12 bæjarstjóra. Hún verður sjötug í apríl og viðurkennir að þykja einkennileg tilhugsun að hætta á tímum samkomubanns en lítur afar þakklát yfir farinn veg og hefur engar áhyggjur af eirðarleysi þegar hún lýkur störfum í þessum mánuði.

3.4.2020 Fréttir : Samkomubann framlengt til að hefta útbreiðslu Covid19

Ákveðið hefur verið að framlengja til 4. maí þær takmarkanir á samkomum og skólahaldi sem áttu að falla úr gildi 13. apríl næstkomandi. Ákvörðunin er í samræmi við tillögu sóttvarnalæknis. Þótt vel hafi gengið að halda útbreiðslu smita í skefjum veldur áhyggjum hve alvarlega veikum einstaklingum sem þurfa á gjörgæslu að halda hefur fjölgað hratt.

Andri1

3.4.2020 Fréttir : Fjölbreytt virkni bæjarbúa í samkomubanni

Nú eru tæpar þrjár vikur liðnar af samkomubanni vegna covid19 og hjá Hafnarfjarðarbæ leitar starfsfólk bæjarins leiða til að miðla heilsueflandi hugmyndum og viðburðum sem voru skipulagðir heim í stofu í gegnum samfélagsmiðla. Að sögn Andra Ómarssonar viðburðastjóra hafa íbúar verið sérstaklega duglegir að hreyfa sig og njóta útivistar

Hamranes1

3.4.2020 Fréttir : Hundruð íbúða rísa í Hamranesi

Hafnarfjarðarbær óskaði á haustmánuðum 2019 eftir áhugasömum þróunaraðilum til þátttöku í uppbyggingu byggðar á fjórum lóðum í fyrsta áfanga Hamraness í Hafnarfirði. Lóðunum var úthlutað til fjögurra hópa m.a. arkitekta, hönnuða og byggingaraðila sem hafa tekið höndum saman við mótun áhugaverðra hugmynda fyrir svæðið. Gert er ráð fyrir að fyrstu íbúðirnar fari í sölu innan tveggja ára.

TimitiladLesa

3.4.2020 Fréttir : Tími til að lesa: Setjum fyrsta heimsmetið í lestri

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hleypti þann 1. apríl af stokkunum lestrarverkefni fyrir þjóðina, þar sem börn og fullorðnir eru hvött til að nýta til lesturs þann tíma sem gefst við núverandi aðstæður.

Fréttasafn


Auglýsingar

2.4.2020 : Aðalskipulagsbreyting, breytt landnotkun

Í breytingunni felst að: hluta Víðistaðasvæðis verði breytt í íbúðarsvæði. Svæðið fellur nú undir OP2, opið svæði, og HVc1, hverfisvernd, er á hluta svæðisins. Þegar raskað land milli Hjallabrautar og hraunjaðars, þar sem nú liggur hjóla- og göngustígur, verði nýtt undir íbúðabyggð. Hraunjaðar Víðistaðatúns verður áfram ósnertur enda verði hann áfram hverfisverndaður.

Lesa meira

27.3.2020 : Viltu vera með á umhverfisvaktinni?

Markmið með umhverfisvaktinni  er að efla umhverfisvitund íbúa, fegurri bær og aukin hreinsun. Félögum og hópum í Hafnarfirði stendur til boða að vakta umhverfið, þ.e. taka að sér að sjá um hreinsun á skilgreindu landsvæði, gegn fjárstyrk til starfseminnar. Umsóknarfrestur er 16. apríl. 

Lesa meira

26.3.2020 : Oddrúnarbær – frábært tækifæri í Hellisgerði

Hafnarfjarðarbær óskar eftir rekstraraðila að Oddubæ í bæjargarði Hafnfirðinga í Hellisgerði sem er um 20 fermetrar að stærð og byggt árið 1905.

Lesa meira

Fleiri auglýsingar


Tilkynningar

Gulvidvorun20202020

Gul veðurviðvörun seint í nótt eða undir morgun

Seint í nótt eða undir morgun mun gul veðurviðvörun taka gildi á höfuðborgarsvæðinu. Veður mun ganga í austan og norðaustan hvassviðri eða storm (15-23 m/s) með snjókomu.

Lesa meira

Frestun fasteignagjalda á íbúða- og atvinnuhúsnæði

Sveitarfélögin Kópavogur, Hafnarfjörður, Garðabær, Mosfellsbær og Seltjarnarnes munu leggja fram tillögu, í bæjarráðum eða bæjarstjórnum sveitarfélaganna í vikunni, um frestun fasteignaskatta og fasteignagjalda á eigendur íbúða- og atvinnuhúsnæðis.

Lesa meira
Sorpa

Tímabundin breyting: Plast beint á Sorpu eða í grenndargáma

Höldum áfram að flokka samviskusamlega og skilum beint í endurvinnslu. Umhverfisstofnun ákvað nýlega, að höfðu samráði við sóttvarnarlækni, að leggja til að flokkun úrgangs með loftblæstri verði hætt tímabundið til að draga úr smithættu vegna COVID-19 veirunnar. Það þýðir að ekki má nýta Kára vindflokkara fyrir plast í pokum í móttöku- og flokkunarstöð SORPU á meðan þetta ástand varir. 

Lesa meira

Fleiri tilkynningar


Viðburðir framundan

Bjartir dagar 2020 22.4.2020 - 26.4.2020

Menningarhátíðin Bjartir dagar verður haldin dagana 22.-26. apríl.

 

Fróðleiksmolar Byggðasafnsins 30.4.2020 20:00 - 21:30

Fróðleiksmolar Byggðasafnsins verða í boði síðasta fimmtudag hvers mánaðar í vetur.

 

Hlaupasería FH og BOSE 13.5.2020 19:00 - 20:00

Bráðskemmtilegt 5 km hlaup fyrir alla aldurshópa með flögumælingu. Þrjú hlaup sem hlaupin eru í janúar, febrúar og mars 2020.

 

Fleiri viðburðir