Fréttir

Namsefnisgjof-Vidivellir

22.10.2018 Fréttir : Námsefnisgjöf til leikskóla

Fulltrúar í Lionsklúbbi Hafnarfjarðar afhentu á dögunum námsefnispakka til nemenda á Leikskólanum Víðivöllum. Eru nú allir leikskólar í Hafnarfirði komnir með fjölþættan námsefnispakka í hendurnar sem Menntamálastofnun, í samstarfi við Lions, er að færa öllum leikskólum landsins.

Ásvallalaug

19.10.2018 Fréttir : Ásvallalaug lokuð næstu daga

Ásvallalaug verður takmarkað opin dagana 20. -23. október. Frítt er í sund í Sundhöll og Suðurbæjarlaug mánudag og þriðjudag í vetrarfríi grunnskólanna. 

Vatn

19.10.2018 Fréttir : Truflanir á afhendingu vatns í Norðurbæ

Vegna viðgerða má búast við truflunum í afhendingu vatns í húsum við Norðurbraut, Hraunbrún og Garðaveg í dag. Reiknað er með að lokað verði fyrir vatnið kl 10 og vonast er til að viðgerð ljúki um hádegi.

Aslandsskoli

17.10.2018 Fréttir : Vegna umræðu um mötuneyti í Áslandsskóla

Á fyrsta fundi nýs fræðsluráðs, þann 26. júní 2018, var tekið fyrir bréf frá umboðsmanni barna varðandi mötuneyti Áslandsskóla og það fyrirkomulag að nemendur í mataráskrift matist í öðru rými en nemendur sem koma með nesti að heiman. Fræðslustjóra Hafnarfjarðarbæjar var á fundinum falið að fylgja bréfinu eftir sbr. bókun. Afrit af bréfi var birt með bókun fundar.

HafnarfjordurFallegur

15.10.2018 Fréttir : Bæjarstjórnarfundur 17.október

Boðað hefur verið til bæjarstjórnarfundar miðvikudaginn 17.október. Fundurinn hefst kl. 17:00 í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg, Strandgötu 34.   

Samstarfsverkefni_1539247374119

11.10.2018 Fréttir : Markvissar aðgerðir gegn hrakandi málþroska

Nýtt verkefni hjá Hafnarfjarðarbæ miðar að því að ná til foreldra barna á aldrinum 6-24 mánaða þannig að börnin séu efld í málþroska frá unga aldri. Um er að ræða samstarf sem teygir anga sína til dagforeldra og frístundaheimila.

Hafnarfjörður sólroði kvöld

9.10.2018 Fréttir : 13 verkefni hljóta menningarstyrk

Menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar hefur nú lokið úthlutun menningarstyrkja ársins 2018. Þrettán verkefni hljóta styrk að þessu sinni og fer formleg afhending fram 27. nóvember næstkomandi. 

GeirBjarna

5.10.2018 Fréttir : Hópsöfnun unglinga í miðbæ Hafnarfjarðar

Í haust hefur borið á því að hópur ungs fólks hafi verið að safnast saman niður í miðbæ til að hanga í og við Fjörð. Þetta hefur verið að gerast eftir að skóla lýkur, um helgar og fram á kvöld.  Þessi hópasöfnun getur haft slæmar afleiðingar.

Fréttasafn


Viðburðir framundan

Vetrarfri2018

Vetrarfrí 2018 - skemmtun 20.10.2018 - 23.10.2018 11:00 - 15:00 Hafnarfjörður

Mánudaginn 22. og þriðjudaginn 23. október er vetrarfrí í grunnskólum Hafnarfjarðar. Af því tilefni er frítt í sund fyrir börn og fullorðna, Hafnarborg býður í listasmiðjur og Bókasafn Hafnarfjarðar og Byggðasafn í aðra skemmtun.

 
Vetrarfri2018

Ferie zimowe w Hafnarfjörður 20.10.2018 - 23.10.2018 11:00 - 15:00 Hafnarfjörður

W dniach 22 i 23 października 2018 w szkołach podstawowych w Hafnarfjördur będą miały miejsce ferie zimowe. W zwiazku z tym wejście na baseny Suðurbæjarlaug oraz Sundhöll Hafnarfjarðar będzie darmowe. Basen Ásvallalaug będzie nieczynny w związku z przeprowadzanymi tam pracami remontowymi.

 

Fleiri viðburðir