Fréttir

10.7.2020 Fréttir : Tennisíþróttin fær byr undir vængi

Nýtt tennisfélag í Hafnarfirði, TFH, var stofnað í vetur. Íþróttin er í vexti í bænum og nýlega fengu útivellir á Víðistaðatúni andlitsupplyftingu.

8.7.2020 Fréttir : Malbikun á Reykjanesbraut í Hafnarfirði 8. júlí

Vegna malbikunarframkvæmda á suður akbraut Reykjanesbrautar milli Strandgötubrúar og Krýsuvíkurgatnamóta í dag, verður umferð frá Keflavík til Reykjavíkur færð á hjáleið um Krýsuvíkurgatnamót og Ásbraut.

HFJ_AMMA_HOFI-13

7.7.2020 Fréttir : Húsfyllir á hafnfirska forsýningu á Ömmu Hófí

Húsfyllir var á hafnfirska forsýningu kvikmyndarinnar Ömmu Hófí í Bæjarbíói í kvöld. Í ljósi þess að myndin var að öllu leyti tekin upp í Hafnarfirði ákvað Hafnarfjarðarbær í samstarfi við Bæjarbíó og framleiðendur myndarinnar að bjóða þeim sem tóku þátt í gerð hennar í Hafnarfirði; fyrirtækjum og einstaklingum sem og bæjarstjórn, starfsfólki Hafnarfjarðarbæjar og heilsueflandi hópi hafnfirskra eldri borgara til forsýningar á myndinni á heimavelli.

Austurgata2

6.7.2020 Fréttir : Austurgatan með söguskilti og sögugöngu í Wappinu

Heilsubærinn Hafnarfjörður og og Wapp - Walking app hafa samstarf um birtingu gönguleiða í Hafnarfirði í leiðsagnarappinu Wappinu. Ný ganga var sett í loftið 17. júní síðastliðinn, og er hér um að ræða áhugaverða sögugöngu um Austurgötuna. 

IdaJensdottir2020

6.7.2020 Fréttir : Starfsemi í nýsköpunarstofu fer vel af stað

Sumarstörfum fyrir námsfólk og frumkvöðla milli námsanna, 18 ára og eldri, var fjölgað til muna í sumar og hefur hluti hópsins hreiðrað um sig í nýsköpunarstofu í Menntasetrinu við Lækinn.

67174116_1048470135360385_2752055961983123456_o

3.7.2020 Fréttir : Sameiginlegur plokkdagur vinnuskólanna

Þann 7. júlí mun Vinnuskóli Hafnarfjarðar halda í samstarfi við Vinnuskóla Kópavogs sameiginlegan plokkdag. Markmiðið er að skila bæjunum fallegum og hreinum.

Fréttasafn


Auglýsingar

Skipulag

7.7.2020 : Reykjanesbraut - tvöföldun sunnan Straumsvíkur

Skipulagslýsing vegna breytinga á aðalskipulagi

Lesa meira
Skipulag

6.7.2020 : Suðurhöfn - Háibakki og Fornubúðir 20

Deiliskipulagsbreyting 

Lesa meira

Fleiri auglýsingar


Tilkynningar

Breyting á umferð um Strandgötu

Mánudaginn 13. júlí og þriðjudaginn 14. júlí, milli kl 09:00-16:00, verður lokað fyrir umferð í norðurátt frá Ástorgi um Strandgötu vegna framkvæmda.

Lesa meira

Staða mála í Suðurbæjarlaug

Umfangsmiklar og ófyrirséðar viðhaldsaðgerðir standa yfir í Suðurbæjarlaug þessa dagana og hafa gert síðustu vikur. Gera má ráð fyrir að framkvæmdir muni áfram standa yfir næstu vikurnar. 

Lesa meira
Reykjanesbraut_1

Breytingar á umferð um Reykjanesbraut 4. - 10. júlí

Vegna ýmissa framkvæmda við breikkun Reykjanesbrautar verða breytingar á umferð um brautina næstu daga.

Lesa meira

Fleiri tilkynningar


Viðburðir framundan

Hafnarborg

Sönghátíð í Hafnarborg 2.7.2020 - 12.7.2020

Samkenndin sem við höfum öll fundið svo sterkt fyrir undanfarið verður þema Sönghátíðar í Hafnarborg 2.-12. júlí 2020. Átta tónleikar verða í boði.

 
IMG_5136

Heilt stafróf af hugmyndum 3.7.2020 - 31.8.2020

Hér er samankomið heilt stafróf af hugmyndum, fjölmargt spennandi og skemmtilegt sem íbúar og vinir Hafnarfjarðar geta tekið sér fyrir hendur næstu vikurnar. 

 
LitliRatleikur2020

Litli ratleikur Hafnarfjarðar 3.7.2020 - 31.8.2020

Heilsubærinn Hafnarfjörður og Hönnunarhúsið ehf. hafa tekið höndum saman og gefið út Litla ratleik í fyrsta sinn. Ratleikurinn er ætlaður sem hvatning til útiveru í Hafnarfirði. 

 

Hafnarfjörður á hernámsárunum 1940 – 1945 3.7.2020 - 31.8.2020

Byggðasafn Hafnarfjarðar hefur sett upp nýja ljósmyndasýningu á strandstígnum meðfram höfninni

 

Sumarlestur á Bókasafni Hafnarfjarðar 3.7.2020 - 31.8.2020 10:00 - 19:00 Bókasafn Hafnarfjarðar

Sumarlestur Bókasafns Hafnarfjarðar hefst þann 1. júní og allir hressir krakkar geta skráð sig til leiks á bit.ly/sumarlestur2020 og verið með.

 

Grásleppukarlar og smábátaútgerð í Byggðasafninu 3.7.2020 - 31.8.2020 11:00 - 17:00

Byggðasafn Hafnarfjarðar hefur opnað nýja sýningu í forsal Pakkhússins um grásleppukarla og smábátaútgerð í bænum. 

 

Fleiri viðburðir