Fréttir

1

29.5.2017 Fréttir : Hagir og líðan ungs fólks

Nýverið var kynnt ný skýrsla um hagi og líðan barna í 5.-7. bekk í Hafnarfirði.

_MG_7752

22.5.2017 Fréttir : Bæjarstjórnarfundur 24. maí

Boðað hefur verið til bæjarstjórnarfundar miðvikudaginn 24. maí. Fundurinn hefst kl. 14 í Hafnarborg, Strandgötu 34.  Fundi er streymt beint á heimasíðu. 

HafnarfjordurFallegur

19.5.2017 Fréttir : Bærinn minn - hver er þinn uppáhaldsstaður?

Hafnfirðingar eiga allir sinn uppáhaldsstað - hver er þinn?  Til stendur að kortleggja uppáhaldsstaði Hafnfirðinga og gera þá meira sýnilega á síðum bæjarins og Markaðsstofu Hafnarfjarðar þannig að Hafnfirðingar geti fengið hugmyndir til hreyfingar og heilsubótar og upplifað nýja og áhugaverða staði í Firðinum okkar fagra. 

IMG_2428

19.5.2017 Fréttir : 16% launahækkun í Vinnuskóla

Laun ungmenna í Vinnuskóla Hafnarfjarðar sem fædd eru 2001, 2002 og 2003 verða hækkuð sem nemur 16% sumarið 2017. Bætist þessi hækkun ofan á hækkun á launum vinnuskóla sumarið 2016 en þá voru laun hækkuð um 15%.

IMG_8923

19.5.2017 Fréttir : Leiguhúsnæði í hjarta Hafnarfjarðar

Hafnarfjarðarbær auglýsir Strandgötu 4 til leigu. Fasteignin er kjallari, tvær hæðir og ris, alls um 515 m². Fasteignin er öll auglýst til leigu og er gert ráð fyrir því að hún verði leigð í heild sinni til eins aðila. 

HreinsunardagurStarfsmanna

18.5.2017 Fréttir : Í bæjarfréttum er þetta helst...

Bæjarstjóri hefur ákveðið að hafa það sem fastan lið að setja saman nokkur orð um mánaðarmót og segja frá áhugaverðum verkefnum sem í gangi eru innan sveitarfélagsins og upp og ofan af áskorunum, hugmyndum, heimsóknum og fundum mánaðarins. Af mörgu er að taka en með þessu vill bæjarstjóri upplýsa bæjarbúa og aðra hagsmunaaðila betur um gang mála og fyrirætlanir innan sveitarfélagsins.

Fréttasafn


Viðburðir framundan

Hreyfivikan2017

Hreyfivikan 2017 29.5.2017 - 4.6.2017 8:00 - 23:59 Hafnarfjörður

Hreyfivika „Move week“ verður haldin dagana 29. maí - 4. júní um gjörvalla Evrópu. Hafnarfjörður, mun í fyrsta sinn taka virkan þátt í Hreyfivikunni þetta árið. Markmið Hreyfivikunnar er að kynna kosti virkar hreyfingar og almennrar þátttöku í íþróttastarfi til heilsubótar og talar markmið vikunnar beint saman við markmið heilsustefnu Hafnarfjarðarbæjar sem nýlega var kynnt til sögunnar.

 

 

Fleiri viðburðir