Fréttir

Hreinsunardagar 2022– gámar við grunnskóla
Dagana 25. maí - 29. maí 2022 standa yfir hreinsunardagar í Hafnarfirði undir yfirskriftinni HREINSUM HAFNARFJÖRÐ en þá geta íbúar í Hafnarfirði losað sig við garðúrgang í gám við alla grunnskóla hverfanna. Gámarnir verða við skólana frá kl. 17 miðvikudaginn 25. maí til loka dags sunnudaginn 29. maí. Íbúar í Hafnarfirði eru hvattir til að nýta sér þjónustuna eða koma pokunum beint á Sorpu. Sorpa tekur á móti garðúrgangi endurgjaldslaust.

Menningar- og heilsugöngur í Hafnarfirði 2022
Fyrsta ganga sumarsins verður miðvikudaginn 1. júní. Í sumar er boðið upp á bæjargöngur með leiðsögn alla miðvikudaga. Flestar göngur taka um klukkustund, þátttaka er ókeypis og allir velkomnir. Göngurnar eru samstarfsverkefni Bókasafns Hafnarfjarðar, Byggðasafns Hafnarfjarðar, Hafnarborgar og Heilsubæjarins Hafnarfjarðar.

Samræmd greining - vefgátt Almannavarna
Til þess að einfalda vinnu sveitarfélaga við að greina og leysa þær krísur sem upp koma á Íslandi hafa Almannavarnir útbúið vefgátt þar sem haldið er utan um samræmda greiningu í hverju sveitafélagi. Í vefgáttinni er hægt að nálgast leiðbeiningar almannavarna fyrir greiningu á áhættu og áfallaþoli. Leiðbeiningarnar eru gerðar til að einfalda vinnu sveitarfélaga og ekki síst að hjálpa til við að greina og draga fram þá vá og/eða verkefni sem upp geta komið.

Stytt opnun í Ásvallalaug um helgina
Ásvallalaug og Suðurbæjarlaug verða opnar frá kl. 8-17 á uppstigningardag og vegna sundmóts verður stytt opnun í Ásvallalaug um helgina.

Úthlutun úr Þróunarsjóði samræmdar móttöku flóttafólks
Félags- og vinnumarkaðsráðherra hefur úthlutað tæplega 20 milljónum króna úr Þróunarsjóði samræmdar móttöku flóttafólks. Þau sveitarfélög sem eru með samning við ráðuneytið um samræmda móttöku flóttafólks geta sótt um styrki í sjóðinn og höfðu Samband íslenskra sveitarfélaga og Fjölmenningarsetur umsjón með úthlutuninni. Alls fengu fjögur sveitarfélög styrk úr sjóðnum. Hafnarfjarðarbær fékk styrki vegna þriggja verkefna.

Samgönguhugmyndir - frá Lækjargötu að Kaplakrika
Fulltrúar Vegagerðarinnar mættu til fundar skipulags- og byggingarráðs nýverið og lögðu fram fyrstu hugmyndir vegna breytinga á Reykjanesbraut frá Lækjargötu að Kaplakrika.
Auglýsingar

Sléttuhlíð
Breytingin er orðalagsbreyting til að kveða á um breyttan þakhalla og vegghæð ef um er að ræða einhalla þak.
Lesa meira
Suðurnesjalína 2, framkvæmdaleyfi
Skipulags- og byggingarráð samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfis og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.
Lesa meira
Gráhelluhraun
Á fundi bæjarstjórnar Hafnarfjarðar þann6.4.2022 var samþykkt að senda skipulagslýsingu, fyrir Gráhelluhraun, í auglýsingu í samræmi við skipulagslög.
Lesa meiraTilkynningar

Viðhaldsvinna á Reykjanesbraut
500 metra kafli milli Kaplakrika og Lækjargötu. Í dag 24. maí 2022 frá kl. 18-24
Lesa meira
Strandgata - framkvæmdir hafnar
Hafnar eru framkvæmdir við gerð hjóla- og göngustígs við Strandgötu frá Reykjanesbraut niður að Flensborgartorgi
Lesa meira
Leiðrétting á matargjöldum í grunnskólum
Matargjöld vegna annars systkinis í grunnskóla verða leiðrétt frá og með 1. janúar sl.
Lesa meiraViðburðir framundan

Maíhátíð / Maifest in Hafnarfjörður
Maíhátíðin er viðburður á vegum Þýsk-íslenska tengslanetsins og er styrkt af Hafnarfjarðarbæ og Bókasafni Hafnarfjarðar.

Menningar- og heilsuganga: Hús í Hrauninu
Jónatan Garðarsson leiðir leit að fyrsta og þriðja húsi Hreins Friðfinnssonar