Fréttir

13555512_10154286998061419_612499920_o

27.7.2017 Fréttir : Framkvæmdir við Lækjargötu 2 – þökkum sýndan skilning

Síðustu daga og vikur hefur mikill undirbúningur átt sér stað innanhúss í Lækjargötu 2 (Dvergurinn) sem miðað hefur að því að búa húsið undir niðurrif. Nú er kominn tími á framkvæmdir utanhúss og er gert ráð fyrir að niðurrif á húsi eigi sér stað dagana 27.júlí – 4.ágúst með tilheyrandi röskun fyrir gangandi og akandi vegfarendur. 

Vinningstillaga3Dvergur

26.7.2017 Fréttir : Uppbygging á Lækjargötu 2 - vinningstillaga

TRÍPÓLÍ og KRADS í samstarfi við Landmótun hlutu um miðjan júlí fyrstu verðlaun í samkeppni um nýja blandaða byggð á Dvergsreitnum svokallaða við Lækjargötu í Hafnarfirði. Tillagan var unnin fyrir GG verk. Miklar breytingar eru framundan á reitnum, breytingar sem hafa það að leiðarljósi að tengja með fallegum hætti nýja byggð við eldri byggð. 

Sandskeidslina

26.7.2017 Fréttir : Framkvæmdaleyfi fyrir Sandskeiðslínu 1

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum þann 21. júní sl. að veita framkvæmdaleyfi til Landsnets hf. vegna framkvæmdarinnar Sandskeiðslína 1, 220/400 kV háspennulína (einnig nefnd Lyklafellslína 1). Samkvæmt umsókn er talið nauðsynlegt að ráðast í umrædda framkvæmd og reisa nýja háspennulínu sem annað gæti orkuflutningi til Hafnarfjarðar í stað Hamraneslína 1 og 2, sem teknar verða úr notkun og rifnar niður eftir að Sandskeiðslína 1 hefur verið tekin í notkun.

Skardshlid

26.7.2017 Fréttir : Lausar lóðir í fjölskylduvænu umhverfi

Hafnarfjarðarbær er nú með í auglýsingu 69 lóðir í nýju og vistvænu íbúðarhverfi í Skarðshlíð. 13 einbýlishúslóðir og 18 parhúsalóðir eru til úthlutunar og geta einungis einstaklingar sótt um þessar lóðir. Samhliða er óskað eftir tilboðum lögaðila í 26 tvíbýlishúsalóðir og 12 raðhúsalóðir. Frestur er til 15. ágúst.

HellisgerdiMynd

25.7.2017 Fréttir : Tré ársins 2017 er í Hellisgerði

Skógræktarfélag Íslands, í samstarfi við IKEA á Íslandi, útnefnir beyki í Hellisgerði í Hafnarfirði sem Tré ársins 2017, við hátíðlega athöfn laugardaginn 29. júlí kl. 15:00. Boðið verður upp á fjölbreytta og skemmtilega dagskrá. Allir velkomnir.
IMG_7472

14.7.2017 Fréttir : Frístundaakstur hefst í haust

Fræðsluráð samþykkti á fundi sínum í dag að hefja gjaldfrjálsan frístundaakstur fyrir sex og sjö ára börn í Hafnarfirði í haust. Til að byrja með verður ekið með börnin á æfingar hjá Fimleikafélaginu Björk, FH og Haukum.  

Fréttasafn


Viðburðir framundan

WorlScoutMoot2017

World Scout Moot - alþjóðlegt skátamót 25.7.2017 - 2.8.2017 8:00 - 17:00 Víðistaðaskóli

Stærsta skátamót Íslandssögunnar verður haldið næstu níu dagana þegar yfir 5.000 skátar frá 95 löndum taka þá í hinu alþjóðlega skátamóti World Scout Moot. Mótið er fyrir þátttakendur á aldrinum 18- 25 ára og það sem haldið verður hérlendis er það 15. í röðinni.

 
IMG_3534

Gleðigangan - Hafnarfjörður 12.8.2017 14:00 - 16:00 BSÍ - umferðarmiðstöð

Laugardaginn 12. ágúst fer fram hin árlega gleðiganga Hinsegin daga.  Hafnarfjarðarbær mun að sjálfsögðu taka þátt í göngunni í ár, líkt og fyrri ár og stendur undirbúningur nú yfir. Jafningjafræðslan Competo sér um skipulagningu.

 

Fleiri viðburðir