Fréttir

Gardurgangursotturheim

22.4.2017 Fréttir : Garðúrgangur sóttur heim

Árvisst hreinsunarátak í Hafnarfirði verður dagana 24. apríl – 3. maí. Garðúrgangur í Norðurbæ, Vesturbæ, Hraunum og miðbæ verður sóttur heim mánudaginn 24. apríl, í Setbergi, Kinnum og Hvömmum miðvikudaginn 26. apríl og í Áslandi, á Völlum og Holti miðvikudaginn 3. maí.  Íbúar á þessum svæðum eru hvattir til að vera búnir að setja garðúrgang út fyrir lóðarmörk fyrir þessa settu hreinsunardaga í hverju hverfi fyrir sig. 

IMG_8312

20.4.2017 Fréttir : Nýtt grillhús á Víðistaðatúni

Á Sumardaginn fyrsta opnar Hafnarfjarðarbær með formlegum hætti nýtt grillhús á Víðistaðatúni og hefur fengið bæjarfulltrúa til að grilla pylsur handa gestum á svæðinu. Til stendur að halda áfram að gera Víðistaðatún enn skemmtilegra en nú er og snýr næsta verkefni að því að fjölga leiktækjum og bekkjum á svæðinu.

IMG_8022

20.4.2017 Fréttir : Gleðilegt sumar!

Gleðilegt sumar góðir íbúar og aðrir gestir. Við höldum veglega upp á Sumardaginn fyrsta í Hafnarfirði og látum veðrið ekki stöðva okkur í því.  Á Víðistaðatúni standa hátíðarhöld yfir frá kl. 11 og fram eftir degi en auk þess teygja hátíðarhöldin anga sína víðar um bæinn.

Menningarstyrkir2017

19.4.2017 Fréttir : Styrkir sem augða og dýpka listalíf Hafnarfjarðarbæjar

Menningarstyrkir voru veittir við hátíðlega athöfn í Hafnarborg í dag. Tuttugu og tvö verkefni í heild hlutu styrk að þetta sinni; einstaklingar, menningarhópar eða samtök sem eiga öll það sammerkt að tengjast Hafnarfirði með einum eða öðrum hætti. Styrkir menningar- og ferðamálanefndar Hafnarfjarðarbæjar eru afhentir einu sinni á ári til aðila og verkefna sem líkleg eru til að auðga og dýpka enn frekar listalíf bæjarins.

Baejarlistamadur2017--2-

19.4.2017 Fréttir : Bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2017

Steingrímur Eyfjörð myndlistarmaður hefur verið útnefndur bæjarlistamaður Hafnarfjarðar árið 2017. Menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar kallaði eftir tilnefningum til bæjarlistamanns snemma árs og bárust fjölmargar tilnefningar. 

IMG_8034

19.4.2017 Fréttir : Sumarsöngur og leikskólalist

Rúmlega 400 nemendur í 3. bekkjum grunnskóla Hafnarfjarðar gerðu heiðarlega tilraun til að syngja inn sumarið í morgunsárið nú á síðasta vetrardegi. Samhliða voru Bjartir dagar í Hafnarfirði settir formlega en menningarhátíðin og jafnframt fyrsta bæjarhátíð sumarsins stendur yfir þar til á sunnudag. Sérstök áhersla er lögð á þátttöku barna og unglinga í Björtum dögum og er Sumardagurinn fyrsti stór hluti af hátíðarhöldunum.

Fréttasafn


Viðburðir framundan

Baejarbio

Hvatningarverðlaun Foreldraráðs Hafnarfjarðar 24.4.2017 20:00 - 22:00 Bæjarbíó

Öllum áhugasömum er boðið að vera við afhendingu Hvatningarverðlauna Foreldraráðs Hafnarfjarðar. Athöfnin verður í Bæjarbíói, mánudaginn 24.apríl og hefst klukkan 20:00. Tveir fræðslufyrirlestrar í boði að afhendingu lokinni.

 
Fridarradstefnan2017

Alþjóðlega friðarráðstefnan 26.4.2017 - 29.4.2017 17:00 - 15:00 Háskólabíó

Alþjóðlega friðarráðstefnan The Spirit of Humanity Forum fer fram í þriðja skiptið í Reykjavík dagana 27. - 29. apríl. Reykjavíkurborg var valin sem aðsetur ráðstefnunnar þar sem Ísland er eitt friðsælasta land í heimi og þá er stefnt að því að Reykjavík verði höfuðborg friðar í heiminum.

 

Fleiri viðburðir