Fréttir

15.9.2017 Fréttir : Kalla eftir endurskoðun á forsendum húsnæðisstuðnings

Á fundi bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á miðvikudag var samþykkt ályktun þar sem bæjarstjórnin gagnrýnir nýja löggjöf um húsnæðisstuðning og skorar á Alþingi að endurskoða grunnfjárhæðir og önnur skilyrði þessa stuðnings. Þriðjungs fækkun hefur orðið í hópi þeirra sem fá sérstakan húsnæðisstuðning í Hafnarfirði og óskar bæjarstjórnin eftir því að ástæður þeirrar fækkunar séu rýndar og gengið úr skugga um að lög um húsnæðisstuðning nái tilgangi sínum.  

14.9.2017 Fréttir : Bæjarstjórn krefst þess að haldið verði áfram með framkvæmdir við Reykjanesbraut

Á fundi bæjarstjórnar Hafnarfjarðar í gærkvöldi var samþykkt ályktun þar sem bæjarstjórnin mótmælir því kröftuglega að Reykjanesbraut virðist hvergi vera að finna í fjárlagafrumvarpi fjármálaráðherra fyrir árið 2018. Mikil uppsöfnuð þörf er á verulegum úrbótum við Reykjanesbraut innan Hafnarfjarðar.  Gríðarleg aukning bílaumferðar á Reykjanesbraut veldur mikilli slysahættu og langar raðir af bílum myndast á álagstímum. 

13.9.2017 Fréttir : Deiliskipulag – hönnunarteymi

Hafnarfjarðarbær auglýsir eftir skipulagshönnuðum vegna fyrirhugaðrar deiliskipulagsvinnu innan bæjarmarkanna.

IMG_1810

11.9.2017 Fréttir : Vinabær Hafnarfjarðar frá Kína í heimsókn í síðustu viku

Baoding er 11 milljón manna borg í um 125 km fjarlægð frá Peking. Hafnarfjarðarbær og Baoding hafa átt í vinabæjarsamstarfi í rúma tvo áratugi. Vinabæjarsamstarfið hefur skipt miklu máli fyrir árangur jarðhitasamstarfs Íslendinga og Kínverja um að jarðhitavæða borgir og bæi í Kína en miklar jarðhitaauðlindir eru á stjórnsýslusvæði Baoding.

HafnarfjordurFallegur

11.9.2017 Fréttir : Bæjarstjórnarfundur 13. september

Boðað hefur verið til bæjarstjórnarfundar miðvikudaginn 13 september. Fundurinn hefst kl. 17 í Hafnarborg, Strandgötu 34.  Fundi er streymt beint á heimasíðu. 

IMG_1734

11.9.2017 Fréttir : Stefán Karl og hláturinn hafa fengið fastan stað í Hellisgerði.

Stefán sagði viðstöddum að hann væri þakklátur fyrir að fá að gróðursetja tréð í Hellisgerði. Þaðan á hann margar æskuminningar og steig sín fyrstu skref í leiklistinni. „Hingað getur fólk komið og hlegið“ sagði leikarinn þegar hann hafði sett tréð niður. Stefán Karl og hláturinn hafa því fengið fastan stað í Hellisgerði. 

Fréttasafn


Viðburðir framundan