Fréttir

17.5.2019 Skipulag í kynningu og framkvæmdaleyfi : Þéttingarsvæði innan Hafnarfjarðar

Auglýst er til kynningar lýsing Aðalskipulagsbreytinga vegna þéttingarsvæða innan Hafnarfjarðar sem bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum þann 7.2.2019.

Hjallabraut í átt að Víðistaðatúni

17.5.2019 Skipulag í kynningu og framkvæmdaleyfi : Hluti Hjallabrautar og Víðistaðatúns

Samkvæmt 2.mgr. 36. gr. skipulagslaga nr.123/2010, er auglýst til kynningar lýsing Aðalskipulagsbreytinga er nær til hluta Hjallabrautar og jaðar Víðistaðatúns.

16.5.2019 Fréttir : Níu viðurkenningar fyrir 225 ár í starfi

Starfsaldursviðurkenningar til starfsfólks Hafnarfjarðarbæjar voru veittar við hátíðlega athöfn í Hafnarborg í 16. maí. Níu einstaklingar sem hafa starfað hjá bænum í 25 ár fengu viðurkenningu fyrir faglegt framlag og störf í þágu bæjarins.

YfirlitsmyndSkardshlidHafnarfjordur

16.5.2019 Fréttir : Fyrstu lóðunum úthlutað í 3. áfanga Skarðshlíðarhverfis

Opnað var fyrir umsóknir í fyrstu úthlutun íbúðahúsalóða í 3. áfanga Skarðshlíðarhverfis um miðjan mars síðastliðinn. Umsóknarfrestur var til 22. apríl 2019 og var fyrstu lóðunum úthlutað á fundi bæjarstjórnar í dag. Uppbygging í hverfi er þegar farin af stað. 

Hreinsistod-i-Hraunavik

15.5.2019 Fréttir : Hreinsun dælustöðva Fráveitunnar

Unnið verður að árlegri hreinsun í dælustöðvum Fráveitunnar dagana 20. til 24. maí. Meðan á hreinsun stendur mun eitthvað af skólpi fara um yfirfallsrásir út í sjó.

Fjolskyldugardar

15.5.2019 Fréttir : Fjölskyldugarðar Hafnarfjarðar

Fjölskyldugarðarnir eru opnir öllum bæjarbúum, óháð aldri og þetta er frábært tækifæri fyrir fjölskyldur og aðra til að rækta sitt eigið grænmeti og hugsa um saman í sumar.

Fréttasafn


Viðburðir framundan

HjoladIVinnuna

Hjólað í vinnuna 8.5.2019 - 28.5.2019 7:00 - 23:59 Hafnarfjörður

Hjólað í vinnuna 2019 hefst í sautjánda sinn nú í maí en að þessu sinni fer keppnin fram frá 8. - 28. maí. Opnað var fyrir skráningu þann 24. apríl og eru þátttakendur hvattir til að skrá sig til leiks sem fyrst. 

 

Þéttingarsvæði innan Hafnarfjarðar - íbúafundur 23.5.2019 17:00 - 19:00

Boðað er til almenns kynningarfundar vegna þéttingarsvæða innan Hafnarfjarðar. Fundurinn verður haldinn í Hafnarborg fimmtudaginn 23. maí nk. kl. 17-19.

 
3SH

Sprettþraut 3SH 26.5.2019 9:00 - 12:00 Ásvallalaug

Sunnudaginn 26.maí verður keppt í sprettþraut sem fram fer frá Ásvallalaug í Hafnarfirði. Vegalengdin er stöðluð hálf-ólympísk vegalengd, sem þýðir að keppendur synda 750 m., hjóla 20 km. og hlaupa 5 km. 

 

Ungdúró BFH 26.5.2019 11:00 - 16:00

Enduro keppni fyrir alla krakka og unglinga fædd 2008 - 2001 sunnudaginn 26.maí 2019 kl 11:00

 
KrakkathrithrautKolaMai2019

Krakkaþríþraut Klóa 26.5.2019 12:00 - 14:00 Ásvallalaug

3SH mun halda Krakkaþríþraut Klóa sunnudaginn 26. maí klukkan 12 þar sem synt verður í Ásvallalaug og hjólað og hlaupið á stígum kringum sundlaugina. Skráning fer fram 26. maí milli 11:00 og 11:45 í Ásvallalaug. 

 

Opna Bose hlaupið 28.5.2019 19:00 - 20:00

Skelltu þér í hlaupaskóna og taktu þátt í opna Bose hlaupinu - 5 km hlaup frá Íþróttahúsinu við Strandgötu

 

Fleiri viðburðir