Fréttir

IMG_1951_1561555172856

26.6.2019 Fréttir : Fimm fengu verðlaun fyrir flesta og furðulega fiska

Hátt í 450 hafnfirskir dorgveiðimenn á aldrinum 6-12 ára mættu á Flensborgarbryggju í Hafnarfirði í gær, munduðu veiðarfærin og kepptust við að veiða sem flesta og furðulegasta fiska. Fimm ungmenni fengu verðlaun fyrir frammistöðu sína með veiðarfærin. 

26.6.2019 Fréttir : Gæsluvöllur opinn frá 10. júlí - 7. ágúst að Staðarhvammi

Í sumar verður starfræktur Gæsluvöllur eða róló, staðsettur við leikskólann Hvamm að Staðarhvammi 23, frá 10. júlí – 7. ágúst fyrir börn á aldrinum 2 – 6 ára (fædd 2013-2017). Opnunartími er frá kl. 9 – 12 og frá kl. 13 – 16.

HafnarfjordurAslandid

25.6.2019 Fréttir : Búast má við vatnsleysi á Holtinu á miðvikudagskvöld

Vegna viðgerða hjá vatnsveitu má búast við vatnsleysi í Holtinu frá kl. 22 miðvikudagskvöldið 26. júní. Reiknað er með að viðgerðin taki um það bil þrjár klukkustundir og er íbúum bent á að vera ekki með uppþvottavélar eða þvottavélar í gangi á þeim tíma. 

HafnarfjordurFallegur

24.6.2019 Fréttir : Bæjarstjórnarfundur 26. júní

Boðað hefur verið til bæjarstjórnarfundar miðvikudaginn 26. júní. Formlegur fundur hefst kl. 14:00 í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg, Strandgötu 34.

21.6.2019 Fréttir : Viðhaldsvinna hjá fráveitu Hafnarfjarðar

Vegna viðhaldsvinnu á fráveitulögn er þörf á að hleypa hluta fráveitu á yfirfall við Fjarðartorg. Viðhaldsvinnan fer fram aðfararnótt mánudags. Beðist er velvirðingar á óþægindum sem þetta kann að valda.

Skolagardar

20.6.2019 Fréttir : Góð aðsókn í fjölskyldugarða

Fjölskyldugarðar Hafnarfjarðarbæjar eru opnir öllum bæjarbúum. Ákveðið var að láta eftirspurn ráða framboði garða og opnað fyrir umsóknir í 64 garða á Víðistöðum til að byrja með. Garðarnir voru fljótir að fyllast og nú hafa 56 fjölskyldugarðar á Öldum einnig verið opnaðir.

Fréttasafn


Viðburðir framundan

Sönghátíð í Hafnarborg 24.6.2019 - 14.7.2019

Sönghátíð í Hafnarborg verður næst haldin dagana 24. júní - 14. júlí 2019. Boðið verður upp á master class með Kristni Sigmundssyni, tónlistarnámskeið fyrir börn sem og tónleika fyrir börn og fullorðna. 

 
File1-5

Íbúafundur um Flensborgarhöfn og Óseyrarsvæði 27.6.2019 17:30 - 19:00 Setbergsskóli

Hafnarfjarðarbær boðar íbúa og fyrirtæki til opins fundar fimmtudaginn 27. júní næstkomandi frá kl. 17:30 – 19 í sal Setbergsskóla. Kynning og samtal um rammaskipulag.  

 
Í sumar verður boðið upp á göngur öll fimmtudagskvöld kl. 20

Hafnarfjarðarhöfn 110 ára 27.6.2019 20:00 - 21:00

Lúðvík Geirsson hafnarstjóri Hafnarfjarðarhafnar leiðir göngu um ljósmyndasýningu Byggðasafnsins á Strandstígnum. Gengið frá Drafnarslippnum

 
WOWCyclothon_1561120572541

WOW Cyclothon 27.6.2019 - 28.6.2019 20:00 - 6:00 Hvaleyrarvatnsvegur

Frá því kl. 20 fimmtudaginn 27. júní þar til kl. 06:00 laugardaginn 29. júní verður Hvaleyrarvatnsvegur frá vesturenda Hvaleyrarvatns að Krísuvíkurvegi og að Klukkutorgi lokaður vegna hjólreiðakeppninnar. 

 
Í sumar verður boðið upp á göngur öll fimmtudagskvöld kl. 20

Fjölskylduganga í Valaból 4.7.2019 18:00 - 21:00

Kolbrún Kristínardóttir barnasjúkraþjálfari leiðir göngu að Valabóli. Æskilegt er að þátttakendur komi með heimagert hollt nesti en stoppað verður í miðri göngu og áð.

 

Hjarta Hafnarfjarðar 8.7.2019 - 14.7.2019

Bæjar- og tónlistarhátíðin HJARTA HAFNARFJARÐAR fer fram í Bæjarbíó dagana 8.-14. júlí

 

Fleiri viðburðir