Fréttir

0K1A1036

28.9.2021 Fréttir : Átt þú rétt á viðbótarafslætti?

Nú í upphafi skólaárs er nauðsynlegt að endurnýja umsóknir um viðbótarafslátt af leikskólagjöldum og viðbótarniðurgreiðslur til dagforeldra og verða allar eldri umsóknir sem bárust fyrir 1. júlí felldar úr gildi frá 1. nóvember n.k. 

IMG_1256

28.9.2021 Fréttir : Hús tækifæranna í Hellisgerði

Í Hellisgerði hafa risið tvö gróðurhús beggja vegna Oddrúnarbæjar sem í dag hýsir Litlu Álfabúðina. Um er að ræða skemmtilega viðbót við lífið, umhverfið og reksturinn sem fyrir er í Hellisgerði til að auka sýnileika og mannlíf í garðinum. Gróðurhúsin eru opin á opnunartíma Litlu Álfabúðarinnar en utan opnunartíma er hægt að fá afnot af húsunum fyrir hverskyns viðburði, fundi og uppákomur. Húsin eru í eigu Hafnarfjarðarbæjar.

GulVidvorun

28.9.2021 Fréttir : Gul veðurviðvörun í dag frá kl. 13:00

Gul veðurviðvörun er í gildi í dag frá kl. 13:00 - 23:59. Forsjáraðilar þurfa að meta sjálfir hvort fylgja þurfi börnum í eða úr skóla eða frístundastarfi. Mikilvægt er að forsjáraðilar hafi í huga að röskun getur einnig orðið á frístundastarfi og skipulögðum æfingum í lok skóladags og séu tilbúnir að sækja börn í skóla og frístundastarf ef þess gerist þörf.

HFJ_-2_1632487664357

24.9.2021 Fréttir : Samgöngur á kjörstað

Almenningssamgöngur eru ágætar á báða kjörstaði fyrir alþingiskosningarnar laugardaginn 25. september 2021. 

5O5A0091

24.9.2021 Fréttir : Snyrtileikinn heiðraður - Krýsuvíkurkirkja fær heiðursverðlaunin 2021

Fjöldi viðurkenninga fyrir snyrtileika var veittur við hátíðlega athöfn í Hafnarfirði í gær. Heiðursverðlaun hlaut Krýsuvíkurkirkja sem endursmíðuð var í upprunalegri mynd og komið fyrir á sínum stað í október 2020. Tvö fyrirtæki á hafnarsvæðinu, Hafrannsóknarstofnun og arkitektastofan Batteríið, fengu viðurkenningu fyrir snyrtileika auk þess sem Lóuás í Áslandinu var valin stjörnugata ársins. Eigendur níu garða fengu viðurkenningu fyrir að eiga fallegustu og snyrtilegustu garðana í Hafnarfirði 2021. Hafnarfjörður er fallegur bær og mikið um fagra garða og snyrtilegar lóðir. Val til viðurkenninga byggir á ábendingum bæjarbúa og eru viðurkenningarnar til þess fallnar að hvetja aðra bæjarbúa og fyrirtæki til dáða.

HFJ_060820-13_1632387109347

23.9.2021 Fréttir : Íþróttavika Evrópu 2021 hófst í gær - tökum virkan þátt!

Heilsubærinn Hafnarfjörður hvetur íbúa og vini Hafnarfjarðar til að kynna sér þær opnu æfingar og opnu hús sem standa áhugasömum á öllum aldri til boða þessa dagana. Komdu og prófaðu t.d. sund, golf, hjól, hjólabretti, badminton, borðtennis, hesta, fimleika og hlaup. Ein/einn eða með fjölskyldunni. Prófum eitthvað nýtt og finnum hreyfingu við hæfi sem er skemmtileg!

Fréttasafn


Auglýsingar

HFJ_060820-2-crop

28.9.2021 : LED götulampar í Hafnarfirði

 Í heildina um 1.750 lampar fyrir þrjú hverfi 

Lesa meira
HFJ_060820-32_1625062263685

1.9.2021 : Styrkir vegna náms og tækjakaupa fatlaðs fólks

Rafræn umsókn. Umsóknarfrestur er 30. september

Lesa meira

Fleiri auglýsingar


Tilkynningar

Bæjarstjórnarfundur 29. september

Fundur bæjarstjórnar Hafnarfjarðar verður haldinn í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg, 29. september 2021 og hefst kl. 14:00.

Lesa meira
Hreinsistod-i-Hraunavik

Viðgerðir og uppfærsla á búnaði í Hraunavík

Hraunavíkurstöð á yfirfalli frá 20. september - 6. október 

Lesa meira
_A122285_IHR_FINAL

Kjörskrá og kjörstaðir í Hafnarfirði 2021

Kjósendum er bent á vefinn www.kosning.is

Lesa meira

Fleiri tilkynningar


Viðburðir framundan

Glergalleríið Stjarna

Glergalleríið – Stjarna Rós Geirdal Richter 6.9.2021 - 3.10.2021 17:00 Bókasafn Hafnarfjarðar

Stjarna Rós er 23 ára gamall listmálari sem opnar nú sína fyrstu sýningu í Glergalleríi Bókasafns Hafnarfjarðar. Verkin verða til sýnis til og með 3. október.

 
GongumIskolann2020

Göngum í skólann 8.9.2021 - 6.10.2021 Hafnarfjörður Library

Verkefnið stendur yfir dagana 8. september - 6. október 

 
BeActive2021

Íþróttavika Evrópu 2021 23.9.2021 - 30.9.2021 6:00 - 23:59 Hafnarfjörður

Evrópubúar sameinast undir slagorðinu #BeActive 

 
BeActive2021

Opin vika hjá Sundfélagi Hafnarfjarðar 23.9.2021 - 30.9.2021 8:00 - 20:00 Ásvallalaug

Fjölbreyttar æfingar fyrir börn og fullorðna 

 
BeActive2021

Opið hús hjá Hestamannafélaginu Sörla 29.9.2021 15:00 - 18:00 Félagshesthús Sörla

Opið hús fyrir alla áhugasama 

 
Hamranes

Kynningarfundur: Deiliskipulag í Hamranesi 30.9.2021 17:00 - 18:30 Norðurhella 2

Reitir 1A, 2A, 3A, 7A og 9A við Áshamar og 21B og 25B við Hringhamar

 

Fleiri viðburðir