Fréttir

IMG_0594

20.3.2019 Fréttir : Rafmagnsleysi í Hafnarfirði

Rafmagnslaust er þessa stundina á Völlunum í Hafnarfirði og að hluta á Holtinu og í Áslandi. Samkvæmt upplýsingum frá Landsneti þá varð útleysing á 11 kV útgangi SP2 í Hamranesi sem olli rafmagnsleysi á þessum stöðum. Líkleg orsök útleysingar er að grafið hafi verið í jarðstreng. Unnið er að viðgerðum.

HamarinnUngmennahus

19.3.2019 Fréttir : Nýtt ungmennahús heitir Hamarinn

Nýtt ungmennahús, sem nýlega tók til starfa í gömlu Skattstofunni, hefur fengið nafnið Hamarinn. Nýtt nafn var kosið á ungmennahúsið í gærkvöld á stofnfundi húsfélagsins við Suðurgötu 14. Nafnið Hamarinn varð fyrir valinu en það er dregið af því fallega útivistarsvæði sem staðsett er stutt frá ungmennahúsinu sjálfu.

19.3.2019 Fréttir : Lokað fyrir kalda vatnið á Skúlaskeiði

Lokað verður  fyrir kalda vatnið á Skúlaskeiði frá kl. 9 - 13 miðvikudaginn 20. mars. Við þökkum sýndan skilning. 

53873385_10158132963724989_6130448293232115712_o

18.3.2019 Fréttir : Tvö tónlistaratriði áfram í Nótuna

Tvö atriði frá Tónlistarskóla Hafnarfjarðar voru nú um helgina valin til að taka þátt í Nótunni - uppskeruhátíð tónlistarskóla. Sinfóníuhljómsveit skólans og gítardúett skipaður þeim Sóleyju Örnu Arnarsdóttur og Valgerði Báru Baldvinsdóttur náðu að komast áfram. 

HafnarfjordurFallegur

18.3.2019 Fréttir : Bæjarstjórnarfundur 20.mars

Boðað hefur verið til bæjarstjórnarfundar miðvikudaginn 20. mars. Formlegur fundur hefst kl. 14:00 í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg, Strandgötu 34.

Fréttasafn


Viðburðir framundan

YfirlitsmyndSkardshlidHafnarfjordur

Kynningarfundur fyrir verktaka: Skarðshlíð - staða og tækifæri 26.3.2019 11:30 - 12:30 Hafnarborg

Þann 26.mars frá kl. 11:30 – 12:30 heldur Hafnarfjarðarbær kynningarfund í Hafnarborg fyrir verktaka og aðra áhugasama um uppbyggingu í Skarðshlíð – stöðu mála, tækifæri og möguleika auk þess að fjalla aðeins um Hamranesið sem er nýtt hverfi á svæðinu sem nú er í deiliskipulagsgerð. 

 
HonnunarMars

HönnunarMars - tvær nýjar sýningar í Hafnarborg 27.3.2019 20:00 - 21:00 Hafnarborg

Miðvikudaginn 27. mars kl. 20 verða opnaðar tvær nýjar sýningar í Hafnarborg í tilefni HönnunarMars. Það eru sýningarnar Fyrirvari, eftir Brynjar Sigurðarson og Veroniku Sedlmair, í aðalsal safnsins, og Teikningar/skissur í leir og textíl, eftir Kristínu Garðarsdóttur, í sýningarstjórn Brynhildar Pétursdóttur, í Sverrissal.

 
YfirlitsmyndSkardshlidHafnarfjordur

Kynningarfundur fyrir alla áhugasama: Skarðshlíð - staða og tækifæri 28.3.2019 17:00 - 18:00 Skarðshlíðarskóli

Hafnarfjarðarbær heldur kynningarfund í Skarðshlíðarskóla fyrir íbúa og aðra áhugasama um Skarðshlíðarhverfið. Í Skarðshlíðarhverfi rís blönduð byggð einbýlishúsa, parhúsa, raðhúsa, tvíbýlishúsa og fjölbýlishúsa sem eru til þess fallin að taka vel á móti fjölbreyttum hópi fólks með ólíkar þarfir. 

 
Stóra upplestrarkeppnin

Stóra upplestrarkeppnin 2.4.2019 17:00 - 19:30 Hafnarborg

Stóra upplestrarkeppnin er ætluð nemendum í 7. bekkjum grunnskólanna. Keppnin felst í því að allir nemendur leggja sérstaka rækt við upplestur og framsögn fram að lokahátíð keppninnar sem haldin verður þriðjudaginn 2. apríl 2019 í Hafnarborg í Hafnarfirði.

 
PlokkAIslandiHreinsumIsland

Stóri plokkdagurinn - Reykjanesbrautin 28.4.2019 10:00 - 17:00 Hafnarfjörður

Stór Plokkdagurinn verður haldinn sunnudaginn 28. apríl 2019. Hugmyndin er að beina sjónum okkar að Reykjanesbrautinni í ár og taka til hendinni í kringum hana. Skipta henni upp í svæði og vaktir og reyna að ná sem mestum árangri. 

 

Fleiri viðburðir