Fréttir

Skarðshlíðarskóli og Lækjarskóli fá styrk úr Sprotasjóði
Sprotasjóður styður við þróun og nýjungar í skólastarfi í leik- grunn- og framhaldsskólum í samræmi við stefnu stjórnvalda og aðalnámskrá viðkomandi skólastiga. Á dögunum var úthlutað úr sjóðnum og hljóta alls 42 verkefni styrki að þessu sinni og er samstarfsverkefni Skarðshlíðarskóla og Lækjarskóla um altæka hönnun náms (UDL) eitt þeirra verkefna sem hlaut styrk. Áherslusvið sjóðsins að þessu sinni eru á lærdómssamfélög skóla og drengi og lestur.

Sundlaugar opna á ný
Breytingar á sóttvarnaráðstöfunum sem taka gildi á morgun fimmtudaginn 15. apríl heimila opnun sundlauga og baðstaða fyrir allt að 50% af hámarksfjölda gesta samkvæmt starfsleyfi. Gildistími nýrrar ráðstöfunar er til og með 5. maí 2021 nema annað sé auglýst. Börn fædd 2005 og síðar eru ekki talin með í gestafjölda

Tilslakanir á samkomu- takmörkunum og í skólastarfi
Almennar fjöldatakmarkanir fara úr 10 í 20 manns, hægt verður að hefja íþróttastarf, sund og heilsurækt með takmörkunum, sviðslistir einnig og skíðasvæðin geta opnað á ný. Í skólum breytast nálægðarmörk á öllum skólastigum úr 2 metrum í 1 og leik- og grunnskólabörnum verður heimilt að stunda skipulagt íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarf.

Sókn fyrir námsmenn: Sumarnám og sumarstörf 2021
Fjölbreytt sumarnám og sumarstörf verða í boði fyrir ungt fólk og atvinnuleitendur í sumar, sem lið í aðgerðum stjórnvalda til þess að stuðla að virkni og framtíðarsókn fyrir íslenskt atvinnulíf. Hafnarfjarðarbær er þessa dagana að skoða

Hefjum störf - nýtt atvinnuátak stjórnvalda
Með nýju atvinnuátaki stjórnvalda „Hefjum störf“ er stefnt að því að skapa allt að sjö þúsund tímabundin störf. Atvinnuátakið er unnið í samvinnu atvinnulífsins, opinberra stofnana, sveitarfélaga og félagasamtaka. Ráðgert er að verja um 4,5 til 5 milljörðum króna í átakið. Hafnarfjarðarbær vinnur að því þessa

Áskorun um að fjarlægja ökutæki utan lóðar
Töluvert hefur borið á því að ökutæki án skráningarnúmera séu skilin eftir á opnum og almennum svæðum og hafa fjölmargar kvartanir þess efnis borist sveitarfélaginu. Því hefur verið ákveðið að ráðast í átak vegna ökutækja án númera.
Auglýsingar
Tilkynningar

Ný trjáræktarstefna - kallað eftir ábendingum
Skilafrestur hugmynda og athugasemda er 16. apríl
Lesa meira
Gasmengun gæti lagt yfir höfuðborgarsvæðið í dag
Samkvæmt upplýsingum frá Umhverfisstonfun og Veðurstofu Íslands
Lesa meiraViðburðir framundan

Heilavinur af öllu hjarta - námskeið fyrir leiðbeinendur
Aðgangur er ókeypis og engin krafa um faglega þekkingu