Fréttir

HFJ_-2_1660055931389

10.8.2022 Fréttir : Leið 1 ekur að Skarðshlíðarhverfi frá og með 14. ágúst

Frá og með 14. ágúst mun leið 1 aka að Skarðshlíðarhverfi í Hafnarfirði. Eftir breytinguna verður biðstöðin Klukkuvellir óvirk. Leiðin mun í staðinn aka um Hnappavelli og Ásvallabraut. Tvær nýjar biðstöðvar, Hamranes og Skarðshlíð opnast á Ásvallabraut.

SpennandiSyningar

9.8.2022 Fréttir : Spennandi sýningar og fjölbreyttar göngur

Það er margt í boði í Hafnarfirði í sumar og má þar nefna spennandi sýningar, sumarlestur og laugardagsopnun á bókasafninu og svo er í allt sumar boðið upp á menningar- og heilsugöngur. Aðgangur er ókeypis.

Bygg6

9.8.2022 Fréttir : Fjölbreyttar sýningar á nokkrum stöðum

Byggðasafn Hafnarfjarðar er með tvær nýjar sýningar í sumar. Það er annars vegar sýning í forsal Pakkhússins á þjóðlegum munum úr safni Þorbjargar Bergmann og svo er það ljósmyndasýning við Strandstíginn. Þá eru fastar sýningar í nokkrum húsum í bænum.

Hfb-haustsyning-2017

8.8.2022 Fréttir : Haustsýning Hafnarborgar 2023 – kallað eftir tillögum

Líkt og undanfarin ár gefst sýningarstjórum tækifæri til að senda inn tillögur að haustsýningu næsta árs í Hafnarborg.  Haustsýning Hafnarborgar í ár, flæðir að – flæðir frá, í sýningarstjórn Sigrúnar Ölbu Sigurðardóttur, verður opnuð  opnuð 10. september næstkomandi.

Screenshot-86-

8.8.2022 Fréttir : Styrkir til menningarstarfsemi og eflingar á hafnfirsku menningarlífi

Menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna, viðburða og samstarfssamninga á sviði menningar og lista í Hafnarfirði. Umsóknum skal skila inn með rafrænum hætti. Umsóknarfrestur er til og með 13. september 2022.

Screenshot-39-

5.8.2022 Fréttir : Skapandi sumarstörf - Úlfur

Úlfur Þórarinsson víóluleikari og meðlimur Sinfóníuhljómsveitar unga fólksins smíðar í sumar jómfrúarverkið sitt sem ber vinnuheitið “Heimabærinn”. Verkið er strengjakvartett í 4 köflum sem allir eru kenndir við Hafnfirska staði eða hluti. Úlfur mun flytja verkið ásamt kvartettnum "Óh sú" í Gamla Apótekinu í Hafnarborg þann 18. Ágúst.

Fréttasafn


Auglýsingar

Hellisgerdi-utbiod

14.7.2022 : Hellisgerði - hellulögn á aðalgöngustíg

Hafnarfjarðarbær óskar eftir tilboðum í verkið, Hellulögn á aðalgöngustíg.

Lesa meira
Skipulag_1645177027280

12.7.2022 : Hamranes - reitir 6A og 20B

Nýtt deiliskipulag

Lesa meira

Fleiri auglýsingar


Tilkynningar

KaltVatn11Agust2022

Kaldavatnslaust á Herjólfsgötu, Drangagötu og Klettagötu

Frá kl. 10-12 fimmtudaginn 11. ágúst 2022.

Lesa meira

Gym heilsa og gufubaðsklefar opna í Suðurbæjarlaug

Laugarsvæði Suðarbæjarlaugar opnar á ný síðar í ágúst 

Lesa meira
Screenshot-85-

Malbikun - Föstudaginn 5. ágúst

Föstudaginn 5. ágúst verða eftirfarandi götur lokaðar að mestu vegna malbikunar: Ölduslóð, Hringhella og Ásbraut við Kirkjutorg. 

Lesa meira

Fleiri tilkynningar


Viðburðir framundan

294806041_105181995608187_9022642701425139730_n

Strandgate Film Festival 11.8.2022 19:30

Stærsta kvöld ársins er gengið í garð. Skærustu stjörnur sólkerfisins verða samankomnar í Bæjarbíói í Hafnarfirði fimmtudaginn 11. ágúst til að keppa um ein virtustu kvikmyndaverðlaun veraldar.

 
Alfahatid2022

Álfahátíð í Hellisgerði 13.8.2022 14:00 - 16:00

Hátíðin hefur verið haldin undanfarin ár og farið langt fram úr væntingum og heldur hún áfram að vaxa og dafna.

 
MJALLHVIT-PINU-logo

Pínulitla Mjallhvít á Björtum Dögum í Hafnarfirði 15.8.2022 17:30 - 18:00

Leikhópurinn Lotta kemur í heimsókn til Hafnarfjarðar, mánudaginn 15. ágúst kl.17:30 og verður með æðislega 30 mínútna sýningu, Pínulitla Mjallhvít, á Víðistaðatúni 

 

Fleiri viðburðir