Fréttir

Ungmennamenning1taka

18.1.2019 Fréttir : Hvað er unglingamenning? Erasmus+ verkefni

Þessar pælingar urðu kveikjan að því að hópur unglinga úr Öldunni kom sér í samband við hóp unglinga frá Oulu í Finnlandi, bjuggu til verkefni, unnu að umsókn um styrkveitingu og fengu styrk frá Erasmus+ upp á €19.900

Matargjald

17.1.2019 Fréttir : Niðurfelling á fæðisgjaldi vegna systkina í grunnskólum

Frá og með 1.janúar 2019 kom inn breyting á fæðisgjaldi til fjölskyldna með börn á grunnskólaaldri í Hafnarfirði. Fæðisgjald er fellt niður ef börn á grunnskólaaldri í mataráskrift í sömu fjölskyldu eru fleiri en tvö. Niðurfelling á fæðisgjaldi er af mataráskrift elsta systkinis sem gerist sjálfkrafa þegar fjölskylda er með sama lögheimili og  fjölskyldunúmer í Þjóðskrá. 

UndirritunIBH_1547629377125

16.1.2019 Fréttir : Samningar undirritaðir við ÍBH

Undirritaðir hafa verið tveir samningar milli Hafnarfjarðarbæjar og Íþróttabandalags Hafnarfjarðar. ÍBH er regnhlífasamtök allra íþróttafélaga í Hafnarfirði með milli 15-16 þúsund iðkendur og er því stærsta fjöldahreyfing í Hafnarfirði og öflugur vettvangur fyrir heilsueflingu og uppeldi.

15.1.2019 Fréttir : Viðburða- og verkefnastyrkir

Menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna, viðburða og samstarfssamninga á sviði menningar og lista í Hafnarfirði.  Umsóknum skal skila inn með rafrænum hætti til og með 17. febrúar 2019.

RaudiKrossinnHafnarfirdi

15.1.2019 Fréttir : Börn og umhverfi námskeið í Hafnarfirði

Börn og umhverfi hjá Rauða krossinum í Hafnarfirði og Garðabæ verður haldið dagana 22, 23, 29 og 30. janúar 2019. Með fyrirvara um næga þátttöku. Námskeiðið er ætlað ungmennum fædd á árinu 2007 og eldri (12 ára og eldri). 

15.1.2019 Skipulag í kynningu : Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Hvaleyrarvatns og Höfða

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar auglýsir hér með tillögu að breytingu á deiliskipulagi Hvaleyrarvatns og Höfða í Hafnarfirði skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr 123/2010. Breytingin nær til reits 1 sem er aðstaða skógræktarfélags Hafnarfjarðar á núverandi uppdrætti og felur í sér stækkun og fjölgun byggingarreita fyrir hús, gróðurhús og kennslustofu ásamt lóðarstækkun.

Fréttasafn


Viðburðir framundan

Íbúafundur - Flensborgarhöfn og Óseyrarsvæði 21.1.2019 18:00 - 19:30 Hafnarborg

Umræða um verðlaunatillögur og gerð rammaskipulags. Samtal við arkitekta verðlaunatillagna í samkeppni um skipulag Flensborgarhafnar og Óseyrarsvæðis auk umræðu um gerð rammaskipulags sem byggir á verðlaunatillögunum.

 
ByggdasafnHafnarfjardar

Fróðleiksmolar Byggðasafns Hafnarfjarðar 24.1.2019 20:00 - 21:30 Pakkhúsið

Byggðasafn Hafnarfjarðar stendur í vetur fyrir fyrirlestrarröðinni Fróðleiksmolar.  Fróðleiksmolarnir eru í boði síðasta fimmtudag hvers mánaðar í vetur og hefjast kl. 20 í Pakkhúsi Byggðasafnsins. Fimmtudaginn 24. janúar kl. 20:00 verða tveir afar áhugaverðir fyrirlestrar á dagskrá

 
Pollaludraponk

Pollalúðrapönk - stórskemmtilegir tónleikar fyrir alla fjölskylduna 16.2.2019 14:00 - 15:30 Íþróttahúsið Strandgötu

Þrjár hafnfirskar menningarstofnanir; Pollapönk, Lúðrasveit Hafnarfjarðar og Kór Öldutúnsskóla leiða saman hesta sína á stórtónleikum í Íþróttahúsinu við Strandgötu laugardaginn 16. febrúar 2019 kl. 14. Sambræðingur þessara ólíku hópa verður án efa gríðarlega spennandi en á efnisskránni verður úrval laga Pollapönkaranna í splúnkunýjum útsetningum. 

 

Fleiri viðburðir