Fréttir

Mynd2YfirlitsmyndDvergsreitur

11.6.2021 Fréttir : Framkvæmdir hefjast við Lækjargötu 2

Fyrsta skóflustunga að framkvæmdum og uppbyggingu við Lækjargötu 2 var tekin í dag. Miklar breytingar eru framundan á reitnum, breytingar sem hafa það að leiðarljósi að tengja með fallegum hætti nýja byggð við eldri byggð. Við mótun nýrrar byggðar var leitast við að fella húsin að aðliggjandi húsum við Lækjargötu og Brekkugötu hvað varðar form, efnisval og stærðarhlutföll. Lækjargata 2 er á eftirsóknarverðu svæði fyrir íbúðarbyggð og af henni er útsýni yfir Lækinn, kirkjusvæðið og hluta miðbæjarins. Á lóðinni stóð áður Dvergshúsið sem rifið var sumarið 2017.

VinnuskoliPrepp

11.6.2021 Fréttir : Vinnuskóli Hafnarfjarðar er kominn á fullt

Mánudaginn 14. júní hefja almennir hópar Vinnuskóla Hafnarfjarðar störf. Flokkstjórar vinnuskólans mættu til vinnu í upphafi júní og hafa síðan þá verið að undirbúa sig fyrir komu hundruða 14-17 ára ungmenna í næstu viku. 

Covid19

11.6.2021 Fréttir : Fjöldatakmörkun verður 300 manns og nándarregla 1 metri

Frá og með 15. júní fara fjöldatakmörk úr 150 manns í 300 og nándarregla verður 1 metri í stað tveggja. Á sitjandi viðburðum verður engin nándarregla en öllum skylt að bera grímu. Opnunartími veitingastaða lengist um klukkustund, þ.e. til miðnættis. Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið þessar breytingar á reglugerð um takmarkanir á samkomum innanlands og eru þær í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis.

Utilistaverk2

10.6.2021 Fréttir : Kort og listi yfir útilistaverk í Hafnarfirði

Í Hafnarfirði er að finna fjölmörg útilistaverk sem varða sögu bæjarins, byggðarinnar og hafnarinnar, jafnt brjóstmyndir og minnisvarða, auk óhlutbundinna skúlptúra og verka sem sækja innblástur sinn í náttúruna. Mörg verkanna eru staðsett í miðbæ Hafnarfjarðar og við höfnina en einnig má finna fjölda þeirra í höggmyndagarðinum á Víðisstaðatúni, í Hellisgerði og við Sólvang. 

IMG_8691

10.6.2021 Fréttir : 12 milljón króna úthlutun til íþróttastarfs

Aðildarfélög ÍBH fengu í gær 12 milljóna króna úthlutun Rio Tinto og Hafnarfjarðarbæjar til íþróttastarfs fyrir yngri en 18 ára. Jafnréttishvataverðlaun 2021 hlutu Fimleikafélagið Björk kr. 500.000 fyrir mestu iðkendafjölgun drengja og Fimleikafélag Hafnarfjarðar kr. 500.000 fyrir mestu iðkendafjölgun stúlkna. Styrkir voru afhentir við hátíðlega athöfn í Álfafelli í Íþróttahúsinu við Strandgötu.

25AraStarfsafmaeli

9.6.2021 Fréttir : 1000 ár af starfsreynslu

Sjötta árið í röð veitir Hafnarfjarðarbær starfsfólki sínu sérstaka viðurkenningu fyrir 25 ára samfellt starf hjá sveitarfélaginu. Í ár fengu 40 starfsmenn viðurkenningu fyrir þennan árafjölda í starfi sem jafngildir 1000 árum af samstarfi og starfsreynslu við fjölbreytt störf á starfsstöðvum bæjarins. 

FréttasafnTilkynningar

Eldgos

Eldgos - upplýsingar vegna gasmengunar

Aðgangur að mikilvægum upplýsingum Lesa meira

Bæjarstjórnarfundur 9. júní

Fundur bæjarstjórnar Hafnarfjarðar verður haldinn í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg, 9.júní 2021 og hefst kl. 14:00

Lesa meira
Suðurbæjarlaug

Suðurbæjarlaug lokuð vegna viðhaldsframkvæmda

Lokuð frá og með 31. maí. Opnar aftur 12. júní.  Lesa meira

Fleiri tilkynningar


Viðburðir framundan

Ipad

Námskeið í notkun snjalltækja fyrir eldri borgara 14.6.2021 - 25.6.2021 9:30 - 15:30 Hraunsel

Frítt fyrir alla eldri borgara í Hafnarfirði 

 
Barnaævintýragangan 1001 skór.

1001 skór - barnaganga 16.6.2021 17:00 - 18:00 Bókasafn Hafnarfjarðar

Bókasafn Hafnarfjarðar í samvinnu við Heilsubæinn Hafnarfjörð kynnir barna-ævintýragönguna 1001 Skór. Lagt verður af stað frá Jófríðarstöðum í Hafnarfirði miðvikudaginn 16. júní kl 17:00.

Gangan ætti að vera fær flestum. Gott er að klæða sig eftir veðri og ekki verra að hafa með sér smá nasl.

 

17. júní 2021 í Hafnarfirði 17.6.2021 13:00 - 17:00

Komdu og fagnaðu þjóðhátíð með okkur heima í Hafnarfirði. Fjölbreytt dagskrá í boði víðs vegar um bæinn.

 
Inga Björk með tónleika.

Tónleikar með Ingu Björk - Blær & stilla 18.6.2021 13:00 - 14:00 Bókasafn Hafnarfjarðar

Inga Björk, lýruleikari og söngkona, heldur tónleika á Bókasafni Hafnarfjarðar föstudaginn 18. júní næstkomandi. Tónleikarnir verða á barnadeildinni og aðgangur ókeypis.

 
Dorg_-11

Dorgveiðikeppni 21.6.2021 13:30 - 14:30

Hin árlega dorgveiðikeppni sumarnámskeiða við Flensborgarbryggju. Keppnin, sem stendur yfir frá kl. 13:30-15, er opin öllum börnum á aldrinum sex til tólf ára.

 
Tónleikar með hljómsveit Sigmars Matthíassonar, Meridian Mataphor.

Meridian Metaphor - Tónleikar með hljómsveit Sigmars Mattíassonar 22.6.2021 17:00 - 18:00 Bókasafn Hafnarfjarðar

Sigmar Þór Matthíasson og hljómsveit leikur af nýútgefinni plötu sinni, Meridian Metaphor, á Bókasafni Hafnarfjarðar þriðjudaginn 22. júní kl. 17:00. Aðgangur ókeypis.

 

Fleiri viðburðir