Fréttir

HFJ_-17

22.4.2021 Fréttir : Gleðilegt sumar kæru íbúar!

Bæjaryfirvöld og starfsfólk Hafnarfjarðarbæjar óska íbúum og vinum Hafnarfjarðar gleðilegs sumars með þökk fyrir ótrúlegan og öðruvísi vetur! Stórt og innilegt hrós til Hafnfirðinga og starfsfólks Hafnarfjarðarbæjar og fyrirtækja og stofnana í bænum fyrir einstaka aðlögunarhæfni og umburðarlyndi á ótrúlegum tímum.  

21.4.2021 Fréttir : Friðrik Dór er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2021

Friðrik Dór Jónsson, tónlistarmaður, söngvari, lagasmiður, sjónvarpsmaður, bókahöfundur og fjölskyldufaðir í Hafnarfirði, er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2021. Hann hefur frá unga aldri sungið sig inn í hug og hjörtu Hafnfirðinga og auðgað menningarlíf bæjarins með framkomu sinni, skemmtun og viðburðum. 

Covid19Landamaeri20april2021

21.4.2021 Fréttir : COVID-19: Aðgerðir á landamærum hertar tímabundið

Stjórnvöld kynntu í gær tímabundnar hertar aðgerðir á landamærunum til að sporna við útbreiðslu COVID-19 innanlands. Markmiðið er að skapa aðstæður sem gera kleift að aflétta sem mest takmörkunum innanlands þrátt fyrir mikla útbreiðslu faraldursins erlendis. Bólusetningu hér á landi miðar vel og eftir því sem hlutfall bólusettra hækkar skapast forsendur til að slaka á takmörkunum, jafnt innanlands og á landamærunum.

HFJ_-39

21.4.2021 Fréttir : Vinnuskóli Hafnarfjarðar - opið fyrir umsóknir 14 - 17 ára

Sumarið 2021 fá 14 – 17 ára unglingar (fæddir árin 2004 - 2007) vinnu við Vinnuskóla Hafnarfjarðar. Umsækjendur sækja um rafrænt til og með 18. maí nk. Starfsfólk vinnuskólans sinnir mikilvægu hlutverki í Hafnarfirði yfir sumartímann. 

Bjartirdagar2021Cover

20.4.2021 Fréttir : Bjartir dagar í Hafnarfirði munu standa yfir í allt sumar

Framundan eru Bjartir dagar, menningarhátíð sem endurspeglar allt það fjölbreytta menningarstarf sem á sér stað í Hafnarfirði. Í venjulegu ári stendur þessi fyrsta bæjarhátíð landsins yfir í fimm daga en ákveðið hefur verið að hátíðin, sem hefst síðasta vetrardag með vali á bæjarlistamanni Hafnarfjarðar, afhendingu menningarstyrkja og sumarsöng nemenda, standi yfir í allt sumar og verði hattur fjölbreyttra hátíðarhalda. Þannig hefur fjármagn til frumkvæðisverkefna verið aukið og allir áhugasamir hvattir til að sækja um örstyrki til viðburða og skemmtunar á Björtum dögum sumarið 2021.

SkardshlidarskoliApril2021

20.4.2021 Fréttir : Ertu að flytja í Skarðshlíð og með barn á skólaaldri?

Opið er fyrir innritun barna sem eru að fara í 1. bekk haustið 2021 og einnig fyrir aðra þá nemendur sem eru að flytjast á milli grunnskóla í Hafnarfirði. Fyrsta viðmið um umsóknarfrest var 1. febrúar og hvetjum við alla þá sem eiga eftir að skrá barn sitt í skóla í nýju hverfi til að gera það sem fyrst því skráning hefur áhrif á skipulag og mönnun í skóla.

FréttasafnTilkynningar

Eldgos

Eldgos - upplýsingar vegna gasmengunar

Aðgangur að mikilvægum upplýsingum Lesa meira
IMG_5579_1616059691456

Ný trjáræktarstefna - kallað eftir ábendingum

Skilafrestur hugmynda og athugasemda er 16. apríl 

Lesa meira
Eldgos

Gasmengun gæti lagt yfir höfuðborgarsvæðið í dag

Samkvæmt upplýsingum frá Umhverfisstonfun og Veðurstofu Íslands

Lesa meira

Fleiri tilkynningar


Viðburðir framundan

Bjartir dagar 2021 21.4.2021 - 25.4.2021

Framundan eru Bjartir dagar í Hafnarfirði, menningarhátíð sem endurspeglar allt það fjölbreytta menningarstarf sem á sér stað í Hafnarfirði.

 
StoriPlokkdagurinn2021

Stóri plokkdagurinn 2021 - taktu þátt! 24.4.2021 10:00 - 16:00 Hafnarfjörður

Tökum öll þátt í að rokka með því að plokka! 

 
Fb-strandstigur

Vertu heilavinur í styðjandi samfélagi 27.4.2021 20:00 - 21:00 Hafnarfjörður

Opinn rafrænn íbúafundur fyrir alla áhugasama

 
Fb-strandstigur

Heilavinur af öllu hjarta - námskeið fyrir leiðbeinendur 11.5.2021 9:30 - 15:00 Hafnarborg

Aðgangur er ókeypis og engin krafa um faglega þekkingu  

 
Bitlanamskeid

Tónlistarnámskeið fyrir eldri borgara 7.6.2021 - 11.6.2021 10:00 - 12:00 Tónlistarskóli Hafnarfjarðar

Unnið með vel valin lög eftir Bítalana. Öll hljóðfæri hjartanlega velkomin. 

 

Fleiri viðburðir