Fréttir

Bjóða öllum skólum landsins nýtt matstæki
Frá haustdögum 2016 hafa sveitarfélögin Árborg, Hafnarfjörður og Reykjanesbær verið í faglegu samstarfi um þýðingu og staðfæringu á stöðumatstæki sem nýtist skólum til að leggja mat á námshæfni, þekkingu og reynslu nemenda af erlendum uppruna á þeirra tungumáli. Í lok ársins 2018 bættist síðan Fellaskóli í Reykjavík inn í samstarfið.

Skrifað undir viljayfirlýsingu við Icelandair
Hafnarfjarðarbær og Icelandair Group undirrituðu í dag viljayfirlýsingu um framtíðaruppbyggingu á höfuðstöðvum Icelandair að Flugvöllum 1 í Hafnarfirði. Fyrirtækið er þegar með hluta starfsemi sinnar að Flugvöllum og ráðgerir flutning og þar með sameiningu starfsstöðva á höfuðborgarsvæðinu í síðasta lagi í lok árs 2023.

Styrkir til menningarstarfsemi
Menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna, viðburða og samstarfssamninga á sviði menningar og lista í Hafnarfirði. Umsóknum skal skila inn með rafrænum hætti til og með 15. febrúar 2021.

Á þitt barn rétt á sérstökum íþrótta- og tómstundastyrk?
Opið er fyrir umsóknir á sérstökum íþrótta- og tómstundastyrk fyrir börn sem búa á tekjulægri heimilum. Verkefnið hefur það að markmiði að jafna tækifæri þeirra fjölskyldna sem tekjulægri eru til þátttöku í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi. Vakin er athygli á því að umsóknarfrestur rennur út 1. mars 2021.

Starf sviðsstjóra stjórnsýslusviðs laust til umsóknar
Dómsmálaráðherra hefur skipað Sigríði Kristinsdóttur í embætti sýslumanns á höfuðborgarsvæðinu frá og með 1. janúar 2021. Sigríður hefur látið af störfum hjá Hafnarfjarðarbæ og er staða sviðsstjóra stjórnsýslusviðs Hafnarfjarðarbæjar nú laus til umsóknar. Umsóknarfrestur er til og með 20. janúar.

Takmarkanir á samkomum rýmkaðar frá 13.janúar
Fjöldatakmarkanir verða 20 manns, heilsu- og líkamsræktarstöðvum verður gert kleift að hefja starfsemi á ný en með ströngum skilyrðum og skíðasvæðunum sömuleiðis. Íþróttastarf barna og fullorðinna verður heimilað að uppfylltum skilyrðum og sömuleiðis íþróttakeppnir án áhorfenda.
Auglýsingar
Tilkynningar

Bæjarstjórnarfundur 20. janúar
Fundur bæjarstjórnar Hafnarfjarðar verður haldinn á fjarfundi, 20. janúar 2021 og hefst kl. 14:00.
Lesa meira
Bæjarstjórnarfundur 6. janúar
Fundur bæjarstjórnar Hafnarfjarðar verður haldinn á fjarfundi, 6. janúar 2021 og hefst kl. 14:00.
Lesa meiraViðburðir framundan

Augnablik - örfyrirlestur: Veganistur
Fyrsti fyrirlesturinn í mánaðarlegum örfyrirlestrum Bókasafns Hafnarfjarðar verður í höndum Júlíu Sifjar, bloggara og grænkerakokks sem heldur ásamt systur sinni út samfélasmiðlarásinni Veganistur.
Athugið að fjöldi þátttakenda stýrist af viðmiðum Almannavarna að hverju sinni. Grímuskylda er á bókasafninu.

Bestiary - myndlistasmiðja með Otiliu Martin
Hönnuðurinn og myndlistamaðurinn Otilia Martin leiðir smiðju fyrir ungt listafólk. Smiðjan snýr að sköpun furðuvera.
Smiðjan er ætluð ungu listafólki, 16-20 ára og verður kennd á ensku. Skráningar er þörf og takmörkuð sæti í boði.

Streymistónleikar í Hamrinum
Hamarinn og Músík&Mótor standa fyrir streymistónleikum þar sem ungt og upprennandi tónlistarfólk kemur fram.

Anna invites you - Taxes and benefits Q&A
Soumia I. Georgsdóttir, business administrator, comes to enlighten us about tax and benefits in Iceland. A short intruduction to the Icelandic system followed by a Q&A session.

Streymistónleikar í Hamrinum
Hamarinn og Músík&Mótor standa fyrir streymistónleikum þar sem ungt og upprennandi tónlistarfólk kemur fram.

112 dagurinn – öryggi og velferð barna og ungmenna
112-dagurinn verður haldinn um allt land 11. febrúar næstkomandi eins og undanfarin ár. sjónum verður að þessu sinni beint sérstaklega að barnavernd og öryggi og velferð barna og ungmenna.