Fréttir

Hreinsunardagar 2022– gámar við grunnskóla
Dagana 25. maí - 29. maí 2022 standa yfir hreinsunardagar í Hafnarfirði undir yfirskriftinni HREINSUM HAFNARFJÖRÐ en þá geta íbúar í Hafnarfirði losað sig við garðúrgang í gám við alla grunnskóla hverfanna. Gámarnir verða við skólana frá kl. 17 miðvikudaginn 25. maí til loka dags sunnudaginn 29. maí. Íbúar í Hafnarfirði eru hvattir til að nýta sér þjónustuna eða koma pokunum beint á Sorpu. Sorpa tekur á móti garðúrgangi endurgjaldslaust.

Útskriftarhópur á Hlíðarenda býr til Blómabæinn
Til fjölda ára hefur útskriftarhópur nemenda í leikskólanum Hlíðarenda heimsótt bæjarstjóra í Ráðhús Hafnarfjarðar í spjall og með spurningar um lífið og tilveruna í bænum sínum. Heimsóknin er hluti af bæjarferð hópsins og í framhaldi heimsóknar fær bæjarstjóri heimboð í leikskólann þar sem hópurinn hefur sett upp þemasýningu um bæinn sinn, helstu staði og sérkenni. Þessar samverustundir hafa verið uppspretta alls konar hugmynda um nærumhverfið, það sem vel er gert og það sem betur mætti fara.

Hagir og líðan hafnfirskra ungmenna 2022
Ár hvert taka nemendur í 8.-10. bekk í grunnskólum Hafnarfjarðar þátt í stórri landskönnun Rannsókna og greininga um hagi og líðan ungmenna. Markmiðið er að skoða sem flesta félagslega þætti í lífi ungs fólks og gefa niðurstöður ákveðna mynd af lífstíl, líðan, viðhorfi og vímuefnaneyslu ungmenna í hverju sveitarfélagi. Vímuefnaneysla ungmenna á Íslandi er með því lægsta sem gerist í hinum vestræna heimi. Áskoranir tengdar nýjum vörum og varningi og tíðarandanum snúa í dag helst að notkun orkudrykkja og nikótínpúða, almennri líðan og ónægum svefni. Könnun ársins var framkvæmd í febrúar/mars.

Íbúar Latabæjar heimsækja leikskóla Hafnarfjarðar
Tveir af íbúum Latabæjar, þær Solla stirða og Halla hrekkjusvín, hafa að undanförnu heimsótt leikskóla vinabæjarins Hafnarfjarðar. Þær stöllur hafa skemmt krökkunum og starfsfólki með spjalli, söng og dansi en megintilgangur með heimsókninni er sem áður hjá íbúum Latabæjar, að hvetja til hreyfingar og holls mataræðis.

Öll landsins börn
Í apríl hófst sjónvarpsþáttaröð á Hringbraut um leikskóla á Íslandi sem nefnist ÖLL LANDSINS BÖRN. Í þætti vikunnar er leikskólinn okkar Norðurberg heimsóttur og rætt við Önnu Borg Harðardóttur leikskólastjóra um sögu, þróun, uppbyggingu, hugmyndafræði, sérstöðu og skapandi starf skólans

Úrslit sveitarstjórnarkosninga í Hafnarfirði
Fjórir listar fengu fulltrúa kjörna í bæjarstjórn Hafnarfjarðar, D-listi Sjálfstæðisflokksins fékk 4 fulltrúa, S-listi Samfylkingarinnar fékk 4 fulltrúa, B-listi Framsóknarflokksins fékk 2 fulltrúa og C-listi Viðreisnar fékk 1 fulltrúa.
Auglýsingar

Sléttuhlíð
Breytingin er orðalagsbreyting til að kveða á um breyttan þakhalla og vegghæð ef um er að ræða einhalla þak.
Lesa meira
Suðurnesjalína 2, framkvæmdaleyfi
Skipulags- og byggingarráð samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfis og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.
Lesa meira
Gráhelluhraun
Á fundi bæjarstjórnar Hafnarfjarðar þann6.4.2022 var samþykkt að senda skipulagslýsingu, fyrir Gráhelluhraun, í auglýsingu í samræmi við skipulagslög.
Lesa meiraTilkynningar

Strandgata - framkvæmdir hafnar
Hafnar eru framkvæmdir við gerð hjóla- og göngustígs við Strandgötu frá Reykjanesbraut niður að Flensborgartorgi
Lesa meira
Leiðrétting á matargjöldum í grunnskólum
Matargjöld vegna annars systkinis í grunnskóla verða leiðrétt frá og með 1. janúar sl.
Lesa meira
Skútuhraun - vatnslaust frá kl. 13-14 í dag
Vatnslaust verður í Skútuhrauni í dag frá kl. 13-14
Lesa meiraViðburðir framundan

Vertu með! Aukum þátttöku barna af erlendum uppruna
Hvernig á að ná betur til fólks (barna og ungmenna) af erlendum uppruna og fjölga því í skipulögðu íþróttastarfi?

Maíhátíð / Maifest in Hafnarfjörður
Maíhátíðin er viðburður á vegum Þýsk-íslenska tengslanetsins og er styrkt af Hafnarfjarðarbæ og Bókasafni Hafnarfjarðar.