Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Finndu tengilið farsældar fyrir barnið þitt og úrræðalista skóla og Hafnarfjarðarbæjar.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Umhverfis- og skipulagssvið Hafnarfjarðar hefur eftirlit með öllum greftri og framkvæmdum í landi bæjarins.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Frá 13. til 27. mars verður opin vinnustofa í Hafnarborg í aðdraganda nýrrar sýningar hönnuðanna Brynjars Sigurðarsonar og Veroniku Sedlmair, Fyrirvara, þar sem hægt verður að fylgjast með uppsetningu og undirbúningi sýningarinnar.
Frá 13. til 27. mars verður opin vinnustofa í Hafnarborg í aðdraganda nýrrar sýningar hönnuðanna Brynjars Sigurðarsonar og Veroniku Sedlmair, Fyrirvara, þar sem hægt verður að fylgjast með uppsetningu og undirbúningi sýningarinnar. Þar er ferlið allt opnað og gestum gefst tækifæri til að skyggnast á bakvið tjöldin en á sýningunni verður sköpunarferlið sjálft sýningarefnið, þar sem mismunandi stig hluta og hugmynda verða sýnd og opnuð almenningi til athugunar.
Brynjar og Veronika hafa sett upp vinnuaðstöðu í aðalsal Hafnarborgar með það að markmiði að opna sýningu á verkum sínum í lok mánaðarins, í tengslum við HönnunarMars. Hluta vinnustofu þeirra í Suður-Frakklandi var pakkað í kassa sem sendir voru yfir hafið hingað til Íslands. Samið var um sýninguna með árs fyrirvara og lagt upp með að þau hefðu nokkuð frjálsar hendur um fyrirkomulag, verk og uppsetningu. Í salnum koma þau fyrir hönnun á ýmsum stigum, rannsóknargögnum jafnt sem fullbúnum hlutum. Þau vinna einnig með salinn sjálfan, form hans og stemmningu og gera rýmið að sínu. Óvenju rúmur tími gefst að þessu sinni til uppsetningar sýningarinnar, svo svigrúm sé til að ná fram andrúmslofti vinnustofunnar, þar sem þau setja fram með hlutum, texta, myndum og hljóði þá óljósu ferla sem þræða skapandi hugsun.
Þau Brynjar Sigurðarson (f. 1986) og Veronika Sedlmair (f. 1985) hafa unnið saman síðan 2015 að rannsóknum, hugmyndum og verkefnum sem oft er erfitt að staðsetja á skalanum frá myndlist til hönnunar eða hönnunar til myndlistar. Enda skiptir slík staðsetning ekki endilega máli, þar sem verk þeirra bjóða upp á upplifun sem er bæði sjónræn og vitsmunaleg. Hlutirnir sem mæta okkur eru allt í senn tilviljanakenndur samtíningur, skipulögð heimildavinna, skissur og það sem kalla má fullbúna hluti. Hlutirnir hafa þó ekki endilega skýran tilgang, heldur eru þeir opnir til túlkunar þess sem virðir þá fyrir sér.
Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.
Frekari upplýsingar veita:
Brynjar Sigurðarson, hönnuður, s. (+49) 15732091986
Hólmar Hólm, kynningarfulltrúi Hafnarborgar, s. 6631609
Nánar á heimasíðu safnsins: www.hafnarborg.is.
Byggðasafn Hafnarfjarðar hlaut 5,9 milljónir króna í styrki við aðalúthlutun safnasjóðs Menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytisins.
„Vika6 er kynfræðsla í sinni víðustu mynd,“ segir Kristín Blöndal Ragnarsdóttir kynfræðslukennari en þemað í þessari sjöttu viku ársins í…
Tæpum 15 milljónum af 34 milljón króna veltu Hafnarfjarðarkortsins hefur verið varið í vörur og þjónustu hafnfirskra fyrirtækja frá því…
Lífshlaupið, sem hefst 1. febrúar, er heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem höfðar til allra landsmanna. Markmið þess…
Uppsteypa á fyrsta nýja fjölbýlishúsinu sem rís við Hraun vestur er hafin. Þar rísa 106 íbúðir auk verslana.
Bæjarstjóri verður til taks og tilbúinn í spjall í kaffihorni Fjarðar á morgun milli kl. 11-13. Öll velkomin.
Hafnarfjarðarbær hefur stofnað bílastæðasjóð til að taka á stöðubrotum í bænum. Bærinn auglýsir eftir stöðuverði.
Krakkar í 6. bekkjum hafnfirskra skóla nutu listar fyrir alla í bæjarbíói í morgun. Þá steig hljómsveitin Brek, undir nafninu…
Gaflaraleikhúsið frumsýnir leikritið Ekki hugmynd í á Litla sviðinu í Borgarleikhúsinu a föstudagskvöld. Glæný lög og glænýtt leikrit.
Framkvæmdir eru að hefjast við Norðurbakkann. Vinna við þennan lokafrágang mun standa yfir fram í byrjun maí næstkomandi.