Fréttir
HafnarfjordurFallegur

22. feb. 2017 : Nýr skólastjóri grunnskóla í Skarðshlíð

Ingibjörg Magnúsdóttir, deildarstjóri í Hraunvallaskóla í Hafnarfirði, hefur verið ráðin skólastjóri við grunnskóla í Skarðshlíð. Ingibjörg er grunnskólakennari að mennt, hefur lokið meistaragráðu í uppeldis- og menntunarfræðum og diplomu í opinberri stjórnsýslu.

HafnarfjordurFallegur

22. feb. 2017 : Nýr deildarstjóri stoðþjónustu

Guðrún Frímannsdóttir hefur verið ráðin deildarstjóri stoðþjónustu hjá fjölskylduþjónustu. Guðrún er félagsráðgjafi að mennt og hefur starfað sem slík mestan hluta starfsævinnar, að undanskildum fimm árum sem dagskrár- og fréttamaður hjá RÚV.

IMG_6538

21. feb. 2017 : Starfakynning í Flensborg

Nú standa yfir vakningardagar í Flensborgarskólinn í Hafnarfirði og í gær var boðið upp á starfa- og menntahlaðborð þar sem við þáðum boð um að kynna starfsemi okkar, þau störf sem hér eru unnin og þá menntun og hæfni sem þarf til að sinna þeim störfum. 

MislaegGatnamotUtbod

21. feb. 2017 : Loftorka og Suðurverk með lægst boð í mislæg gatnamót

Sameiginlegt tilboð Loftorku Reykjavík ehf. og Suðurverks ehf. var lægst í byggingu mislægra vegamóta á mótum Reykjanesbrautar sunnan Hafnarfjarðar og Krýsuvíkurvegar. Þrjú önnur tilboð bárust. Loftorka og Suðurverk buðu 918 milljónir króna í verkið sem á að vera að fullu lokið 1. nóvember í ár.

IMG_6565

21. feb. 2017 : Ný lyfta í Ásvallalaug

Nýlega var sett upp í Ásvallalaug lyfta fyrir fatlað fólk og aðra þá sem almennt eiga erfitt með að komast ofan í stærri laugar. Lyftan sem um ræðir heitir Poolpod og kemur frá Skotlandi. Hún er sú fyrsta hér á landi, öflug og handhæg og uppfyllir allar óskir til búnaðar af þessu tagi.

Sorpaendurvinnslustodvar

21. feb. 2017 : Afgreiðslutími SORPU breytist 1. mars

Afgreiðslutími endurvinnslustöðva SORPU breytist 1. mars. Nú er sami afgreiðslutími virka daga og um helgar, opið verður frá 12.00-18.30 alla daga.
FallegiFjordurinn

20. feb. 2017 : Útboð - yfirlagnir á malbiki

Hafnarfjarðarbær  óskar eftir tilboðum í yfirlagnir á malbiki í Hafnarfirði 2017. Áætlað magn ca 22.000 m² Útboðsgögn afhent eftir skráningu og greiðslu frá og með mánudeginum 20. febrúar. Verð kr. 3.000.- Opnun tilboða 28. febrúar kl. 10

Kertaljos

20. feb. 2017 : Kristín Gunnbjörnsdóttir

Laugardaginn 11. febrúar s.l. lést Kristín Gunnbjörnsdóttir starfsmaður fjölskylduþjónustu Hafnarfjarðarbæjar eftir erfið en stutt veikindi. Kristín er borin til grafar í dag frá Hafnarfjarðarkirkju. Meðfylgjandi er minningargrein sviðsstjóra fjölskylduþjónustu Hafnarfjarðarbæjar. Blessuð sé minning Kristínar.

_MG_7752

17. feb. 2017 : Innra eftirlit með þjónustu við fatlað fólk og fræðslustarf

Félagsmálastjórar á höfuðborgarsvæðinu utan Reykjavíkur mynduðu samráðshóp um þjónustu við fatlað fólk þegar málaflokkurinn var færður til sveitarfélaganna í ársbyrjun 2011. Meðal viðfangsefna hefur verið eftirlit með þjónustunni eins og kveðið er á um í lögum að sveitarfélögin skuli sinna, svonefnt innra eftirlit.

Skardshlid

17. feb. 2017 : Alútboð - skóli í Skarðshlíð

Hafnarfjarðarbær óskar eftir umsóknum um þátttökurétt í lokuðu alútboði vegna hönnunar og byggingar á skóla í Skarðshlíð, Hafnarfirði. Gert er ráð fyrir að skólinn verði byggður í þrem áföngum. Skilafrestur og opnun umsókna er 3. mars kl. 11

_A122285

17. feb. 2017 : Skipulagsbreyting - Hverfisgata 4B og 6B

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi lóðanna Hverfisgötu 4B og 6B. Skipulagsbreytingin felst í breyttum lóðarmörkum lóðanna, þannig að lóð Hverfisgötu 4B minnkar og lóð Hverfisgötu 6B stækkar sem því nemur. Jafnframt minnkar byggingarreitur Hverfisgötu 4B. Frestur til athugasemda til 31.03.2017

Síða 1 af 91