Viðburðir framundanViðburðir framundan

StarfaOgMenntahladbordFlensborg2017

Starfa- og menntahlaðborð 21.2.2017 10:00 - 11:35 Flensborgarskóli

Nemendum Flensborgarskóla er boðið á starfa- og menntahlaðborð þriðjudaginn 21. febrúar n.k. þar sem fyrirtæki kynna starfsemi sína, þau störf sem þar eru unnin og þá menntun og hæfni sem þarf til að sinna þeim störfum.

 
Mynd1

Stóra upplestrarkeppnin 7.3.2017 17:00 - 19:00 Hafnarborg

ÞÉR er boðið á Stóru upplestrarkeppnina.  Keppnin  fer fram í Hafnarborg þriðjudaginn 7. mars frá kl. 17-19. Keppnin er nú haldin í 21. skipti. Á hátíðinni munu nemendur í 7. bekk, sem valdir hafa verið úr grunnskólum Hafnarfjarðar, lesa brot úr skáldverki og ljóð.  Að lokum mun dómnefnd velja þrjá bestu upplesarana og veita verðlaun. Auk þess koma fram ungir hljóðfæraleikarar. 

 
Barnakoramot2017

Barnakóramót - 20 ára afmæli 11.3.2017 13:00 - 18:00 Víðistaðakirkja

Laugardaginn 11. mars munu hafnfirskir barnakórar koma fram á árlegu Barnakóramót Hafnarfjarðar sem fram fer í Víðistaðakirkju. Sjö kórar munu koma fram á tvennum tónleikum.  Kórar yngri barna kl. 13 og eldri barna kl. 16:30. Allir eru velkomnir á tónleikana og er aðgangur ókeypis.

 
Framhaldsskolakynning2017

Íslandsmót Iðn- og verkgreina og framhaldsskólakynning 2017 16.3.2017 - 18.3.2017 9:00 - 17:00 Laugardalshöll

Dagana 16. – 18. mars 2017 mun Verkiðn halda Íslandsmót iðn- og verkgreina í Laugardalshöll. Framhaldsskólar munu kynna námsframboð sitt, bæði verklegt og bóklegt og mun starfsfólk þeirra veita svör við spurningum um námsframboð og inntökuskilyrði.