Viðburðir framundanViðburðir framundan

ListasmidjaHafnarborg

Listasmiðja - fjársjóðskortagerð 22.2.2017 13:00 - 15:00 Hafnarborg

Ævintýraleg listasmiðja þar sem þátttakendur búa til alvöru fjársjóðskort og notast meðal annars við kaffi, kol og vatnsliti. Nú líður að vetrarfríi í Hafnarfirði. Að því tilefni ætlar Hafnarborg að bjóða uppá listasmiðjur fyrir börn á öllum aldri frá kl. 13 til 15 dagana 22. - 24. febrúar. Aðgangur er ókeypis.

 
ListasmidjaHafnarborg

Listasmiðja - Mandölur 23.2.2017 13:00 - 15:00 Hafnarborg

Mandölur og mynsturgerð í skúlptúra og teikniformi. Nú líður að vetrarfríi í Hafnarfirði. Að því tilefni ætlar Hafnarborg að bjóða uppá listasmiðjur fyrir börn á öllum aldri frá kl. 13 til 15 dagana 22. - 24. febrúar. Aðgangur er ókeypis.

 
BokasafnHafnarfjardar

Bókasafnsbíó og Spilavinir 23.2.2017 13:00 - 17:00 Bókasafn Hafnarfjarðar

Vetrarfrí á Bókasafni Hafnarfjarðar. Í barna- og unglingadeild verður hægt að föndra, spila og lita auk þess sem sýndar verða bíómyndir og Spilavinir kíkja í heimsókn. 

 
ListasmidjaHafnarborg

Listasmiðja - Grímugerð 24.2.2017 13:00 - 15:00 Hafnarborg

Öskudagur er á næsta leiti og þá er um að gera að taka forskot á sæluna og búa sér til gervi eftir eigin höfði. Allskyns skemmtilegur efniviður verður í boði fyrir skapandi börn. Nú líður að vetrarfríi í Hafnarfirði. Að því tilefni ætlar Hafnarborg að bjóða uppá listasmiðjur fyrir börn á öllum aldri frá kl. 13 til 15 dagana 22. - 24. febrúar. Aðgangur er ókeypis.

 
BokasafnHafnarfjardar

Bókasafnbíó í vetrarfríi 24.2.2017 13:00 - 17:00 Bókasafn Hafnarfjarðar

Vetrarfrí á Bókasafni Hafnarfjarðar. Í barna- og unglingadeild verður hægt að föndra, spila og lita auk þess sem sýndar verða bíómyndir.

 
Mynd1

Stóra upplestrarkeppnin 7.3.2017 17:00 - 19:00 Hafnarborg

ÞÉR er boðið á Stóru upplestrarkeppnina.  Keppnin  fer fram í Hafnarborg þriðjudaginn 7. mars frá kl. 17-19. Keppnin er nú haldin í 21. skipti. Á hátíðinni munu nemendur í 7. bekk, sem valdir hafa verið úr grunnskólum Hafnarfjarðar, lesa brot úr skáldverki og ljóð.  Að lokum mun dómnefnd velja þrjá bestu upplesarana og veita verðlaun. Auk þess koma fram ungir hljóðfæraleikarar. 

 
Barnakoramot2017

Barnakóramót - 20 ára afmæli 11.3.2017 13:00 - 18:00 Víðistaðakirkja

Laugardaginn 11. mars munu hafnfirskir barnakórar koma fram á árlegu Barnakóramót Hafnarfjarðar sem fram fer í Víðistaðakirkju. Sjö kórar munu koma fram á tvennum tónleikum.  Kórar yngri barna kl. 13 og eldri barna kl. 16:30. Allir eru velkomnir á tónleikana og er aðgangur ókeypis.

 
Framhaldsskolakynning2017

Íslandsmót Iðn- og verkgreina og framhaldsskólakynning 2017 16.3.2017 - 18.3.2017 9:00 - 17:00 Laugardalshöll

Dagana 16. – 18. mars 2017 mun Verkiðn halda Íslandsmót iðn- og verkgreina í Laugardalshöll. Framhaldsskólar munu kynna námsframboð sitt, bæði verklegt og bóklegt og mun starfsfólk þeirra veita svör við spurningum um námsframboð og inntökuskilyrði.