Skipulag í kynninguSkipulag í kynningu

Meðfylgjandi skipulagsmál eru til kynningar hjá Hafnarfjarðarbæ. 

Meðfylgjandi skipulagsmál eru til kynningar í þjónustuveri Hafnarfjarðarbæjar, Strandgötu 6 og hjá umhverfis- og skipulagsþjónustu, Norðurhellu 6, virka daga frá kl. 8:00 - 16:00. Einnig er hægt að skoða skipulagstillögur í auglýsingu hér fyrir neðan. Þeim sem telja sig hagsmuna eiga að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytinguna og skal þeim skilað skriflega til:

Umhverfis- og skipulagsþjónusta Hafnarfjarðarbæjar
Norðurhella 2
221 Hafnarfjörður


Þeir sem eigi gera athugasemdir við breytinguna innan tilskilins frests, teljast samþykkir henni. Allir hagsmunaaðilar eru hvattir til að kynna sér málin. 

_________________________________________________________

Breyting á deiliskipulagi Hverfisgötu 4B og 6B


Breyting á deiliskipulagi lóðanna Hverfisgötu 4B og 6B, Hafnarfirði

Deiliskipulagsbreytingin felst í breyttum lóðarmörkum lóðanna, þannig að lóð Hverfisgötu 4B minnkar og lóð Hverfisgötu 6B stækkar sem því nemur. Jafnframt minnkar byggingarreitur Hverfisgötu 4B.

Tillögur til sýnis frá 17. 02. til 31. 03. 2017. Frestur til athugasemda 31.03.2017.

Sjá tillögu HÉR

Breyting á deiliskipulagi Eskivalla 11 og 13, Vellir 5

Breyting á deiliskipulagi Eskivalla 11 og 13, Vellir 5

Við Eskivelli 11 verður eitt sex hæða fjölbýlishús með 39 íbúðum Byggingarreitur er í vinkli og verður nú 31,6m x 42,5m að utanmáli og 11,3m – 14,5m breiður, 708,5m². Bílageymsla neðanjarðar er felld út og bílastæðum komið fyrir á lóð.  Að öðru leyti gilda eldri skilmálar fyrir lóðina. Við Eskivelli 13 er bílageymsla neðanjarðar felld út og bílastæðum komið fyrir á lóð. Að öðru leyti gilda eldri skilmálar fyrir lóðina. 

Tillögur til sýnis frá 31.01.2017–16.03.2017. Frestur til athugasemda til 16.03.2017

Sjá tillögu HÉR

Breyting á deiliskipulagi Kvistavalla 63 og 65, Vellir 5

Breyting á deiliskipulagi Kvistavalla 63 og 65, Vellir 5

Breytingin felst í því að lóðirnar Kvistavellir 63 og Kvistavellir 65 eru sameinaðar í eina lóð. Heimilað verði að byggja 3 íbúða raðhús í stað parhúss. Lögun byggingarreits er breytt en stærð hans helst nær óbreytt. Bílastæðum fjölgar um 2.  Skilgreind er ný gerð raðhúsa R7. Að öðru leyti gilda eldri skilmálar.

Tillögur til sýnis frá 17.01.2017 – 01.03.2017. Frestur til athugasemda til 01.03.2017

Sjá tillögu HÉR

Breyting á deiliskipulagi við Hafravelli 13, Hafnarfirði

Breyting á deiliskipulagi við Hafravelli 13, Hafnarfirði

Breytingin felst í stækkun lóðar sem nemur tveimur bílastæðum af fjórum sem staðsett eru við suð- vesturhorn lóðarinnar nr. 13 við Hafravelli.  Lóðin stækkar um 25 m². Nákvæm stærð stækkunar mun koma fram á mæliblaði. 

Tillögur til sýnis frá 13.01.2017 til 27.02.2017. Frestur til athugasemda til 27.02.2017

Sjá tillögu HÉR

Hraun vestur - tillögur hönnuða

Hraun vestur - tillögur hönnuða

Fyrirhuguð er deiliskipulagsvinna á reit sem afmarkast af Fjarðarhrauni, Reykjavíkurvegi og Flatahrauni sem hefur það að meginmarkmiði að þétta byggð á svæðinu og breyta landnotkun í blandaða byggð íbúða/atvinnustarfsemi. Hafnarfjarðarbær kallaði eftir hugmyndum fimm skipulagshönnuða um uppbyggingu reitsins og mun deiliskipulagsgerð koma til með að byggja á þessum hugmyndum. 

Sjá tillögur hönnunarhópa HÉR


Var efnið hjálplegt? Nei