100 daga hátíð í Öldutúnsskóla

Fréttir

Mánudaginn 26. janúar héldum við í 1. bekk upp á það að nemendur hafa verið í skólanum í hundrað daga. Við bjuggum til kórónur og unnum með töluna 100

Mánudaginn 26. janúar héldum við í 1. bekk upp á það að nemendur hafa verið í skólanum í hundrað daga. Við bjuggum til kórónur og unnum með töluna 100. Síðan röðuðu nemendur 100 smáhlutum sem þau komu með að heiman á blað. Því næst var haldið af stað syngjandi um skólann, um alla króka og kima og að endingu var farið í heimastofur og nemendur fengu poppkorn, saltstangir og safa. Frábær dagur hjá nemendum og skemmtileg byrjun á vikunni.

www.oldutunsskoli.is

Ábendingagátt