Fréttir

IMG_5862

17.1.2017 Fréttir : Vinátta í leikskólum Hafnarfjarðar

Vináttuverkefni Barnaheilla – Save the Children á Íslandi - verður innleitt í alla leikskóla Hafnarfjarðar á árinu. Innleiðingin hófst formlega í dag þegar öllum leikskólum voru afhent námsgöng sem tilheyra verkefninu. Verkefnið miðar að því að kenna ungum börnum heppileg samskipti og vinna gegn útilokun með því að leggja áherslu á vináttu, samkennd og samvinnu í öllum kringumstæðum.

_A122285

17.1.2017 Fréttir : Skipulagsbreyting - Hafravellir

Í auglýsingu er breyting á deiliskipulagi við Hafravelli 13. Breyting felst í stækkun lóðar sem nemur tveimur bílastæðum af fjórum sem staðsett eru við suðvesturhorn lóðarinnar. Lóðin stækkar um 25 m². Frestur til athugasemda til 27. febrúar.

_A122285

17.1.2017 Fréttir : Skipulagslýsing Kaldárselsvegur

Auglýsing skipulagslýsingar vegna nýs deiliskipulags fyrir Kaldárselsveg. Á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 10. janúar 2017 var samþykkt að senda skipulagslýsingu fyrir Kaldárselsveg í auglýsingu.  Skriflegar ábendingar þurfa að berast eigi síðar en 31. janúar.

_MG_7752

16.1.2017 Fréttir : Bæjarstjórnarfundur 18. janúar

Boðað hefur verið til bæjarstjórnarfundar miðvikudaginn 18. janúar. Fundurinn hefst kl. 14:00 í Hafnarborg, Strandgötu 34.  Fundi er streymt beint á heimasíðu bæjarins. 

MislaegGatnamot2017

13.1.2017 Fréttir : Mislæg gatnamót verða að veruleika

Hafnarfjarðarbær fagnar ákvörðun nýs samgönguráðherra um að ráðist verði í útboð og gerð mislægra gatnamóta á mótum Reykjanesbrautar og Krýsuvíkurvegar strax í upphafi á þessu ári. Gatnamótin eru mikið öryggismál fyrir m.a. íbúa Vallahverfis og alla þá sem erindi eiga á stækkandi atvinnusvæði í Hellna- og Kapelluhrauni.

Sopruappid2017

13.1.2017 Fréttir : SORPU-appið auðveldar lífið

Nýr vefur um flokkun úrgangs, gjaldskyldu og starfsstöðvar SORPU opnar í dag. Markmiðið með vefnum er að koma enn betur til móts við þarfir notenda og gera upplýsingar um flokkun úrgangs, gjaldskyldu og starfsstöðvar SORPU aðgengilegri á rafrænu formi. 

Fréttasafn


Viðburðir framundan

Solvangsreiturinn

Hjúkrunarheimili á Sólvangi 19.1.2017 17:30 - 19:00 Sólvangur

Hafnarfjarðarbær boðar til íbúafundar um hjúkrunarheimili á Sólvangi. Fundurinn verður haldinn á Sólvangi fimmtudaginn 19. janúar frá kl. 17:30 - 19:00. Allir velkomnir

 
SongkeppniHafnarfjardar2016

Söngkeppni félagsmiðstöðva 20.1.2017 20:00 - 23:00 Bæjarbíó

Söngkeppni félagsmiðstöðva Hafnarfjarðar verður haldin í Bæjarbíó föstudaginn 20. janúar. Keppnin hefst kl. 20 en húsið opnar kl. 19:30. Aðgangseyrir eru kr. 400.- og verður miðasala við inngang. 

 

Fleiri viðburðir