Fréttir

Hafnarfjordur

25.8.2016 Fréttir : Mikill viðsnúningur í rekstri

Rekstrarniðurstaða Hafnarfjarðarbæjar fyrri hluta ársins var jákvæð um 483 milljónir króna en áætlun gerði ráð fyrir að rekstrarafgangur yrði 134 milljónir króna. Greining á heildarrekstri og fjármálum sveitarfélagsins og þær aðgerðir sem gripið var til eru farnar að skila væntum árangri.

14087266_10154474431032888_1867750939_o

23.8.2016 Fréttir : Lokanir hitaveitu í Hafnarfirði

Miðvikudaginn 24. ágúst fer fram viðgerð á stofnæð hitaveitu Veitna við Fjarðarhraun í Hafnarfirði. Fólki er bent á að hafa skrúfað fyrir alla heitavatnskrana til að draga úr hættu á slysi eða tjóni þegar vatnið kemst á að nýju.

Syningagust2016HafnarborgTilraun

22.8.2016 Fréttir : Nýjar sýningar í Hafnarborg

Föstudagskvöldið 26. ágúst kl. 20 verða tvær sýningar opnaðar í Hafnarborg. Haustsýning Hafnarborgar 2016, sýningin Tilraun – leir og fleira, í aðalsal safnsins og svo sýning sænska hönnuðarins Jenny Nordberg, 3 – 5 sekúndur – Hröð, handgerð framleiðsla, í Sverrissal Hafnarborgar þar sem hún mun flytja gjörning á opnuninni.
UtsvarAgust2016

22.8.2016 Fréttir : Vilt þú vera með í Útsvari?

Útsvar verður á dagskrá RÚV tíunda veturinn í röð og stendur nú leit yfir að skemmtilegu og fluggáfuðu fólki sem reiðubúið er að taka þátt fyrir hönd Hafnarfjarðarbæjar. Ábendingar óskast fyrir lok dags fimmtudaginn 25. ágúst.

Marathon-2016---Copy

19.8.2016 Fréttir : Áslandsskóli hleypur til góðs

Allt frá árinu 2007 hefur starfsfólk Áslandsskóla tekið þátt í Reykjavíkurmaraþoni og mun hópur frá skólanum hlaupa til góðs í ár líkt og undanfarin ár. 32 hafa skráð sig til leiks í ár og munu ýmist hlaupa 10 kílómetra eða hálft maraþon til styrktar Íþróttafélaginu Firði.

IMG_4202

18.8.2016 Fréttir : Hinsegin fræðsla er hafin

Starfsmenn grunnskóla í Hafnarfirði tóku fagnandi á móti fræðara frá Samtökunum ´78 á upphafsdegi hinsegin fræðslu innan skólanna. Vonir standa til þess að fræðslan leiði til aukinnar þekkingar og vitundarvakningar meðal starfsfólks og nemenda grunnskóla um málefni sem varða kynhneigð, kynvitund og kyneinkenni fólks.

Fréttasafn


Viðburðir framundan

Engin grein fannst.