Fréttir

Kvennafridagurinn1975

24.10.2016 Fréttir : Lokanir á Kvennafrídegi

Kvennafrídagurinn er í dag og við hvetjum okkar konur til þátttöku. Þjónustuver Hafnarfjarðarbæjar og Bókasafn Hafnarfjarðar verða lokuð frá kl. 14:30. Við þökkum sýndan skilning og vonumst til þess að sem flestir taki virkan þátt í Kvennafrídeginum!

 

Strandstigur

24.10.2016 Fréttir : Bæjarstjórnarfundur 26. okt

Boðað hefur verið til bæjarstjórnarfundar miðvikudaginn 26. október. Fundurinn hefst kl. 14:00 í Hafnarborg, Strandgötu 34. Hægt er að horfa á fundinn í beinni útsendingu.  

LaufHaust2016

21.10.2016 Fréttir : Haustsópun í Hafnarfirði

Haustsópun í Hafnarfirði hefst á mánudaginn en þá er farið yfir allar götur bæjarins, þær sópaðar og reynt að ná sem stærstum hluta af laufmassanum sem hefur fallið síðustu daga og vikur. Haustsópuninni er skipt í fjórtán hverfi og er eitt hverfi sópað á degi hverjum. 

_MG_7754

21.10.2016 Fréttir : 9 sóttu um stöðu leikskólastjóra

Hafnarfjarðarbær auglýsti fyrr skömmu stöðu leikskólastjóra á leikskólanum Hlíðarenda.  Níu einstaklingar sóttu um stöðuna og má hér sjá lista yfir nöfn þeirra. 

Perlan

21.10.2016 Fréttir : Utankjörfundaratkvæðagreiðsla

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á vegum sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu hófst 16. október í Perlunni í Öskjuhlíð, Reykjavík. Þar verður opið alla daga milli kl. 10 og 22.

Utsvarid2016

21.10.2016 Fréttir : Hafnarfjörður keppir í kvöld

Í kvöld etja kappi Hafnarfjörður og sveitarfélagið Ölfus. Við sendum þeim Tómasi, Sólveigu og Guðlaugu okkar bestu strauma og hlökkum til að sjá þau á skjánum. Allir áhugasamir geta mætt í sjónvarpssal til að horfa á spurningakeppnina í beinni útsendingu og hvatt hópinn til dáða. 

 

 

Fréttasafn


Viðburðir framundan

Hraunvallaskoli-2

Íbúafundur - Skarðshlíðarskóli 27.10.2016 20:00 - 21:30 Hraunvallaskóli

Íbúafundur vegna byggingar nýs grunnskóla í Skarðshlíð, bráðabirgða úrræðis og fækkunar nemenda í Hraunvallaskóla frá og með hausti 2017. 

 
hafnarfjordur

Kosningar - kjörfundur 29.10.2016 9:00 - 22:00 Lækjarskóli og Víðistaðaskóli

Almennar kosningar til Alþingis fara fram laugardaginn 29. október.  Kjörfundur vegna kosninga hefst kl. 9 og lýkur kl. 22. Íbúar í Hafnarfirði kjósa í Lækjarskóla og Víðistaðaskóla Kjósandi þarf að framvísa persónuskilríki. 

 

Fleiri viðburðir