Fréttir

IMG_6538

28.3.2017 Fréttir : Stolt starfsfólk og vaxandi starfsánægja

Um árabil hefur Hafnarfjarðarbær, í samstarfi við þriðja aðila, kannað ánægju og viðhorf starfsmanna til m.a. starfsumhverfis, samskipta og stjórnunarhátta og hafa niðurstöður verið nýttar til betrumbóta og umbóta á þeim 70 starfsstöðvum sem starfsemi Hafnarfjarðarbæjar dreifist á. Niðurstöður nýjustu vinnustaðagreiningarinnar eru heilt yfir ánægjulegar fyrir Hafnarfjarðarbæ þar sem allir þættir í könnun hækka á milli ára og aðeins einn þáttur lækkar. Sá þáttur, sem snýr að álagi, er þegar í gagngerri skoðun hjá stjórnendum bæjarins.

Jafnlaunarad2017

28.3.2017 Fréttir : Ætlum að útrýma óútskýrðum launamun

Hafnarfjarðarbær hefur verið þátttakandi í tilraunaverkefni fjármála- og velferðarráðuneytis um innleiðingu jafnlaunastaðals síðan 2013 en markmiðið er að eyða óútskýrðum launamun og uppfylla lagaskyldu atvinnurekenda um að greiða konum og körlum jöfn laun og tryggja að þau njóti sömu kjara fyrir sömu eða jafn verðmæt störf.

_MG_7752

27.3.2017 Fréttir : Bæjarstjórnarfundur 29. mars

Boðað hefur verið til bæjarstjórnarfundar miðvikudaginn 29. mars. Fundurinn hefst kl. 14:00 í Hafnarborg, Strandgötu 34.  Fundi er streymt beint á heimasíðu. 

IMG_7286

27.3.2017 Fréttir : Staðfesting á skólaskráningu 1.bekkinga haustið 2017

Foreldrar barna sem hefja grunnskólagöngu sína eru vinsamlega beðnir um að staðfesta skráningu í ákveðinn grunnskóla rafrænt í gegnum Mínar síður eigi síðar en 31. mars næstkomandi. 

_A122285

24.3.2017 Fréttir : Skipulagsbreyting - Hamarsbraut 5

Breyting á deiliskipulagi við Hamarsbraut 5, Hafnarfirði. Breytingin felst í að komið er fyrir tvíbýli á lóðinni. Ekki eru gerðar tillögur að öðrum skilmálabreytingum. Frestur til athugasemda er 5. maí 2017.

Upphaf framkvæmda

23.3.2017 Fréttir : Framkvæmdir hefjast við ný mislæg gatnamót

Fulltrúar Hafnarfjarðarbæjar, Vegagerðarinnar og verktaka að baki byggingar á nýjum mislægum gatnamótum Reykjanesbrautar og Krýsuvíkurvegar hittust í dag til að taka formlega fyrstu skóflustunguna að framkvæmdnum. Framkvæmdir hefjast strax enda á verkið að vinnast á skömmum tíma og vera lokið 1. nóvember.

Fréttasafn


Viðburðir framundan