Fréttir

Hafnarborg

29.11.2016 Fréttir : Haustsýning Hafnarborgar 2017

Nú hefur farið fram lokaval á tillögum að haustsýningu í Hafnarborg fyrir árið 2017 en það var tillaga Jóhannes Dagssonar, heimspekings og lektors við myndlistardeild Listaháskóla Íslands, sem varð fyrir valinu. Sýningartillagan sem ber vinnutitilinn Málverk – eitthvað annað en miðill. 

Jolathorp9

25.11.2016 Fréttir : Lukkuslaufur á ljósastaurum

Heppnir Hafnfirðingar vöknuðu upp við þá gleði í morgunsárið að rauðar slaufur biðu þeirra á ljósastaurum á leið þeirra til vinnu og skóla. Uppátækið má rekja til Jólaþorpsins í Hafnarfirði en lukkunúmer á einhverjum slaufanna innihalda óvæntan glaðning sem nálgast má í Jólaþorpinu á Thorsplani á opnunartíma þess.

_MG_7718

23.11.2016 Fréttir : Skipulagsbreytingar

Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013 – 2025 vegna vatnsverndarmarka til samræmis við svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins. Einnig tillaga að breytingu á deiliskipulagi Undirhlíða vegna Sandskeiðslínu 1.  Athugasemdir óskast fyrir 10. janúar 2017.

Upplýsingastefna - drög til rýni

23.11.2016 Fréttir : Endurskoðun upplýsingastefnu

Við leitum eftir athugasemdum frá ykkur.  Starfshópur hefur unnið að endurskoðun á upplýsingastefnu Hafnarfjarðarbæjar. Drög að stefnu liggja nú fyrir og eru tilbúin til rýni og athugasemda allra hagsmunaaðila. Athugasemdir þurfa að berast í síðasta lagi 27. nóvember.
Jolathorp6

22.11.2016 Fréttir : Jólaævintýrið hefst í Hafnarfirði

Um helgina hefjast jólin formlega í Hafnarfirði með opnun Jólaþorps og tendrun ljósa á jólatrjám á Thorsplani og Flensborgarhöfn. Jólaþorpið í Hafnarfirði verður opið alla laugardaga og sunnudaga á aðventunni frá kl. 12-17. Opnunarhátíð stendur yfir frá kl. 18 – 20 á föstudagskvöld með jólaskemmtun, flugeldasýningu og jólasveinum

_MG_7752

21.11.2016 Fréttir : Bæjarstjórnarfundur 23. nóv

Boðað hefur verið til bæjarstjórnarfundar miðvikudaginn 23. nóvember. Fundurinn hefst kl. 14:00 í Hafnarborg, Strandgötu 34. Fundi er streymt beint á heimasíðu bæjarins. Dagskrá fundar er að finna hér.

Fréttasafn


Viðburðir framundan

Jolathorpid2016

Jólaþorpið í Hafnarfirði 3.12.2016 - 4.12.2016 12:00 - 17:00 Thorsplan

Verið velkomin í Jólaþorpið í Hafnarfirði. Fjölbreytt skemmtun, verslun og veitingar í boði allar aðventuhelgarnar.  Sjá dagskrá helgina 3. - 4. desember hér.

 
AldaHadegistonleikar

Hádegistónleikar Hafnarborgar 6.12.2016 12:00 - 12:30 Hafnarborg

Síðustu hádegistónleikar Hafnarborgar á þessu ári fara fram þriðjudaginn 6. desember kl. 12 og að þessu sinni er það sópransöngkonan Alda Ingibergsdóttir sem kemur fram ásamt Antoníu Hevesi píanóleikara. Aðventan er nú gengin í garð og því verður dagskrá tónleikanna sveipuð hátíðarljóma. 

 

Fleiri viðburðir