Fréttir

Verdlauna-og-vidurkenningarhafar

20.1.2017 Fréttir : Mikil gróska í hafnfirsku atvinnulífi

Hvatningarverðlaun Markaðsstofu Hafnarfjarðar sem voru veitt í fyrsta sinn í gær Íshúsi Hafnarfjarðar við hátíðlega athöfn í Hafnarborg. Annríki - Þjóðbúningar og skart og VON mathús&bar fengu einnig viðurkenningu.

Mynd2

20.1.2017 Fréttir : Framkvæmdir hafnar við nýtt hjúkrunarheimili

Framkvæmdir við nýtt hjúkrunarheimili á Sólvangi eru hafnar. Um er að ræða 60 rýma hjúkrunarheimili á svæði sem opnar á ýmsa möguleika. Starfshópur á bak við uppbygginguna tók í vikunni skóflustunga að nýju heimili og markaði þar með upphaf framkvæmda. Fyrirhugað er að heimilið verði risið og komið í notkun um mitt ár 2018.

IMG_5862

17.1.2017 Fréttir : Vinátta í leikskólum Hafnarfjarðar

Vináttuverkefni Barnaheilla – Save the Children á Íslandi - verður innleitt í alla leikskóla Hafnarfjarðar á árinu. Innleiðingin hófst formlega í dag þegar öllum leikskólum voru afhent námsgöng sem tilheyra verkefninu. Verkefnið miðar að því að kenna ungum börnum heppileg samskipti og vinna gegn útilokun með því að leggja áherslu á vináttu, samkennd og samvinnu í öllum kringumstæðum.

_A122285

17.1.2017 Fréttir : Skipulagsbreyting - Hafravellir

Í auglýsingu er breyting á deiliskipulagi við Hafravelli 13. Breyting felst í stækkun lóðar sem nemur tveimur bílastæðum af fjórum sem staðsett eru við suðvesturhorn lóðarinnar. Lóðin stækkar um 25 m². Frestur til athugasemda til 27. febrúar.

_A122285

17.1.2017 Fréttir : Skipulagslýsing Kaldárselsvegur

Auglýsing skipulagslýsingar vegna nýs deiliskipulags fyrir Kaldárselsveg. Á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 10. janúar 2017 var samþykkt að senda skipulagslýsingu fyrir Kaldárselsveg í auglýsingu.  Skriflegar ábendingar þurfa að berast eigi síðar en 31. janúar.

_MG_7752

16.1.2017 Fréttir : Bæjarstjórnarfundur 18. janúar

Boðað hefur verið til bæjarstjórnarfundar miðvikudaginn 18. janúar. Fundurinn hefst kl. 14:00 í Hafnarborg, Strandgötu 34.  Fundi er streymt beint á heimasíðu bæjarins. 

Fréttasafn


Viðburðir framundan

Syningaropnanir21januar2017

Sýningaropnanir í Hafnarborg 21.1.2017 15:00 - 17:00 Hafnarborg

Laugardaginn 21. janúar kl. 15 verða opnaðar tvær sýningar í Hafnarborg. Í aðalsal safnsins er það sýningin Kvenhetjan með úrvali verka eftir Steingrím Eyfjörð sem hafa konur eða kvenpersónur að viðfangi. Sýningin Rósa, innsetning eftir Siggu Björg Sigurðardóttir verður opnuð í Sverrissal. Þar kynnast sýningargestir Rósu, uppruna hennar og sögu í gegnum teikningar, skúlptúra, myndbandsverk og hljóð.

 
_MG_9354

Nýtt ár! Nýr Hafnarfjörður! 25.1.2017 19:00 - 21:00 Lækjarskóli

Ungmennaráð Hafnarfjarðar ásamt starfsfólki félagsmiðstöðva Hafnarfjarðar halda Ungmennaþing, ,,Nýtt ár! Nýr Hafnarfjörður" miðvikudaginn 25. janúar n.k. Þingið hefst kl. 19:00. 

 

Fleiri viðburðir