Fréttir

HafnarfjordurFallegur

22.2.2017 Fréttir : Nýr skólastjóri grunnskóla í Skarðshlíð

Ingibjörg Magnúsdóttir, deildarstjóri í Hraunvallaskóla í Hafnarfirði, hefur verið ráðin skólastjóri við grunnskóla í Skarðshlíð. Ingibjörg er grunnskólakennari að mennt, hefur lokið meistaragráðu í uppeldis- og menntunarfræðum og diplomu í opinberri stjórnsýslu.

HafnarfjordurFallegur

22.2.2017 Fréttir : Nýr deildarstjóri stoðþjónustu

Guðrún Frímannsdóttir hefur verið ráðin deildarstjóri stoðþjónustu hjá fjölskylduþjónustu. Guðrún er félagsráðgjafi að mennt og hefur starfað sem slík mestan hluta starfsævinnar, að undanskildum fimm árum sem dagskrár- og fréttamaður hjá RÚV.

IMG_6538

21.2.2017 Fréttir : Starfakynning í Flensborg

Nú standa yfir vakningardagar í Flensborgarskólinn í Hafnarfirði og í gær var boðið upp á starfa- og menntahlaðborð þar sem við þáðum boð um að kynna starfsemi okkar, þau störf sem hér eru unnin og þá menntun og hæfni sem þarf til að sinna þeim störfum. 

MislaegGatnamotUtbod

21.2.2017 Fréttir : Loftorka og Suðurverk með lægst boð í mislæg gatnamót

Sameiginlegt tilboð Loftorku Reykjavík ehf. og Suðurverks ehf. var lægst í byggingu mislægra vegamóta á mótum Reykjanesbrautar sunnan Hafnarfjarðar og Krýsuvíkurvegar. Þrjú önnur tilboð bárust. Loftorka og Suðurverk buðu 918 milljónir króna í verkið sem á að vera að fullu lokið 1. nóvember í ár.

IMG_6565

21.2.2017 Fréttir : Ný lyfta í Ásvallalaug

Nýlega var sett upp í Ásvallalaug lyfta fyrir fatlað fólk og aðra þá sem almennt eiga erfitt með að komast ofan í stærri laugar. Lyftan sem um ræðir heitir Poolpod og kemur frá Skotlandi. Hún er sú fyrsta hér á landi, öflug og handhæg og uppfyllir allar óskir til búnaðar af þessu tagi.

Sorpaendurvinnslustodvar

21.2.2017 Fréttir : Afgreiðslutími SORPU breytist 1. mars

Afgreiðslutími endurvinnslustöðva SORPU breytist 1. mars. Nú er sami afgreiðslutími virka daga og um helgar, opið verður frá 12.00-18.30 alla daga.

Fréttasafn


Viðburðir framundan

ListasmidjaHafnarborg

Listasmiðja - Grímugerð 24.2.2017 13:00 - 15:00 Hafnarborg

Öskudagur er á næsta leiti og þá er um að gera að taka forskot á sæluna og búa sér til gervi eftir eigin höfði. Allskyns skemmtilegur efniviður verður í boði fyrir skapandi börn. Nú líður að vetrarfríi í Hafnarfirði. Að því tilefni ætlar Hafnarborg að bjóða uppá listasmiðjur fyrir börn á öllum aldri frá kl. 13 til 15 dagana 22. - 24. febrúar. Aðgangur er ókeypis.

 
BokasafnHafnarfjardar

Bókasafnbíó í vetrarfríi 24.2.2017 13:00 - 17:00 Bókasafn Hafnarfjarðar

Vetrarfrí á Bókasafni Hafnarfjarðar. Í barna- og unglingadeild verður hægt að föndra, spila og lita auk þess sem sýndar verða bíómyndir.

 

Fleiri viðburðir